Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 10
Nýjung fyrir atvinnurekendur og stjórnendur: Hadegisverðarfundir a Gioðinni -í boöi Markaös- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar og Miöstöövar símenntunar Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir hádegisverðarfundum á Glóð- inni á haustmánuðum. Boðið verður upp á málefiii af ýmsu tagi en að sögn Ólafs Kjartanssonar hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunni er hugmyndin að fá stjómend- ur og atvinnurekendur á Suðumesjum til að hittast og bera saman bækur sfnar auk þess að hlusta á boðskap frá kunnum fyrirlesumm. Þá mun Miðstöð símenntunar bjóða upp á ýmis námskeið fyrir stjórendur og atvin- nurekendur í haust (sjá annars staðará síðunni.). A fyrsta hádegisverðarfund- inum sem verður næsta Gjonby kaupir OK Samningar hafa tekist milli stjórnar Gjorby marg- miðlunar og OK samskipta ehf. um kaup fyrirtækisins á þvf síðamefnda. Að sögn Georgs Brynjars- sonar, framkvæmdastjóra Gjorby margmiðlunar, eru kaupin liður í stækun á inter- netþjónustu Gjorby marg- miðlunar, en sú þjónusta hefur hingað til aðeins veitt fyrirtækjum og stofnunum Intemetsambönd. Georg segir rekstur Gjorby hafa gengið vonum framar og kaupin á OK samskiptum séu aðeins eitt skref af mör- gum í að auka þjónustuna. Með kaupunum á OK sam- skiptum eigi að vera hægt að veita enn víðtækari og betri þjónustu. Dæmi um þjónustu sem lögð verður áhersla á eru þráðlaus Internet- sambönd, ISDN tengingar á einkalínum, öflugar einstak- lingstengingar og vistun á heimasíðum. Nýverið var heildsölusamband Gjorby Internet stækkað f 2 MBit/sek. sem er sextánföld aukning frá þvi sem áður var og er fyrirtækið því vel í stakk búið til að taka við öllum viðskiptum frá OK samskiptum. Allur tækjabú- naður Gjorby Intemet er nýr og af bestu gerð og mun tækjabúnaður OK samskipta ekki verða notaður hjá Gjorby Intemet. Reiknað er með að rekstri OK samskipta verði hætt fyrir 1. október og mun Gjorby þá alfarið taka yfir reksturinn. mánudag 30. ágúst kl. 12.30 verður fjallað um fyrirkomu- lag og markmið hádegisfund- anna og Miðstöð símenntunar mun kynna haustnámskeið sem nýtast atvinnulífinu. A þessum fyrsta fundi verður einnig fjallað um Evrópska efnahagssvæðið í tilefni komu Söndru Baird, viðskiptafull- trúa sendiráðs íslands í Bretlandi og Unnar Orra- dóttur, viðskiptafulltrúa sendiráðs íslands í Frakklandi, en sérstakur fun- dur verður með þeim í Kjarna kl. 13.30. Þar verður boðið upp á einkafundi fyrir þá sem þess óska eftir að kynningu viðskiptafulltrúa lýkur. Að sögn Ölafs Kjartanssonar hefur MOA gert samning um afnot af viðskiptasendifull- trúunum sem staðsettir eru í London, sérstaklega fyrir fyrirtæki á Suðumesjum. „Við viljum gjarnan að þessi þjónusta sé notuð meira. Viðskiptafulltrúarnir eru okkur innan handar með hvers kyns fyrirspumir sem fyrirtæki héðan þurfa að konta frá sér“, sagði Ólafur. Þrír aðrir hádegisverðarfundir hafa verið ákveðnir. ntánu- dagana 27. sept;, 25. okt. og 22. nóvember. A fundinum í september mun Björn Auðunsson, upplýsingafull- trúi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins fjalla um þekkingu á sviði matvæla- framleiðslu og aukna kröfu um gæði á framleiðslu og hreinlæti. A þriðja fundinum sem verður 25. okt. mun Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri vinnu- eftirlits ríkisins ræða mikil- vægi símenntunar í vinnu- öryggismálum, réttindi og skyldur í því sambandi. A fjórða fundinum sem verður mánudaginn 22. nóv. mun Guðmundur Ólafsson. lektor viðskiptadeildar Há- skólans fjalla um upplýsinga- tækni, tæknibyltingu og rek- stur fyrirtækja. Guðmundur er umdeildur fyrirlesari og fræðimaður og mun miðla af samtíma- og framtfðarsýn sinni. Sextíu haustnámskeið hjá Miðstöð símenntunar Tæplega sextíu námskeið verða í boði hjá Miðstöð Símenntunar á Suðumesjum í haust. Að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS er kappkostað að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval námskeiða en nýr bæklingur kom frá stofnuninni nú í vikunni. Meðal nýjunga í haust- námskeiðaflóru MSS eru námskeið fyrir atvinnulffið. Má nefna sem dæmi námskeiðið „Frá hugmynd til heimsmets, - nýsköpun í fyrirtækjum og stofnunun", í umsjón Páls Kr. Pálssonar, hagverkfræðings og Agústs Péturssonar, markaðsfræð- ings. Páll er þekktur úr atvinnulífinu og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Iðn- tæknistofnunar. Vífilfells hf. og Nýsköpunarsjóðs atvin- nulífsins. Að auki er mörg fróðleg námskeið fyrir fólk úr öllum stéttum, s.s. tölvunámskeið ýmis konar, internet, tungu- málanámskeið, hunda- námskeið, myndbandsnám- skeið og svo má nefna sérstök hæfnis-námskeið eins og Framkomu í ræðustól og flutning máls og námskeiðið „Að láta drauntana rætast- hvað vilt þú fá út úr líftnu". Þá eru í boði einstök starf- stengd námskeiðs eins og t.d. HACCP eftirlit sent er eftirl- itskerfi í matvælavinnslu og námskeiði sem heita „Santskipti á kvennavinnu- stað“. Fjolbreytt dagskra á degi símenntunar Dagur Símenntunar um allt land er nk. laugardag 28. ágúst. Af því tilefni verður lifandi dagskrá á Suðumesjum sem hefst á laugardagsmorgun með tjaifundi. Jon Vinsböl frá Dansk Industri talar um MUs-þarfagreininga- verkefnið „inarkviss upp- bygging starfsmanna" kl. 10.40 í Kjama. Vegleg dagskrá verður síðan frá kl.13 til 16 f Kjarna, í Fjölbrautaskóla Suðumesja, Tölvuskóla Suðurnesja. í Grindavík, Sandgerði, Svartsengi og í ráðstefnusal nýja baðstaðar Bláa lónsins. Sveifla á Sparisjóðnum í Keflavík: Wýjin þjónustuþættin hafa gengið vel Það er mikil sveifla á Sparisjóðnum í Keflavík og eins og lesa mátti í síðustu viku nam hagnaður sjóðsins 70 milljónum króna fyrir skatt fyrstu sex mánuði ársins. Síðasta ár var tímamótarár í Sparisjóðn- um og Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri getur því verið ánægður með árangurinn. Hverju þakkar þú umbyltin- gu í rekstri SparisjóÖsiits síöustu 18 mánuöi? „Af mörgu er að taka, fyrst skal nefna að gerðar vom rót- tækar skipulagsbreytingar sem skiluðu sér í virkari stjórnun Sparisjóðsins og einnig höfurn við verið með mjög virkt kostnaðareftirlit í rekstri. Auk þess hefur hagur dótturfélaga verið með ágæ- tum. Önnur ytri skilyrði hafa einnig verið góð og nefni ég þar að atvinnuástand á Suðurnesjasvæðinu hefur sjaldnar verið betra." Hagnaöur Jyrstu sex mánuöi þessa árs er 27% hœrri en í fyrra sein þótti mjög gott. Má eiga von á svona áframliald- andi vexti? „Rekstraráætlun sem gerð var í upphafi árs gerði ráð fyrir svipaðri rekstrarafkomu og á árinu 1998. I endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að afkoman verði síst lakari en árið 1998. I dag liggur fyrir afkoma fyrstu sjö mánuði ársins og staðfestir hún væntingar um góða afkomu.“ Nrí hafið þið verið aö rítvíkka starfsemina í veröbréfaviö- skiptuin og Jleira svo og aö auka ýmsa þjónustu. Hvernig hafa þessar nýjung- ar geitgiö og má eiga von á einhverju fleiru á nœstunni. „Það er rétt að þessir nýju þjónustuþættir s.s. viðskipta- stofan, eignastýring og tengd þjónusta hafa gengið framar björtustu vonum. Það er greinilegt að ntikil þörf var fyrir slfka þjónustu eins og marka má af frábærum viðtökum Suðurnesjamanna. Hvað viðskiptastofuna varðar þá hefur hún sinnt mörgum stórum verkefnum og eru mörg stærri á döfinni", sagði Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.