Víkurfréttir - 02.12.1999, Síða 18
Rausnarlegur
styrkur tíl íþrótta-
félagaáSuðumesjum
Bílasala Reykjaness, umboðsaðili fyrir
Ingvar Helgason hf. og Bílheima ehf„ Gjor-
by margmiðlun og Samhæfni Tæknilausnir,
sem er nýtt tölvuþjónustufyrirtæki, hafa gert
styrktarsamning við öll úrvalsdeildarlið í
körfuknattleik á Suðurnesjum, þ.e.
körfuknattleiksdeild Grindavíkur, Keflavík-
ur og Njarðvíkur. Samningurinn felur í sér
að hver deild fái afnot af nýrri Nissan Al-
mera bifreið næstu fjögur keppnistímabilin.
Aætlað verð hverrar bifreiðar er um
1.500.000 kr. og þykir það einstakt að fyrir-
tæki á Suðumesjum skuli styrkja íþróttafé-
lögin með þessum hætti. Bifreiðamar eru
ætlaðar erlendum leikmönnum til afnota á
keppnistímabilinu.
Birgir Bragason, formaður körfuknattleiks-
deildar Keflavíkur, sagði að þessi gjöf hefði
ieyst stóran vanda hjá félaginu sem mynd-
ast í upphafi hvers keppnistímabils. „Við
erum alveg í skýjunum yfir þessu“, sagði
Birgir.
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sagði að
samningurinn væri hvalreki fyrir
körfuknattleiksdeildina og að hann eigi eftir
að leysa mörg vandamál sem deildin hefur
verið að glíma við undanfarin ár. „Eg vona
að fyrirtækin sem gerðu samninginn við
okkur njóti þess eins vel og við“, sagði
Eyjólfur.
„Það er mjög höfðinglegt hjá þessum
þremur fyrirtækjum að styðja okkur á þenn-
an hátt og samningurinn á eftir að breyta
mjög miklu fyrir reksturinn hjá okkur næstu
fjögur árin“, sagði Gunnar Þorvarðarson,
formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
h
í
I!} ■ j
i,l fe
Við bjóðum þér og þínum
að koma til okkar
sunnudagana 5. eða
12. desember ó tímabilinu
kl. 14:00 til 18:00.
Svartsengi
Saga lands í mótun
Opnuð hefur verið aöstaöa
í Eldborg, móttökuhúsi
Hitaveitu Suðurnesja í
Svartsengi, þar sem gestum
og gangandi gefst kostur
á með lifandi hætti að
komast í tæri viö krafta
jaröarinnar, læra um
orsakir og afleiðingar
eldgosa og jarðskjálfta, auk
þess ab setja einn slíkan af
stað í jarðskálftalíkani.
Þá er kynnt saga
Hitaveitunnar, Bláa lónsins
og samfélagsins á
Suðurnesjum.
Sjón er sögu ríkari, þetta
er frábær sýning sem
enginn má missa af.
HITAVEITA
SUÐURNESJA
sátt við umhverfið"
Börkur Birgirsson
Málaraverktaki:
„Fyrir mánuði síðan byrjaði ég
að taka NATEN SPORT
EXTREME. Á þessum skam-
ma tíma hef ég fundið fyrir
aukinni orku, vakna hress á
morgnanna, finn fyrir
andlegu jafnvægi og vellíðan,
þarf minni svefn og löngunin
fyrir því að leggja mig eftir
mat er farin og ég finn mikið
öryggi í því að taka eitthvað
sem er hundrað prósent nát-
túmlegt.
Anna Þóra Pálsdóttir
Verslunarmaóur:
„Síðan ég byrjaði að taka
NATEN 1 2 3 hef ég lést um
12 kfló á einu ári án nokkurrar
fyrirhafnar! Eg hef meira
úthald og meiri orku og langur
vinnudagur minn er núna
miklu lénari. NATEN léttir líf
mitt og ég er öll
hressari."
Öll þekkjunt við hana Önnu
sem hefur þjónað okkur frá
því við munum eftir okkur,
hún hefur stutt okkur dyggi-
lega frá því hún hyrjuði að
taka fæðubótarefni okkar
fyrir þremur árum. Sífellt
berast okkur fleirri dæmi
eins og hennar Önnu, og það
nánast daglega.
Naten Sport Extreme
Þó þetta sé búinn að vera stut-
tur tími þá eru sögurnar af
Naten Sprot Extreme strax
byrjaðar að spyrjast út og
árangurinn hefur verið fljótur
að segja til sín. Jafnvel hjá
fólki sem er í toppformi.
Við teljum Naten vera ful-
lkomna fæðubót fyrir fólk á
öllum aldri, sama hvað það er
að gera. Ekki síst fyrir unga
fólkið sem er að byrja að byrja
í prófum.
Um þessar mundir er 20%
afmælisafsiáttur á fjölmör-
gum útsölustöðum í
Keflavík og mælum við ein-
dregið með því að fóik nýti
sér það. I lokin viljum við
þakka neytendum fyrir
frábæra þátttöku síðastliðinn 5
ár.