Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 6
Öðrum megin hafið kalt og hinum megin eldar jarða Dr. Guðmundur Emilsson var á dögunum ráðinn menningarfulltrúi Grindavíkur en starfið er þríþætt. Hann er skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur, tón- listarstjóri (kantór) kirkjunnar og sinnir öðmm menningar- störfum. Guðmundur er há- menntaður á sviði tónvísinda og á að baki langan feril á tónlistar- sviðinu, bæði erlendis og hér heima. Guðmundur lauk tón- menntakennaraprófi fráTónlist- arskólanum í Reykjavík 1971, BM-gráðu við Eastman tónlist- arskólann í New York 1975, MM-gráðu frá tónvísindadeild sama skóla 1979 og lauk dokt- orsnámi (DMA) í kór-, óperu- og hljómsveitarstjóm frá Indi- ana University of Bloomington í Indiana 1994. Starfsferilinn hóf hann sem tónlistarkennari í Kópavogi, HafnaiTirði og á Laugavatni frá 1969-1972. Hann var stjómandi Islensku hljómsveitarinnar frá 1981 til - Raflagnir - Nýlagnir - viðgerðir Get bætt við mig verkefnum í raflögnum. Ómar Hafsteinsson Löggiltur rafverktaki, símar 421 1523 og 895 1553 t Nú fer hver aö veröa sjöastur aö- rækta líkama og sál fyrir a|^bniQt{h!: Því höfum viö hjá Stúdeó Huldu'sett saman frábæra tímatöflu, fulla af skemmtilegum nýjungum sem höföa til allra, kvenna og karla Láttu ÞIG ekki vanta í fjörið hjá Morgunstuð Unglinga þolfimi Afró /kickbox Jóga Power Jóga Tae-Bo 2x30 sunnud. Hjólaþrek 3x20 M,R&L Trappa Líkamsrækt Trappa og lík. Einkaþjálfun, ,, , .. _ , . _ leiöbeinandi í sal HafnargotU 23 - Simi 421 6333 t MÚdíó Huldu 1992 og Sinfoníuhljómsveitar Islands, af og til. milli 1980 og 1992. Jafnframt var hann stjómandi Nýju strengjasveitar- innar 1980, Avanti! hljómsveit- arinnar í Helsinki 1990, Esbo Stadsorkester í Finnlandi 1991, Sinfóníuhljómsveitar Alaborgar og Ensemble Instmmental de tírenoble í Frakklandi 1992, svo fátt eitt sé nefnt. Guðmund- ur var stjómandi Söngsveitar- innar Ffiharmóníu 1981-1986, hljómsveitar Tónlistarskólans 1982-1985 og við Þjóðleikhúsið 1987. Þá kenndi Guðmundur kór- og hljómsveitarstjóm, tón- listarsögu og tónheym við Tón- listarskólann í Reykjavík milli 1981 og 1989 og tónlistarsögu við H.I frá 1991. Hann vartón- listarstjóri RUV í átta ár frá 1989. Auk alls þessa hefur Guð- mundur unnið margvísleg rit- störf m.a. greinaflokk í Morg- unblaðið um tónlistarmál. Guð- mundur hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar og má nefna Thor Thors American/Scandin- avian Foundation 1975, náms- styrk frá Eastman School og Music og Indiana University 1973-1975 og 1979-1982, styrk úr Vísindasjóði 1981 og bjart- sýnisverðlaun Bröstes 1987. Hvað felst í starfi menningar- fulltrúa? „Starf menningarfulltrúa Grindavíkur felst í því að sam- rærna og samhæfa þau öfl í bæj- arfélaginu sem vinna að menn- ingarmálum eða tengjast þeim með einum eða öðmm hætti, hvetja þessa aðila til að takast á við ný og ögrandi verkefhi og auðga mannlífið.“ Hvers vegna eru Grindvík- ingar að ráða til starfa menn- ingarfulltrúa? „Eg tel að bæjarstjóm og bæjar- stjóri hafi komist að þeirri nið- urstöðu að það væri tímabært að rækta þessa hlið mannlífsins frekar, bæði til þess að styrkja bæjarfélagið inn á við og út á við, laða að fólk til búsetu sem leggur mikið upj> úr öflugu menningarlífi. Eg held að Is- lendingargeri sér ljóst mikil- vægi menningarlífs. A næstu 10 ámm mun hér á svæðinu eiga sér stað gríðarleg uppbygging. Hér verður mann- og heilsu- ræktarmiðstöð á heimsmæli- kvarða er mun krefjast fjölda starfsfólks með sértæka mennt- un. Þá munu þeir fjölmennu gesdr sem hingað leggja leið sína einnig gera kröfu um auð- ugt menningarlíf.'* Hvað olli þvi að þú sóttist eftir starfi menningarfulltrúa Grindavíkur? „Bláa Lónið hefur verið mér griðastaður til margra ára, vin og vinur í öllum veðmm, á öll- um árstíðum. Smátt og smátt hef ég orðið hugfanginn af nátt- úrufegurð Reykjanesskagans sem ég skynjaði í upphafi sem berangur, oftast í roki og rign- ingu. I rauninni skil ég loksins myndir Kjarvals til fulls. Hann var heillaður af hrauninu, nokk- uð sem ég drakk í mig á síðustu yfirlitssýningu hans að Kjar- valsstöðum. Svo djúpt rista þessu hughrif, að ég var farinn að gæla við þá hugmynd fyrir mörgum ámm að tengjast hrauninu nánar. Húsatóftar- svæðið hefur veitt mér kyrrðar- stundir og verkar eins og segull á mig á sumarkvöldum. Þetta er einstakur staður, öðmm megin hafið kalt og hinum megin eldar jarðar. Að auki var ég svo láns- samur að dvelja í Grindavík sem drengur að sumarlagi og kynntist þá Einari Einarasyni, og urðum við trúnaðarvinir, for- stjórinn og ég. Þegar Grindvík- ingar auglýstu eftir skólastjóra Tónlistarskólans og tónlistar- stjóra kirkjunnar var ég aðal- stjómandi Lettnesku Ffiharm- óníunnar í Riga, en orðinn þreyttur á stöðugum ferðalög- unum og vildi aftur festa rætur heima á Islandi. I viðræðum mínum við bæjarstjóra kviknaði hugmyndin að starfi menning- arfulltrúa sem síðan varð raun- in." Þess má geta að Guðmund- ur er áfram listrænn stjómandi hljómsveitarinnar í Lettlandi. H\ ern telur þú að verði af- raksturinn af störfum þín- um? „Hér er ekki tjaldað til einnar nætur og markmiðin mörg og mislangt undan. Eg vonast til að ná fljótlega til grasrótar menn- ingarlífs Grindavíkur og síðan, markvisst, auka vægi þessa málaflokks. Sjálfur yrði ég sátt- ur ef íbúar gætu sagt með sanni að menningarlíf bæjarins væri í hæsta mögulega gæðaflokki niiðað við stærð samfélagsins." Megum við eiga von á að starf menningarfulltrúa verði jafn sjálfsagt í framtíðinni og t.d. starf bæjarverkfræðings? , Já, nútímamenn gera þá kröfu. Fyrir nokkrum árum voru það íþróttahús og fótboltaveliir en nú er það menning, enda getur erlend afþreying aldrei fullnægt menningarþörf Islendinga á Is- landi." 771 sölu Idnaðar eða geymsluhúsnædi í byggingu að Grófinni 6a, ekið inn frá Bergvegi, skammt frá smábátahjöfninni. Stærð eininga er frá 85-95m2. Nánari upplýsingar í síma 421 4271 eða 421 1746 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.