Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 14.10.1999, Síða 9

Víkurfréttir - 14.10.1999, Síða 9
Arangur í skolastarfi Hitaveita Suðurnesja Brekkustíg 36 - Sími 422 5200 -aðalefni aðalfundar SSS sem fram fer í Keflavíkum helgina. Meginumfjöllunarefni fundarinns verður “ árangur í skóla- starfi“, sagði Skúli Skúlason, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum en aðalfundur sam- bandsins \ erður í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja föstudag og laugardag. „Það er ljóst að nú standa yfir miklar fjárfestingar við einsetn- ingu grunnskólanna og það eru bundnar miklar væntingar við að árangur í skólastarfinu aukist samhliða þessum breytingum. Sveitarfélög eins og Reykjanes- bær hefur skýra framtíðarsýn í gegnum sína skólastefnu, með áformum um samningsstjómun og fleira mætti nefna. Markvisst þróunarstarf er að aukast í skól- um á svæðinu og allt er þetta liður í því að gera Suðumesin byggilegri, bæði fyrir þá sem hér alast upp og þá sem hingað vilja flytjast. A laugardeginum verða 4 fyrirlestrar um skólamál sem örugglega verða sveitar- stjómarmönnum gagnlegir". Aukin útgjöld Skúli segir að annað mál sem fara þurfi vel yfir séu tekju- stofnar sveitarfélaganna. „A síðustu árum hefur ríkisvaldið samþykkt lög og reglugerðir sem kallað hafa á aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin. Bara það að hækka sjálfræðisaldur úr 16 ámm í 18 ár kallar á aukin út- gjöld úr sveitarsjóðum, annað dæmi er þegar lífeyrissparnaður al- menma starfsmanna skuli ekki skattlagður. Það minnkaði út- svarstekjur sveitarfélaga o.s.frv. Aætlað er að ráðstafanir ríkisins á síðustu 9 árum hafi minnkað tekjur sveitarfélaganna um 16 milljarða. A sama tíma eru verkefni eins og skólamálin að færast frá ríkisvaldi til sveitarfé- laga. Tekjustofnar sveitarfélag- anna þurfa sannarlega að aukast og ríkisvaldið verður að koma á móts við sveitarfélögin." Reykjanesbrautin Skúli segir menn hafa verulega áhyggjur af tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar. „I þessari miklu umræðu um að draga saman í framkvæmdum vegna þennslunnar hef ég áhyggjur ef seinka á áfonnum um tvöföld- unina. Við Suðurnesjamenn höfum viijað flýta þeim fram- kvæmdum. Það er deginum ljósara að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur sprengt allt utan af- sér og líka vegna Schengen ætl- urn við að stækka hana. Það er að mörgu leiti sama umferð sem fer um Reykjanesbraut og um flugstöðina. Tölur frá vegagerð- inni sína um 8 % aukningu á umferð milli áranna 1997 - 1998. Áriðl997 fóm 5870 bilar um brautina á sólarhring en 6330 árið 1998. Á sama hátt er það öryggisatriði fyrir vegfar- endur að tvöfalda en á árunum 1992-1996 vom að meðaltali 40 slys á brautinni á kaflanum frá Krísuvík til Keflavíkur.“ Stórar ákvarðanir hafa þegar verið teknar varðandi málefni Sorpeyðingarstöðvarinnar en Skúli á ekki von á að málefni hennar verði mikið til umræðu á aðalfundinum. Þau mál eru í vinnslu hjá stjóm stöðvarinnar. Þó er geysileg vinna framundan hjá okkur í nýju umhverfi. Við höfum sett markið á að byggja flokkunarstöð og brennsluofn samkvæmt ítrustu umhverfis- kröfum umhverfiskröfum." Samstarf sveitarfélaganna Á síðasta aðalfundi var mikil umræða um samstarf sveitarfé- laganna á Suðumesjum og þið, fulltrúar Reykjanesbæjar tölduð ákveðin tímamót í Ijósi stærðar Reykjanesbæjar innan sam- starfsins. „Samstarfið hefur gengið ágæt- lega á árinu. Línur hafa skýrst að mínu viti milli Reykjanes- bæjar og hinna sveitaifélaganna ef svo mætti að orði komast. Nú bíður okkar samstarf við samtök sveitarfélaga á suður- landi vegna breytts kjördæma- skipans og því líklegra í mínum huga en hitt að SSS þróist áfrarn í að halda utan um ýmis sam- eiginleg hagsmunamál heldur en rekstur“, sagði Skúli Skúla- son, sem lætur af formennsku santbandsins um helgina en skipt er um formann þess á hverjum aðalfundi. Lögreglan: Unglingar brutusl Inn í Sandgerði Brotist var innf sam- komuhúsið í Sand- gerði s.l. helgi. Inn- brotsþjófarnir hirtu aðallega sígarettur og áfen- gi, sem þar var geymt. Málið telst upplýst, en þarna voru um nokkrir unglingar að verki, búsettir í Sandgerði og Reykjanes- bæ. Einnig var brotist inní leikskólann í Sandgerði á aðfaranótt mánudags. Þjófamir komust inn með því að spenna upp glugga. Þeir tóku með sér Aiwa- kasettutæki, geisladiska sem merktir eru leikskól- anum og Chenon „auto 3001” multi focus mynda- vél. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið. www.vf.is i Hennakvöid 1 i Knattspynnu-1 deildan [ Föstudaginn 22. október stendur [ [ Knattspymudeild Keflavíkur fyrir I herrakvöldi í KK-sal. Boðið verð- | | ur uppá fiskihlaðborð á vegum | I Glóðarinnar og Langbest, ræðu- I I mann kvöldsins.happadrætti, upp- I boð og óvæntar uppákomur. Hús- [ ið opnar klukkan 19:30 og er I miðaverð 3500 krónur. Hægt er að | I nálgast miða á skrifstofu Knatt- | I spymudeildar Keflavíkur í sund- I I kjallara eða panta miða í síma I j 421-5388 eða 698-5352 eða í Ein- j ar í síma 421-4535 og 861-2031. Allir sannir karlmenn eru hvattir I til að mæta og sýna stuðning og | I tryggð við sitt félag. | 1 Knattspyrnudeild Keflavíkur I I________________________| 771 sö/u Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: Körfubíll: Körfubíllinn er Bens 814, árgerð 1989, ekinn um 132.000 km. Körfubúnadurer frá Anton Ruthmann í Þýskalandi, mesta lyfti- hæð er 18m og mesta lyftigeta er 200kg. Bíllinn er til sýnis og skoð- unar að Brekkustíg 36, Njarðvík og nánari upplýsingar gefa Gunnlaugur Óskarsson eða Guðmundur Björnsson. Rafstöð: Rafstöðin er Caterpillar 3406, dísel- rafstöð, 130kW, árgerð 1983. Rafstöðin er lítið notuð og er til sýnis og skoðunar í orkuverinu í Svartsengi þar sem Hreinn Halldórsson gefur nánari upplýsingar. Trésmíðavél: Vélin er lítið notuð sambyggð trésmíðavél (sög, hefill, fræsari, bor), Robland-K26, árgerð 1984. Vélin er til sýnis og skoðunar í í orkuverinu í Svartsengi þar sem Hreinn Halldórsson gefur nánari upplýsingar. Tilboð má gera hvort sem er í einn hlut, tvo eða alla og þau skal senda til innkaupadeildar, Brekkustíg 36, 260 Njarðvík eigi síðar en þriðjudaginn 2. nóvember n.k. Hitaveitan áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Hitaveita Suðurnesja Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, Reykjanesbæ Sími: 422 5200, bréfasími 421 4727 Sími í orkuveri: 426 8611 AFMÆLI Fösludaginn 15. október 1999 verður Sigurður Vilhjálmsson kafari 60 ára. Vill fjölskvldan lians óska honutn til hatningju með áfangann og vonuin við að þú eigir annað eins eftir. Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.