Víkurfréttir - 18.11.1999, Síða 6
Athugasemd frá VÍS vegna ummæla lögfræðings Vignis Skúlasonar sem lenti í umferðaslysi í Hvalfirði:
Eai gfærslur og át ikanir
hj a lögfræðingi ¥lgials
í 44. tbl. Víkurfrétta er birt
viðtal við Vigni Skúlason og
lögfræðing hans, í tilefni af
umferðarslysi, sem Vignir
lenti í 3. júní 1994. Það er
venja hjá Vátryggingafélagi
Islands að fjalla ekki um mál
einstakra tjónþola í fjöl-
miðlum, en þar sem ýmsar
rangfærslur og ásakanir
koma fram í þessu viðtali sér
Vátryggingafélag Islands sig
knúið til að víkja frá þessari
venju.
Vignir varð fyrir mjög alvar-
legum meiðslum í umræddu
slysi. Sá sem valdur var að
slysinu var með ábyrgðartrygg-
ingu hjá VIS, og er því skylda
félagsins að greiða bætur fyrir
tjón hans og um það hefur
aldrei verið ágreiningur að
Vignir ætti rétt á fullum bótum
fyrir slysið. Félagið hefur frá
slysdegi verið reiðubúið til þess
að greiða Vigni bætur fyrir tjón
hans og fór fyrsta greiðsla fram
19. júlí 1994, 6 vikum eftir
slysið. VÍS hefur frá þeim tíma
fram til ársloka 1998 greitt
beint til Vignis eða til lög-
manns hans samtals kr.
4.010.000.-. Auk þess hefur
félagið endurgreitt honum allan
útlagðan kostnað vegna læknis-
meðferðar o.fl. og vélhjólið var
greitt þann 15. júlí 1994.
Lögmaður Vignis stóð að því
Wnemsiuum
's SklUsonar úr,
I 'x::zyj's“
1 ViT 0lklil»9^kl
að fá einn lækni til þess að
meta afleiðingar slyssins, og
skilaði hann örorkumati 28.
nóvember 1996. Mat þessi
læknir tímabundna óvinnu-
fæmi og veikindatímabil, og
hefur ekki annað mat
farið fram á þeim þát-
tum. Varanlegan
miska mat hann 45%
og varanlega örorku MHS*
einnig 45%.
Lögmaður Vignis
gerði kröfu til
þess að tjónið
yrði gert upp á
grundvelli
þessa mats, en
félagið taldi
ekki rétt að
byggja
uppgjör
tjónsins á
niðurstöðu
eins læk-
nis og
hafði því frumkvæði
að því að leita álits
Örorkunefndar á málinu, en í
henni sitja 2 læknar og einn
lögmaður.
Örorkunefnd skilaði álitsgerð
1. desember 1998, sem fól í sér
að varanlegur miski var metinn
40% og varanleg örorka 60%.
Þegar þessi niðurstaða Örorku-
nefndar lá fyrir, lýsti félagið sig
reiðubúið að ganga til uppgjörs
á grundvelli hennar, en mat
Örorkunefndar var
tilboð unt, að heildartjónið yrði
bætt með kr. 10.345.829.- auk
vaxta og kostnaðar.
Lögmaðurinn hafnaði samn-
ingum um uppgjör á þessum
gmndvelli og stefni málinu
fyrir héraðsdóm í júní 1999.
Almennt ríkir ekki ágreiningur
um, hvemig greiða skuli bætur
vegna umferðarslysa
______________ og fer
mun hag-
kvæmara fyrir Vigni heldur
en fyrra rnatið. Gerði félagið
lögmanni fyrir hönd Vignis
PRETTIR
helgarblað
uppgjor
tjóna af þessunt toga
almennt fram utan réttar. Ef
ágreiningur er um málin, er
réttur vettvangur að leita til
dómstóla, en mjög fá dómsmál
eru þó höfðuð vegna þessara
slysa.
Tilefni þessara athugasemda
félagsins er ekki það, að
málinu haft verið stefnt fyrir
dómstóla, heldur aðeins þær
rangfærslur, sem birtast í grein
Víkurfréttafrá 29. október.
Hér hefur verið rakið, hverjar
greiðslur hafa þegar verið
inntar af hendi, og kemur
félaginu á óvart ef Vignir sjálf-
ur hefur ekki vitneskju um þær,
þótt hluti þeirra haft að vísu
verið greiddur til lögmanns
hans.
Lögmaðurinn leyftr sér að
segja, að félagið hafi viljað
ljúka málinu með greiðslu bóta
að upphæð kr. 3.000.000.-
Fyrir liggur að honum var gert
tilboð um að heildartjónið yrði
bættmeðkr. 10.345.829.-auk
vaxta og kostnaðar.
Lögmaðurinn veit einnig að
félagið hefur þegar greitt upp í
tjónið kr. 4.010.000,- enda
hefur hann sjálfur veitt viðtöku
drjúgum hluta þeirrar fjár-
hæðar. Vátryggingafélag Is-
lands h.f. beinir því almennt til
þeirra aðila er verða fyrir
líkamstjóni vegna umferð-
arslysa, að leita til lögmanns,
með sérfræðiþekkingu á sviði
skaðabótaréttar, jregar til
uppgjörs á tjóninu kemur, enda
er mikils virði lyrir þann
slasaða að hafa sér til aðstoðar
aðila sem er sérfróður á þessu
sviði.
Tiittugu og fiinm
mUljónlr í hafuar-
frainkvæmdir
Bæjarstjóm Sandgerðisbæjar
hefur heimilað hafnarsjóði
lántöku að upphæð 25 millj-
ónir króna vegna fram-
kvæmda á hafnarsvæðinu.
Lánið verður greitt á næstu
sex árum. Tillagan var sam-
þykkt með öllum greiddum
atkvæðum.
Sossa vinsæl
víðar en í
Skandinavíu
Myndlistarkonan Sossa er vin-
sæl víðar en í Skandinavíu því
henni hefur verið boðið að
halda einkasýningu á verkum
sínum í Portúgal á næsta ári.
Sýningar á verkum Itennar
standa nú yfir í Osló og í
Portúgal, en sýningu í Kaup-
mannahöfn er nýlokið. Sú sýn-
ing sló í gegn og nú er spum-
ing hvort Sossa komi, sjái og
sigri í Suður-Evrópu eins og
hún hefur þegar gert hjá ná-
grönnum okkar í norðri.
NY SOLOPLATA FRA
ÞÓRIBALDURSSYNI
Þórir Baldursson Itefur sent frá sér plötuna Hammond-molar,
en hún er gerð í minningu löður Þóris, Baldurs Júlíus-
sonar. Tvö laganna á plötunni eru til-
einkuð Baldri, lögin
Sunnubraut seylján )Al/,
og Frá Sunnuhvoli. *
Auk þeirra má finna
margar sígildar perlur
eins og Vem kan segla
för utan vind, Danny
Boy, Stveitin ntilli sanda,
Ast í meinum og Jónína.
Meðal hljófæraleikara á
plötunni, fyrir utan Þóri
sem leikur á Hammond-
orgel og hljómborð, eru
Ami Scheving á víbrafón, Einar Valur Scheving á trommur,
Jóhann Ásmundsson á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar,
Veigar Margeirsson á trompet og saxófónleikaramir Jóel
Pálsson, Kristinn Svavarsson, Öskar Guðjónsson og Sigurð-
ur Flosason.