Víkurfréttir - 03.11.1999, Blaðsíða 6
MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR
ÁSUÐURNESJUM
MSS - Þekking í þína þágu
NÁMSKEIÐ
UMÖNNUN ALDRAÐRA,
M/ðstöð símenntunar á Suðurnesjum mun
halda valgreinanámskeið fyrir ófaglært
starfsfólk við umönnun aldraðra og langsjúkra.
Félagsmálaráðuneytið hefur veitt styrk til
námskeiðsins í tilefni árs aldraðra.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur
og nágrennis og er jbað þátttakendum
að kostnaðarlausu.
Námskeiðið hefst 17. nóvember og verður
i nóvember og fram haldið í janúar og
febrúar á næsta ári alls 70 kennslustundir.
Ekki verður kennt í desember.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem
starfa við öldrunarþjónustu, en jbað er einnig
ætlað fyrir jbó sem hug hafa á störfum á
þeim vettvangi og gefur jbeim meiri möguleika.
Námskeiðið gefur a.m.k. eins launaflokka
hækkun samkvæmt samningi VSFK.
Þátttakendur á námskeiðinu fá
viðurkenningaskjöl fyrir a.m.k. 80% mætingu.
Heilbrigðisstofnun Suðurnes/a, Dvalarheimili
aldraðra á Suðurnesjum og Reykjanesbær
hvetja starfsmenn sína til jbess
að sækja námskeiðið.
Skráning og nánari upplýsingar:
Sími 421 7500,
tölvupóstur: mss@mss.is
heimasíða: www.mss.is
að fá smart skó á böm og ung-
IMýjir
eigendur
Do Re Mí
í Keflavík
„höfum fengið
frábærar viðtökur“
Sara Reginsdóttir og Jón Elís
Guðmundsson opnuðu versl-
unina Do Re Mí á Hafnargötu
54 í Keflavík þann 13. sept-
ember s.l. Þau reka einnig
verslanir undir sama nafni í
Faxafeni og í Kringlunni í
Reykjavík, á Selfossi og í
Mosfellsbæ. í Do Re Mí fást
falleg og vönduð föt fyrir
böm og unglinga á aldrinum
0-14 ára.
Sara Reginsdóttir sagði að
það væri í bígerð að opna
fleiri Do Re Mí verslanir á
landinu, og stutt í að tíunda
Do Re Mí verslunin opni en
þær eru staðsettar vfða um
land. Hún sagði það vera
steffiu verslunarinnar að bjóða
góða þjónustu og hálfsmánað-
arlega væm ný tilboð í gangi.
Falleg föt á böm og unglinga
Verslunarstjóri Do Re Mí í
Keflavík er Bryndís Líndal.
„Við erum mest með föt frá
dönskum og breskum fram-
leiðendum, merki eins og
motion WEAR, Kids-up,
Interval, FIXONI, Lily by
Lily, Atheletic Sports, Dexel
o.fl. Unglingadeildin okkar er
alveg ný og fæstir vita að við
bjóðum einnig upp á flott föt
og fylgihluti fyrir þann aldurs-
hóp”, sagði Bryndís og nefndi
m.a. töskur sem em með sér-
stöku gemsahólfi sem hafa
slegið í gegn hjá unglingun-
um.
Do Re Mí er ekki eingöngu
fatabúð því þar er einnig hægt
linga. „Við erum með fjöl-
breytt úrval af skóm á bæði
kynin. Inniskó, kuldaskó og
stígvél frá Star Wars og skó
frá Skechers, svo eitthvað sé
nefnt’’, sagði Bryndís og bætti
við að þau væm líka með fal-
legt skart fyrir stelpur, allt íyr-
ir ungbömin, leikföng frá hinu
þekkta merki fehn og bókstafi
með dýrum sem hafa verið
mjög vinsælir hjá smáfólkinu.
Bryndís sagði að verslunin
hefði fengið mjög góðar við-
tökur frá því að hún var opn-
uð í september og á næstu
dögum kæmu jólafötin í búð-
ina.
Fjórtán sóttu um
Reykjaneshöllina
Fjölmargar umsóknir bárust
eftir að staða umsjónarmanns
Heiðarskóla- og Myllubakka-
skóla og Reykjaneshallarinn-
ar var auglýst. Jónínu Sand-
ers, Kjartani Má Kjartanssyni
og Jóhanni Geirdal falið að
fara yfir umsóknir og velja úr
þá umsækjendur sem kallaðir
verða til viðtals. Eftirfarandi
aðilar sóttu um stöðu umsjón-
armanns:
Borgar Lúðvík Jónsson, Einar
Haraldsson, Guðbrandur J.
Stefánsson, Guðmundur Sig-
hvatsson, Gunnar Öm Guð-
mundsson, Jóhann K. Torfa-
son, Jón Kristinnn Magnús-
son, Jónína Olsen, Jósep Val-
geirsson, Heimir L. Hjartar-
son, Helga Sveinsdóttir, Lára
E. Yngvadóttir, Rúnar Helga-
son og Tryggvi Þór Bragason.
IMytt
dótturfélag
Hitaveitu
Suðurnesja
og Softu
Á síðasta stjómarfundi Hita-
veitu Suðurnesja þann 14.
október s.l., kynnti Júlíus
Jónsson, forstjóri HS, hug-
mynd Softu efh. um stofnun
dótturfélags. Softa er hrað-
vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki
og Hitaveita Suðurnesja á
27,78% hlut í því. Hlutverk
hins nýja dótturfélags verður
að aðstoða notendur við að
koma gögnum sínum inn í
DMM forritið, svo það nýtist
þeim að fullu. Stjóm HS sam-
þykkti þetta tillögu og að
leggja í dótturfyrirtækið, sem
svarar sama hlut og hún á f
Softu ehf.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23,260 Njarðvík, sími 4214717, fax 4212777
fíitstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, sími 898 2222 • Blaðamenn: Silja Dögg
Gunnarsdóttir • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, Jónas Franz Sigurjónsson. Umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, Bragi Einarsson.
Útlit, umbrot og litgreining: Víkurfréttirehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf. • Stafræn útgáfa: www.vf.is
6
Víkurfréttir