Víkurfréttir - 14.10.1999, Side 17
Utmpsstöðin FM957 bauð hlustendum
sínum í bíó til Keflavikur sl. föstu-
dagskvöld. Fjölmennt var með rútum til
Keflavikur til að sjá Runaway Bride. íhléi
■ var boðið upp á pizzur frá Pizza 67 og
[ hressingu í boði Sambíóanna...
---------|-------------------—
Pizza 67 veisla i hlei
i______________________
Víku rf’réttir
Jóni M. Harðarsyni var
veitt takmarkað áfengis-
veitingaleyfi til 2 vikna,
á aukafundi bæjarstjómar
Reykjanesbæjar sl. föstudags-
kvöld. Jón neitar að taka við
Ieyfinu. Tvær tillögur voru
lagðar fram, en báðar felldar.
FuIItrúar J-listans mótntæltu
harðlega fundarsköpum þegar
forseti bæjarstjórnar gerði
fundarhlé til að meirhlutinn
gæti hugsað upp nýja tillögu.
Þeir neituðu að greiða at-
kvæði þegar hún var lögð
fram, en aðrir bæjarfulltrúar
greiddu allir atkvæði með
henni.
Jón M. Harðarson veitinga-
maður sótti um áfengisveit-
ingaleyfi fyrir fyrirtæki sitt
Strikið hf. í Grófinni. Kefla-
vík. fyrir nokkmm vikum síð-
an. Hann hatði þegar uppfyllt
öll skilyrði til reksturs
skemmtistaðar. Jón kom fram
í fjölmiðlum áður en málið fór
til afgreiðslu hjá bæjarstjóm
Reykjanesbæjar, og skýrði frá
því að hann hyggðist opna
nektardansstað.
Bæjarstjóm tók málið til um-
fjöllunar 21.september sl. og
synjaði Jóni um leyfið.
Jón kærði niðurstöðu bæjar-
stjórnar fyrir úrskurðamefnd
um áfengismál. Úrskurðar-
nefnd felldi úr gildi ákvörðun
bæjarstjórnar um að synja
Jóni M. Harðarsyni um áfeng-
isveitingaleyfi og lagði fyrir
bæjarstjóm að veita umrædd-
urn veitingamanni leyfið.
A fundi bæjarstjórnar, föstu-
daginn 8.október, lögðu bæj-
arfulltrúar meirihlutans fram
tvær tillögur urn áfengisveit-
ingaleyfi fyrir Strikið hf.
Böðvar Jónsson (D) lagði til
að Jóni M. Harðarsyni yrði
veitt leyfi til eins árs og heim-
ilaður tínti áfengis yrði frá
klukkan 12:00 á hádegi til
01:00 á virkum dögum og frá
klukkan 12:00-03:00 um
helgar. Tillagan var felld, 5:6.
Næst lögðu Skúli Þ. Skúlason
(B), Ellert Eiríksson (D) og
Jónína Sanders (D) fram til-
lögu sem fól í sér að Jóni yrði
veitt leyfið til eins árs og sala
á áfengis væri leyfð frá klukk-
an 10:00 á morgnana til 23:00
dag hvem. Sú tillaga var ein-
nig felld, 3:4 og fjórir sátu hjá.
Fulltrúar minnihlutans tóku
allt annan pól í hæðina (að
Olafi Thordersen frátöldunr
sem lagði fram bókun þess
efnis að veita ætti Jóni leyfið)
og sögðu að málið væri þegar
afgreitt að þeirra áliti. Þeir
drógu niðurstöðu úrskurð-
arnenfndar í efa og Jóhann
Geirdal (J) varpaði þeirri
rassi es—.—
\m\ ; l
raf þessum
ieð ftillu vinv
^IMléiðBmi a ttfof i Þ nílf a f þessum
iiæyair.tiuiiiiit'iiiiíuingeiriUPii)eo tLiiiu vm-
VieitintjaTeyfrnrhanda Jóni en
Jóitina Satiders gireiddi því ekki
atkvæði og vill eingiöngu veita Jóni
M. Haröarsyni timahundið leyfi.
VF-tölvumyindir: hbb
Nektardansstaðurinn Casino:
Fundiir bæjarstjónar RevkianesBj
Itæjar var i meira lagi fjöiiu[g,tirjl
Sisfttdag ItegaJbæjtn^^'
komsajngnmyBomM|
,_eifjn aWCTagflSasi
■ .P'r.'íiiSlBMiliPnsTaiis aö*s!tliliíBÍ
irftfjú m. J-listinn er e i n socj
jnjeirihlutinn klofinn í m;iliiui-|]'ar
QJ.afur ThorderseiwjréTddi vín-
g^aleyJ.i.nn'sTtt atkvæði.
ns
ssmnainj
§@[H0
spumingu fram hvort bæjar-
stjórn hefði vald til að veita
slíkt leyfi eða hvort bæjarfull-
trúar væm einhvetjar strengja-
brúður. „Okkur ber ekki skyl-
da að veita slík leyfi, enda er
umræddur skemmtistaður
ekki sambærilegur við aðra
skemmtistaði f bænum. Við
eigum heldur ekki að vera
tímaverðir fyrir Dómsmála-
ráðuneytið. Það er akkurat
enginn munur á hvort við
veitum takmarkað eða fullt
áfengisveitingaleyfi”, sagði
Jóhann Geirdal. Ellert Eiríks-
son bæjarstjóri svaraði orðum
Jóhanns á þá leið að bæjar-
stjórn ætti að hlýta þessum
niðurstöðum athugasemda-
laust, það væri lýðræði.
Mönnum var heitt í hamsi á
fundinum og sumir fundar-
gestir gátu ekki setið á sér að
tjá sig um málið. Skúli Þ.
Skúlason, forseti bæjarstjóm-
ar, áminnti gesti um að hafa
hljóð og ákvað að gera fund-
arhlé til þess að meirihlutinn
gæti hugsað upp aðra tillögu,
því hinar höfðu báðar verið
felldar. Kristján Gunnarsson
mótmælti þessum fundar-
sköpum og sagði að málinu
væri lokið. Forseti svaraði því
til að |x:im væri skylt að Ijúka
málinu. BæjarfuIItrúar greid-
du þá atkvæði um hvort taka
ætti fundarhlé eður ei. Allir
samþykktu fundarhlé nema
fulltrúar J-listans.
Eftir rúman klukkutíma gengu
fulltrúar meirihlutans aftur inn
á fundinn og lögðu fram til-
lögu um að Jóni M. Harðar-
syni yrði veitt takmarkað vín-
veitingaleyfi til tveggja vikna.
Þá steig Jóhann Geirdal aftur í
pontu og lagði fram bókun
minnihlutans. í henni kom
fram að fulltrúar J-listans ef-
uðust um réttmæti síðari hluta
fundarins þar sem dagskráin
hefði verið tænid. mælenda-
skrá lokað og afgreiðslu lokið.
Þeir töldu því að niðurstöður
síðari hluta fundarins væru
ógildar, hverjar sem þær yrðu.
Tillaga meirihlutans var borin
undir atkvæði og samþykkt
7:4.
Að fundi loknum sagðist Jón
M. Harðarson ekki ætla að
opna staðinn nema hann fengi
fullt áfengisveitingaleyfi.
Hann sagðist einnig ætla að
halda áfram að reka málið og
telur sig hafa verið beittan
órétti við afgreiðslu málsins.
Endanleg niðurstaða í þessu
umtalaða máli virðist því ekki
vera í sjónmáli.
Sjá einnig www.vf.is
-Jón ætlar ekki að opna fyrr en hann fær fullt leyfi
Bæjarsip sam-
jiykkir takmarkal
áfengisveitingaleyfi