Víkurfréttir - 14.10.1999, Page 10
Glæsileg málverkasýning
í Svarta Pakkhúsinu
Jóhann Smári heldur tónleika
í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Eyrnakt
fyrir tónlistarunnendur
á Suðurnesjum
Þessa daga stendur yflr mál-
verkasvning í sal myndlistar-
félagsins, Svarta I’akkhúsinu
í Keflavík. I*ar sýna Sigurfríð
Rögnvaldsdóttir (Fríða) og
Sigurbjörg Gunnarsdóttir
(Bagga) verk sín. Þarna eru
greinilega iniklir listamenn á
ferð því myndirnar eru hver
annarri fallegri. Aðsókn hefur
farið fram úr björtustu von-
um, 200 manns hafa þegar
komið á sýninguna, og þær
hafa selt um 18 verk. Fríða
segir peningana koma sér vel,
því hún er á leið til Belgíu,
þar sem hún hyggst húa og
vinna að listsköpun.
„Við ákváðum í vetur að stíga
þetta skref og halda einkasýn-
ingu á verkum okkar. Við erum
búnar að vera að vinna að und-
irbúningi hennar allt þetta ár",
sagði Fríða þegar hún var spurð
að því hvers vegna þær hefðu
farið út í að halda sýningu.
Þetta er fyrsta einkasýning þeir-
ra beggja en Fríða tók þátt í
samsýningu fyrir nokkrum
árum, í Risinu við Hverfisgötu í
Reykjavík.
Fríða segist hafa málað og
teiknað ffá því hún man eftir sér
en að hún hafi ekki kynnst al-
vöruteikningu og litameðferð
fyrr en hún fór að vinna í Bað-
stofunni fyrir tólf árum síðan.
Bagga byrjað í Baðstofunni árið
1991.
En hvað er Fríða að fara að gera
í Belgíu? „Maðurinn niinn fékk
óvænt vinnu í Liege í Belgíu og
ákvað að drífa sig. Við erum
búin að selja húsið okkar og
búin að finna húsnæði ( bæ
skammt frá Liege. Við
komumst svo í samband við
konu sem er listamálari og
mjög virk í listasamfélaginu
þama. Hún ætlar að vera búin
að opna fyrir mér ýmsar leiðir
þegar ég kem út”, sagði Fríða
og hlakkar auðheyrilega mikið
til að takast á við þetta verkefni.
En hvert stefhir Bagga? „Það er
ómögulegt að segja hvað mér
dettur í hug. Það gefur mér
mikið að mála og ég fæ alveg
helling út úr því að fara í annan
heim”, sagði Bagga.
Bagga og Fríða viðurkenna
báðar að vera forfalinir golfarar
og sjá mest eftir að hafa eytt
sumrinu í að undirbúa sýning-
una. Þær eru sammála um að
næsta sýning verði ekki haldin
að hausti til. En fá þær ekki inn-
blástur úr golfinu? Þær segja að
svo sé og að golfið hreinsi al-
veg hugann og oft fái þær góðar
hugmyndir á golfvellinum.
Allir em hjartanlega velkomnir
á sýninguna sem er opinn frá
klukkan 20:00-22:00 á virkum
dögum og frá klukkan 14:00-
18:00 um helgar. Síðasti sýn-
ingardagur er sunnudagurinn
17.október.
Framhaldsnám
í London
Jóhann Smári Sævarsson, stór-
söngvari, er nú kominn aftur
heim eftir að hafa numið og
starfað við óperusöng erlendis
um árabil. Hann stundaði nám
íTónlistarskólanum í Keflavík,
Nýja Tónlistarskólanum í
Reykjavík og fór í framhalds-
nám í óperudeild Royal Col-
lege og Royal Academy of
Music í London. Þaðan lauk
hann próft sem einsöngvari og
óftemsöngvari.
Starfaói í Þýskalandi
og víóar
Að námi loknu fór hann á
samning hjá Kölnaróperunni
og söng þar í þrjú ár. Jóhann
hefur einnig starfað töluvert í
Þýskalandi og kom m.a. fram í
Kölnarfílharmoníunni með
Guerzenich Orchester. með
vestur-þýsku útvarpshljóm-
sveitinni og sem gestasöngvari
í Bonn og Nuernberg. Hann
hefur einnig sungið einsöng,
hlutverk Fígarós í Brúðkaupi
Fígarós, með Lundúnarfíl-
L
Sigurfríð Rögnvaldsdóttir (Fríða)
og Sigurbjörg Gunnarsdóttir (Bagga)við verksín.
VF-mynd: Glúmur
\ Tólt nýjir
| meðlimir í
: Systrafélagi
i Njarðvíkurkikju
Dagsnámskeið fyrir atvinnurekendur og stjórnendur fyrirtækja á Suðurnesjum:
NYSKOPUN
- leiðir til árangurs
Páll Kr. Pálsson,
hagverkfræðingur
Aðalfundur Systrafé- I
lags Njarðvíkur- j
kirkju (Innri) var
haldinn þann |
1 l.október s.l. Fonnanns- |
skipti fóru fram þegar I
Kristjana Gísladóttir lét af I
störfum eftir þrjú ár og j
þökkum við henni vel
unnin störf. Við tók Kol- |
brún Lind Karlsdóttir og |
bjóðum við hana vel- I
komna. Þrjátíu og þrjár I
konur voru starfandi í lé-
laginu og tólf styrktarmeð-
limir. Svo gerðist sá ein- (
stæði atburður, á umrædd- |
um fundi, að tólf nýjar I
konur gengu í félagið og I
bjóðum við þær velkomn- 1
ar. Þannig að nú eru 45
konur starfandi, eða 57
með styrktarmeðlimum.
I---------------------------1
Umgjörð ehf., ráðgjafa-
þjónusta stendur fvrir
nániskeiði um nýsköp-
un í Eldborg í Svarts-
engi á fimmtudag í næstu
viku. Kvnnt verður hug-
myndafræði nýsköpunar og
þær aðferðir sem best duga.
Námskeiðið er haldið í sain-
starfi við Pál Kr. Pálsson,
framkvæmdastjóra sem jafn-
framt er leiðbeinandi ásamt
Þórhalli Guðlaugssyni, mark-
aðsfræðingi.
„Þetta verðum skemmtilegt og
lifandi námskeið sem á eftir að
koma að góðum notum. Við
munum gefa nýja sýn í sam-
keppnina”, sögðu námskeiðs-
haldarar í samtali við blaðið en
á námskeiðinu verður rætt al-
mennt um gildi og vægi ný-
sköpunar sem og að sinna henni
ekki. I frétt vegna námskeiðis-
ins segir að stjómendur í fyrir-
tækjum standi frammi fyrir sí-
fellt flóknara rekstrammhverfi.
Það sé staðreynd þótt margir
eigi eiíitt með að sætta sig við
hana. Þeir sem stundi atvinnu-
rekstur viti að hægagangur jafn-
gildir dauða. Hiða sama eigi við
um þekkinguna. Hún eldist
hratt. Við þessar aðstæður er
áríðandi að fyrirtæki hyggji sí-
fellt að nýsköpun og
þekkingaröflun. Þekking leiðir
til nýsköpunar og nýsköpun
kallar á nýja
þekkingu.
Það em þeir Páll Kr. Pálsson og
Þórhallur Guðlaugsson sem sjá
um að gera
námskeiðið í senn lærdómsríkt
og eftirminnilegt.
Páll Kr. Pálsson, hagverkfræð-
ingur hefur yfirgripsmikla
þekkingu á viðfangsefninu og
reynsla hans sem framkvæmda-
stjóri ýniissa fyrirtækja og
stofnana kemur að góðum not-
um. Einnig hefur Páll staðið
fyrir fjölda námskeiða og fyrir-
lestra um þetta
viðfangsefni.
Þórhallur Guðlaugsson, mark-
aðsstjóri hefur um nokkurra ára
skeið stýrt þróunar- og mark-
aðsstarfi Strætisvagna Reykja-
víkur. Hann hefur jafnframt
stundað kennslu og
námskeiðahald í Tækniskóla Is-
lands og við Endurmenntunar-
stofnun Háskólans.
Þórhallur hefur reynslu af við-
skiptaráðgjöf og hefur góða
innsýn í rekstur
og þróun fyrirtækja.
Námskeiðið verður haldið í
Eldborg. Orkuveri Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi,
fimmtudaginn 21. okt. 1999 og
stendur frá kl. 09:00 til 18:00.
Skráning fer fram hjá Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum í
síma 421-7500.
10
Víkurfréttir