Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 9
TONLISTARSKOLI GRINDAVIKUR 1999 - 2000
HjÁ OKKUR FÁ ALLIR
GOÐIR GRINDVIKINGAR
V Tónlistarskólinn okkar býður upp á fjölbreytta
kennslu í hljóðfæraleik, söng, tónlistarsögu og tónfræðum.
Kennarar hans eru sérmenntaðir og reynsluríkir. Þeir vinna
verk sín af alúð. Allar tegundir tónlistar eiga erindi við þá
og nemendur þeirra.
♦$• Námið miðast við börn á öllum aldri. Áþettaerlögð
sérstök áhersla. Við erum aldrei of ung og aldrei of gömul
til að að iðka tónlist okkur til ánægju. Þeir sem lærðu á
hljóðfæri fyrr á árum og viija endurnýja þau kynni ættu að
leita til okkar. Starf kennarans felst einmitt í því að hvetja
fólk til dáða. Tónlistarnám er öllum mikilvægt, það gleður
og þroskar. Maður er manns gaman.
♦t4 Vert er að benda á nýja söngdeild skólans.
Söngelsku fólki frá 14 ára aldri er nú boðin einkakennsla
undir handleiðslu skólastjórans og þátttaka í einsöngs-
tónleikum með úrvals píanóleikurum þegar þar að kemur.
Verkefnin eru sniðin að kunnáttu hvers og eins. Sungin
verða einföld ættjarðarlög og dægurlög, innlend og erlend
einsöngslög, ljóðasöngvar og jafnvel óperuaríur þegar menn
sækja í sig veðrið. Landskunnir einsöngvarar veita að auki
leiðsögn á reglulegum söngnámskeiðum starfsárið á enda.
Nemendur söngdeildarinnar mynda með sér kammerkór
af og til, sér og öðrum til yndisauka. Kórinn kemur fram
við sérstök tækifæri og tekur þátt í kirkjuathöfnum í
Grindavíkurkirkju á stórhátíðum ásamt kirkjukómum. Stefnt
er að ævintýraferð þessara hópa á vordögum.
♦♦♦ Til að undirstrika breiddina í starfsemi skólans
nefnum við einnig "Bflskúrsbandið", aðra nýjung af allt
öðrum toga. Það sértæka gengi verður skipað úrvalsliði
Grindvíkinga á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að
hafa áhuga á léttu rokki, sveiflu- og spunatónlist. Kennarar
skólans koma að starfi sveitarinnar og leika með henni þegar
sá gállinn er á þeim. Öflug hrynsveit myndar bakhjarl sem
allt hvflir á; þar er leikið á rafgítar, rafbassa, trommusett,
ýmiss framandleg ásláttarhljóðfæri og hljómborð. Að auki
verður í sveitinni leikið á saxófóna, trompeta, básúnur og
fleiri hljóðfæri. Bflskúrsbandið lætur til sín taka við ýmiss
tækifæri í vetur innan skóla og utan.
♦♦♦ Margt fleira spennandi er framundan sem ekki
verður talið upp hér. Þess skal þó getið að Grindavíkurbær,
Bláa lónið hf, Hitaveita Suðurnesja og fleiri aðilar em í
samstarfi við Reykjavík, eina af menningarborgum Evrópu
árið 2000, um menningarhátíð í Grindavík dagana 4. til 10.
júní. Þá verður mikið um dýrðir á fjörukambinum í
Grindavík, í Svartsengi og Illahrauni. Undirbúningur þessara
daga hvflir að hluta á Tónlistarskóla Grindavíkur, kennumm
hans og nemendum. Við höfum verk að vinna. Gakktu í lið
með okkur.
Dr. Guðmundur Emilsson
tónlistarskólastjóri og
menningarfulltrúi Grindavíkur
-
i
Bréf með nánari upplýsingum um starf Tónlistarskóla Grindavíkur verður borið í hús innan fárra daga.
Innritun fer fram 1. til 3. september. Upplýsingar veittar í síma 426-8690.
Víkurfréttir
9