Víkurfréttir - 02.12.1999, Page 10
Flugleiðir í nýjum „felulitum“?
Slökkviliðsmenn á
námskeiði í Reykjanesbæ
Á dögunum
var mikil
móttökuat-
höfn vegna
komu fyrstu
vélar Flug-
leiða í nýj-
um og
glæsilegum
litum flugfé-
lagsins. Nýir litir - ný ímynd.
Við sama tilefni var opnuð ný
heimasíða Flugleiða og ný
tímatafla kynnt. Á heimasíðu
Flugleiða og í tímatöflunni má
sjá heimskort með nýju leiðar-
kerfi Flugleiða til austurs og
vesturs.
Á heimskortinu eru áfanga-
staðir s.s. Halifax, New York,
London, Færeyjar o.s. frv., en
textinn yfir íslandi er
REYKJAVÍK INTERNA-
TIONAL AIRPORT. Það er
því sem fyrr með ólíkindum
hvemig Flugleiðir telja sig geta
breytt þekktu nafni á alþjóðleg-
um flugvelli okkar íslendinga
eftir eigin geðþótta, svona í
leiðinni og þeir breyta um liti á
eigin flugvélum.
I ensku tímatöflu félagsins má
m.a. sjá setninguna sem slær
öllu við „Keflavík airport, the
International Airport for
Reykjavík." Hvar er þá „the
International Airport for
Iceland" að finna eða er flug-
völlurinn eingöngu ætlaður
fyrir gesti Reykjavíkur?
I júlí 1994 skrifaði undirritaður
grein í Morgunblaðinu til að
mótmæla tillögum um að nafn
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
yrði tengt Reykjavík. Það voru
aðeins tillögur þá, þó slæmar
væru. Við sem stöndum við
stjórnvölina á Suðurnesjum
munum að sjálfsögðu mót-
mæla gjömingi þessum á rétt-
um vettvangi og fylgja því fast
eftir að rétt nafn á flugvellinum
til nær 60 ára verði skráð á
heimasíðu Flugleiða svo og
annars staðar.
Hafa verður í huga að þrátt fýr-
ir að Flugleiðir leigji stærstu
hótel sín til reksturs í Reykja-
vík þá em ekki allir ferðamenn
á leið þangað - það vita menn.
Alþjólegur flugvöllur í Kefla-
vík er fyrir alla gesti Islend-
inga. Ferðamálayfirvöld hafa
undanfarna mánuði lýst yfir
áhyggjum vegna vaxandi
markaðshlutfalls Reykjavíkur á
kostnað landsbyggðarinnar.
Hér er ein skýring af mörgum -
hér er verk að vinna.
Við Fluleiði vil ég segja: „Ný
ímynd fæst ekki eingöngu með
nýjum litum þó fallegir séu.
Hún fæst með góðri þjónustu,
réttlátri verðlagningu og réttum
upplýsingum til viðskiptavina
sinna.“
Sleinþór Jónsson,
varafonnaður Markaðs- og
atvinnuráðs Reykjanesbœjar
Námskeiðið Slökkviliðsmað-
ur 1, var sett í Kjarna í
Reykjanesbæ í síðustu viku.
Hrólfur Jónsson, formaður
skólanefndar Brunamálaskóla
ríkisins og slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs Reykjavíkur, og
Sigmundur Eyþórsson,
slökkviliðsstjóri Brunavarna
Suðumesja, settu námskeiðið.
Námskeiðið er 114 kennslu-
stundir og er samstarfsverkefni
slökkviliðs Bmnavama Suður-
nesja og Slökkviliðs Reykja-
víkur í umboði Brunamála-
skóla ríkisins. Námið er bæði
bóklegt og verklegt og hefur
Bmnamálaskólinn lánað búnað
til verklegrar þjálfunar.
Fyrrihluti námskeiðsins var
haldinn í Reykjanesbæ í umsjá
Bmnavama Suðumesja og sáu
slökkviliðsmenn frá B.S. og
Slökkviliði Keflavfkurflugvall-
ar um kennsluna. Sextán
slökkviliðsmenn voru á nám-
skeiðinu, þar af sex frá B.S. og
einn frá Slökkviliði Miðnes-
hrepps.
Samkvæmt reglugerð um
menntun, réttindi og skyldur
slökkviliðsmanna verða þeir að
ljúka þremur áföngum í
slökkvifræðum ásamt því að
vinna í ákveðinn tíma í
slökkviliði. Þá öðlast þeir lög-
gildingu sem slökkviliðsmenn.
Þetta er í annað sinn sem B.S.
heldur slíkt námskeið en
ákveðið var með tilliti til hag-
ræðis fyrir slökkviliðin, að fela
stærri slökkviliðum landsins
þetta verkefni til reynslu. Fyrra
námskeiðið var í október s.l. en
þá útskrifuðust 15 slökkviliðs-
menn af námskeiðinu. Þessi
aðferð hefur skilað mjög góð-
um árangri og hefur verið mjög
hvetjandi fyrir þá slökkviliðs-
menn sem að kennslunni
koma.
Irmilegar þakkir til séra Ólafs
Odds, Einars Arnar organista,
Einars Júlíussonar einsöngvara,
Kórs Keflavíkurkirkju og Helgu Bjarnadóttur
meðhjálpara. Sérstakar þakkir til allra ættingja
og vina sem aðstoðuðu og studdu okkur á allan
hátt við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, dóttur, móður og ömmu
Edith Mariu Meadows
Orange Park
Florida
fyrir hönd aðstandenda
Dóróthea Friðriksdóttir, Keftavík
og Dóróthea Jónsdóttir, Grindavík
Flestar verslanir hafa sett upp jólaútsillingar í gluggana. Veðráttan síðustu daga hefur hins vegar
kallað á mjög reglulegan gluggaþvott og hér er verið að fægja og pússa glerið í Sportbúð Óskars.
TIL SÖLU
Iðnaðar eða geymsluhúsnæði í byggingu að Grófinni 6a,
ekið inn frá Bergvegi, skammt frá smábátahjöfninni.
Stærð eininga er frá 85-95m2.
Nánari upplýsingar í síma 421 4242 eða 421 1746