Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 7
Oldungar í námsferð til Berlínar Þann 11. maí sl. héldu tíu konur af Suðurnesjum í 10 daga námsferð til Þýskalands. Guðbjörg Jónsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Suður- nesja skipulagði námsferðina fyrir nemendur í Þýsku 403 í Oldungadeild skólans í sam- vinnu við Volkshochschule Steglitz í Berlín. í ferðinni fengu nemendur tækifæri til að nota þá kunnáttu sem þeir höfðu öðlast í þýskumælandi landi og bæta við sig. Menningarsjokk á farfugla- heimilinu Fyrstu nóttina var gist á hóteli í Hamborg og daginn eftir var farið með lest til Berlínar. Thelma Jónsdóttir (Keflvík- 'ingur með meiru) systir kenn- arans og dóttir eins nemand- ans tók á móti okkur á braut- arstöðinni í Berlín. Hún var okkur síðan innan handar all- an tfmann á meðan dvölinni stóð. Dvalið var í átta nætur á farfuglaheimili í Austur- Berlín. Sumir fengu reyndar vægt menningarsjokk þegar þangað var komið en jöfnuðu sig fljótt. Fjóra morgna var farið í Volkshochschule Stegiitz á þýskunámskeið. A námskeiðinu var lögð áhersla á talþjálfun og gekk það frá- bærlega. Einn daginn fóru nemendur í starfskynningu á ýmsa vinnustaði í Berlín. Þar fengu þeir tækifæri til að kynnast mismunandi störfum sem tengjast þeirra eigin störfum hér á Islandi. Hertha Herlín og Svana- vatnið Ýmsir merkir staðir voru skoðaðir í borginni. Farið var á Ólympíuleikvanginn í Berlín og fylgst með leik Hertha Berlin og Hansa Rostock í þýsku bundeslig- unni. Þar voru um 80000 áhorfendur og stemmningin var gífurleg. Eyjólfur Sverris- son leikur með Hertha Berlín og fannst okkur meiriháttar að fá að sjá hann á leikvanginum og vorum við mjög stoltar af því að vera íslendingar þetta kvöld. Þessi leikur mun seint líðaokkurúrminni. Farið var á Svanavatnið (ballett) og gyðingatónleika sem voru frá- bærir. Dómkirkjan í Berlín var skoðuð og er það ein sú glæsi- legasta kirkja sem við höfum augum litið, að utan sem að innan. 1 Berlín minnir margt á seinni heimsstyrjöldina og þar á meðal safn sem heitir Checkpoint Charlie sem er staðsett á landamærum Aust- ur- og Vestur Berlínar. Þangað fórum við og var það mjög áhrifamikið. Þar var m.a. sýnt frá byggingu Berlínarmúrsins og hvernig fólk reyndi að flýja yfir hann á mismunandi vegu. Einnig fórum við að sjá það sem eftir er af Berlfnar- múrnum og gengum í gegn- um Brandenburger Tor en þar var einmitt Berlínarborg skipt í tvo hluta með hinum fræga Berlínarmúr á árunuml961- 1989. I kastala í Vestur-Berlín Síðasta daginn færðum við okkur yfir í vesturhluta Berlínar og gistum í kastala. I ferðinni kynntumst við því bæði borgarlífinu ásamt sveit- inni og náttúrunni í Berlín og vorum við alsælar með ferð- ina. Til Berlínar vorið 2001 Nemendur ferðarinnar höfðu flestir verið 4 annir í þýsku f Öldungadeild F.S og fannst þeim þeir læra mjög mikið í þessari ferð. Við hvetjum Suðumesjamenn sem áhuga haf á að læra þýsku til að koma og læra þýsku í Öld- ungadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja en skráning fer einmitt frarn þessa dagana. Hver veit nema að farið verði með hóp til Berlínar vorið 2001! Að lokum langar okkur að þakka þeim aðilum sem veittu okkur stuðning vegna ferðarinnar. Astkær eiginkona mín, módir, tengdamódir og amma Rut Vestmann Bjarnadóttir Vatnsholti 18, Keflavík Lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 13. ágúst. Útförin hefur farid fram í kyrrþey ad ósk hinnar látnu Hámundur Jón Björnsson Ragna Peta Hámundardóttir, Helgi Arnarson Ásta Bjarnéy Hámundardóttir, Kristinn Arnarson Rakel Hámundardóttir, Ólafur Höskuldsson VörubíU með krana Útvega Gróðurmold Skrautmöl Bjarni Magnús Jóhannesson Akstur - efnissala - hífingar Símar 868 3274 - 421 6558 Júdó í Vogum Hefst af fullum krafti í íþróttamidstödinni í Vogum. Innritun fer fram 31. ágúst ísíma 424-6545. Byrjendur, meistaraflokkur og OLD BOYS. Látid sjá ykkur. Maggi Hauks þjálfari W * * * 1 * 4 - L UUT Lý SÓL o g Þrek opro lcl. 10 -18 iiue qÝiiAUiuc ' m............. X. 15 Forsala aðgöngumiða í Perlunni 28. ágúst Ljósís- qg) þrelcleortl • EflS - fæðubótaefni kynnt frá kl. 13 - ÍB ORKfl # Mathákurinn kynntur • 5 einkaþjálfarar í sdl Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.