Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 14.10.1999, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 14.10.1999, Qupperneq 7
IR KONUR |^HR OLLUM lIkveneÁtn'adi lla©MilillÐ7ia^*aWgl!ISSaMRiDy/gs1 FIMMMÍwA^I Málefni Club Casino: Jón kærip bæinn aftur! -telur bæjarstjóra vanhæfan að fjalla um málið Jón M. Harðarson hefur lagt fram aðra stjórn- sýslukæru á hendur Reykjanesbæ vegna ákvörðunar bæjarstjórnar þann 8. október sl. að veita honum takmarkað áfengis- veitingalevfi í tvær vikur fyrir veitingastað sinn í Grófmni 8. Rökstuðning vantar Jón byggir stjómsýsluákæruna m.a. á að gildistími vínveit- ingaleyfisins brjóti í bága við skýr ákvæði áfengislaga og að ákvörðun bæjarstjómar sé án alls rökstuðnings. í kærunni segir að bæjarstjórn beri skylda til að láta uppi á hvaða lögfræðilegu sjónarmiðum hún byggi ákvörðun sfna. Samkvæmt 22.gr. stjómsýslu- laga verður rökstuðningur að koma skýrt fram í formlegri afgreiðslu stjómvaldsins. Jón segir að það hafi ekki verið geil. Afskipti eiginkonu bæjarstjóra Jón Harðarson heldur því fram að bæjarstjóri, Ellert Ei- ríksson, sé vanhæfur til að fjalla um málið í bæjarstjóm og taka þátt í afgreiðslu þess, vegna afskipta ei^ginkonu lians, Guðbjargar Astu Sig- urðardóttur, af málinu. Hún hefur beitt sér gegn því að eró- tískur dans verði leyfður á skemmtistöðum í bæjarfélag- inu og var m.a. verið einn af forsprökkum undirskriftasöfn- unar gegn því að Jón fái vfn- veitingaleyfi. í kæmnni segir að þetta eitt og sér nægi til vanhæfis bæjarstjóra. Einnig bendir Jón á ummæli Ellerts í Reykjanestíðindum, sem hann segir vera öfgakennd. I viðtal- inu telur hann það íslenskri stjómsýslu til vansa að leyfi- legt sé að m'ðast á fátækum stúlkum með því að láta þér sýna og selja líkama sinn. Þessi orð lét hann falla degin- um áður en málið var tekið til umljöllunar í bæjarstjóm. Jón segir þetta sýna fram á að bæj- arstjóri geti alls ekki fjallað óhlutdrægt um málið, vegna öfgakenndra viðhorfa sinna. Brot gegn jafnræðisreglunni Jón segir að leyfmu hafi verið synjað því liann ætli að bjóða uppá erótískan dans, en hing- að til hafi engum verið neitað um slíkt leyfi. Samkvæmt stjómsýslureglum hafa bæjar- yfirvöld ekki vald til að tengja sarnan vínveitingaleyfistíma og leyfi fyrir erótískum dansi. Jón bendir einnig á þá stað- reynd að á sama tíma og hon- um er synjað um leyfi. er ver- ið að gefa út miklu rýmri regl- ur um opnunartíma skemmti- staða og vínveitingaleyfistíma. Hann segir þetta því vera klára mismunun og bendir á því til stuðnings, að grundvallarregl- an í stjómsýslurétti sé sú að óheimilt sé að beita misræmi og ójafnræði í afgreiðslu sam- bærilegra mála. Fjárhagstjón og vill að málinu verði flýtt í lok kæmnnar krefst Jón jtess að bæjarstjóm leggi fram ein- hver lögfræðileg rök til að styðja ákvörðun sína og að úr- skurðamefnd um áfengisntál úrskurði að skylt sé að veita honum leyfi. Hann ítrekar jafnframt að afgreiðslu máls- ins verði flýtt svo tjárhagslegt tjón hans verði ekki meira en komið er. Nánari umræða um bæjarstiórnarlundinn si. íöstudag á his. 17 ogásióðinniwN^ . y Sefur bæjanstjorn Sand- genöis og fonmaðun V.S.F.S? Uppsagnir hjá H.B. Ég var hissa er ég sá orð for- ntanns V.S.F.S. í R.T. 7.októ- ber s.l. Hann veit ekki til þess að neinum hafi verið sagt upp störfum hjá H.B. Halló, er ekki allt í lagi? Vélamönnum var sagt upp, verkstjómm var sagt upp, vélstjóra og lyftara- manni var sagt upp, þvotta- konunum var sagt upp, tré- smiðum og mönnum í smiðj- unni var sagt upp og nokkrar konur, sem ekki treystu sér í loðnuþurrkunina, eru farnar annað eða eru heima. Þetta em bara síðustu uppsagnir hjá H.B. Kvótinn farinn Lítum aðeins á hvað búið er að vera að gera síðan H.B. og Miðnes sameinuðust. Allur kvóti H.B. er farinn úr Sand- gerði, allir bátamir em famir. allir sjóntennimir, löndun og þjónusta farin. Netaverkstæð- ið lagt niður, beitningamenn- imir skriðnir út úr skúrunum. Saltvinnslan lögð niður og nú ferskvinnslan. Hvað er þá eft- ir? Loðnuþurrkunin. Og hver- su lengi ætli hún starfi? Eins lengi og Atvinnuþróunarsjóð- ur styrkir verkefnið, sem em 2 ár, ekki lengur. Þá verða húsin tóm eftir. Stjórnendur sögöust ætla aö auka vinnslu Á starfsmannafundi s.l. vor, vom stjómendur fyrirtækisins spurðir hvort stæði til að loka fiskvinnslunni í Sandgerði. Svörin þá vom NEI, NEI. til stendur að auka vinnsluna hér, sögðu þeir. Annað hefur kom- ið á daginn. Það væri gaman að vita hversu margir starfs- menn af Suðumesjum vom á launaskrá hjá fyrirtækinu fyrir 2-3 árum síðan og hversu margir þeir verða um næstu áramót þegar síðustu upp- sagnimar taka gildi. Losa sig viö „nei- kvæöa” starfskrafta Staðreyndin er sú að einn stærsti atvinnurekandi á sviði sjávarútvegs á Suðumesjum, H.B. Miðnes, s.l. áratugi er farinn af svæðinu. í>eim leið- ist það ekkert, stjómarmönn- um ofan af Akranesi, eins og þeir orðuðu það á starfs- mannafundi 23.september s.l., þar sem öllum starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp störfum með dags fyrirvara. Flestum verður boðin vinna í loðnuþurrkuninni. EN þeir ætla að sér að losa sig við alla neikvæða starfskrafta. ÞVI- LÍKUR HROKI. Hvar var verkalýðsforinginn þá? Er allt þetta staifsfólk sem misst hef- ur vinnuna s.l. mánuð svona neikvætt? Margt af þvf hefur starfað hjá fyrirtækinu í ára- tugi. Það fer nú bara unt mann, sér- staklega þegar horft er til þess að H.B. er eitt stærsta fyrir- tækið í sjávarútvegi á landinu, einn stærsti kvótaeigandinn. Sefur verkalýósforyst- an og bæjarstjórn? Þess vegna spyr ég formann V.S.F.S., hvað meinar þú þeg- ar þú segist ekki vita til þess að neinum hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu? Og frá Bæjarstjórn Sandgerðis heyrist ekki neitt. Ég trúi því ekki að bæjarstjórnin sé ánægð með ástand ntála. Ætla þeir bara að bíða þangað til sama ástand skapast hér í Sandgerði eins og víða er í öllum sjávarplássum á ís- landi? Fyrir alla muni VAKN- IÐ, og farið að gera eitthvað. Til þess eruð þið kosnir. Með kveðju og von uin bætt atvinnuástand í Sandgerði. Verkakona hjá H.B. Namskeið hja felagi myndlistarmanna Félag myndlistarmanna verður með kynningu á haust- námskeiðum að Hafnargötu 2 í kvöld, fimmtudag. Kynnt verða námskeið í bonsaic, leðri, útskurði og tálgun. Námskeið fyrir unglinga 12-15 ára verða í grunnteikningu og málun. Nánari upplýsingar veita Anna María (421-3355), Reynir Katrína (421-7141 og 861 -2004). Opið laugardag 11-iJ Nýtt kortatímabil Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.