Víkurfréttir - 03.11.1999, Blaðsíða 19
Bikarúrslitaleikur í körfunni sem var leikinn of snemma!
Páll tók völdin og
Keflvíkingap lágu!
Njarðvíkingurinn og lands-
liðsmaðurinn, Páll Kristins-
son, átti stórleik í seinni hálf-
leik gegn erkifjendunum Kefl-
víkingum og tryggði bikar-
meisturum áframhaldandi vel-
gengni í bikarkeppninni 97-
76.
Leikurinn var í jámum fram
undir miðjan seinni hálfleik
en þá tóku Njarðvíkingar
sprett með Pál í forystuhlut-
verkinu báðum megin á vell-
inum og náðu 73-61 forystu
með 6 mínútur til leiksloka.
Keflavík fór í ákafa pressu-
vörn sem Njarðvík leysti
ágætlega og Páll kláraði tæki-
færin sem þannig urðu til.
„Mér fannst við leika ágæt-
lega í 28-30 mínútur.Síðustu
tíu mínúturnar lékum við
ntjög illa og erum því úr leik í
bikarkeppninni. Nú einbeitum
við okkur að komandi leikjum
í íslandsmótinu og Eggjabik-
amum”, sagði Hjörtur Harðar-
son í leikslok. Friðrik Rúnars-
son, þjálfari Njarðvikur, var
ánægður. „Ég get ekki annað
sagt en að ég er himinlifandi
með sigurinn. Það er að vísu
hörmulegt hlutskipti fyrir
þessi tvö lið að þurfa að mæt-
ast svona snemma í keppn-
inni. Við komum í leikinn
með ákveðnar áherslur og þótt
það hafi ekki nauðsynlega
gengið sem skyldi í upphafi
hélt liðið einbeitingunni og
hlutimir smullu saman á
réttum tíma.”
Sigurður Ingimundarson,
þjálfari Keflvfkinga, hefur í
mörg hom að líta þessa dag-
ana, hraðlestin hans vart
mjakast úr sporunum og er
liðið f stökustu vandræðum að
skora stig. Skyttumar eru að
bregðast og ógnin í teignum
óstöðug og fylgir að mestu
villustöðu Fannars Olafssson-
ar.
Með hann langtímum á
bekknum mætti lýsa stig skor-
uð í teignum sem dýrategund
í útrýmingarhættu. Styrkleiki
Njarðvíkinga kom vel í Ijós í
leiknum, þeir sigruðu eitt
besta lið landsins án merkjan-
legs framlag Bandaríkja-
mannsins Jasons Hoover sem
náði sér engan veginn á strik.
Njarðvíkingar ekki
tilbúnir í úrslitaleik
Grindvíkingar
einir taplausir
Útlendingslausir nýliðar
Hamars komu bikarmeistur-
um Njarðvíkinga í opna skjöl-
du í Hveragerði en reynslan
og breiddin færði Njarðvík-
ingum nauman sigur 80-76.
Hamarsmenn mættu til leiks
eins og um úrslitaleik væri að
ræða, seldu blíðu sýna dýrt,
og „stórliðið” með alla sína
landsliðsmenn komst hvorki
lönd né strönd langtímum
saman. „Það verður ekki af
Hamarsmönnum tekið að þeir
börðust alveg rosalega og
spiluðu á köflum vel. Þetta er
lið sem er keyrt áfram af
hungri til að standa sig og
mættu margir taka þá sér til
fyrirmyndar. Þar fór ekki mik-
ið fyrir varnarleik hjá bak-
vörðunum mínum og það er
alveg ljóst að sumir þurfa að
gera það upp við sig hvort
þeir hafi yfir höfuð einhvem
metnað til að spila gegn fyrir-
framtöldum slakari liðum.
Stóru mennimir okkar börðust
vel í vörninni og tóku frá-
köstin en var gersamlega fyr-
irmunaðað koma knettinum í
körfuna að þessu sinni”, sagði
Friðrik Ingi þjálfari.
Sauðkræklingurinn Ómar Sig-
marsson átti sinn besta leik á
ferlinum gegn sofandalegum
bakvörðum Njarðvíkinga og
skoraði 7 þriggja stiga körfur.
Jason Hoover sýndi vart betri
sóknartilburði en Rodney
Dean (sem var áhorfandi) en
stóð sig vel vamarmeginn og
halaði inn 15 fráköst. Ætli það
sé uppsagnarfrestur í starfs-
samningi hans?
Kominn tími
á reglu-
breytingar
Lágt stigaskor í fyrstu umferð-
um EPSON-deildarinnar sýnir
svo ekki verður um villst að fín
tímasetning er á fyrirhuguðum
reglubreytingum FIBA, sem
öllum er ætlað að hraða leikn-
um. Skotklukkan verður 24 sek-
úndur í stað 30
sekúndna, 8 sekúndur verða
gefnar til að koma knettinum á
framvöll í stað 10 núna og leik-
ið verður f 4 leikhlutum í stað 2.
Þá þarf aðeins að hafa hvern
leikhluta 12 mínútur og banna
svæðisvörn og við verðum
komnir með mini-NBA deild á
íslandi.
Einar Einarsson og aðrir
Grindvíkingar hljóta að brosa
í kampinn þessa dagana. Auð-
veldur 90-76 sigur gegn Borg-
nesingum tryggði þeim efsta
sætið o eru þeir nú eina tap-
lausa liðið í deildinni. Brenton
Birmingham hvetur
landsmenn til að líta á 38 stiga
meðaltalsskor sem eðlilegasta
hlut hjá honum, ekki óvenju-
legt afrek sem fæstir leikmenn
ná á ferlinum. “Þetta var ekki
fallegur leikur og vamarleikur
okkar alls ekki nógu góður.
Borgnesingar voru betri mest-
an hluta leiksins en við náðum
að snúa leiknum okkur í hag
þegar máli skipti, í lokin, og
hala inn vinninginn” sagði
Brenton í leikslok.
58 stig hja
Keflavík
Keflvíkingar fengu enn ein
skilaboðin um að þeir séu
ekki með eins sterkt lið og á
síðasta ári þegar ungt lið
KR hélt þeim í 58 stigum
og sigraði 64-58. Engin af
stórskyttum Keflvíkinga
náði sér á strik í leiknum og
án þeirra vinna Ketlvíkingar
ekki marga leiki þar eð leik-
ur þeima byggist á hraða og
langskotum. Elentínus Mar-
geirsson var bestur Keflvík-
ingar en Chianti Roberts
verður að vera stöðugri ógn
í teig andstæðingana til að
skotfæri skyttnana verði af
hærri gæðaflokki.
Epson-deildin
Keflavík - Hamar
íþróttahúsinu Keflavík
föstudaginn 5. nóv. kl. 20
# Sallver Langbest^
v, _ y Útgerð - rækjuvinnsla Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777
l.deild kvenna
Keflavík-Grindavík
íþróttahúsinu Keflavík
laugardaginn 6. nóv. kl. 18._
Víkurfréttir
19