Víkurfréttir - 30.12.1999, Page 25
Himmi segist hafa veríð orðinn þreyttnr á þessu lífi
sem luinn lifði en honumfannsthann ekkigeta
losnað.„Égvildi ekki lifasvona.Áyfirborðinu var
alltí lagi. Ég passaði alltafuppá að vera vel kkedd-
ur og koina velfyrír útá við en sálartetrið var í
skemu ástandi. Ég var orðinn hrœddur við sjálfan
migþvíégvissi oftekki hvað égvaraðgera ogvar
orðinn luettulegur sjáljum mér.“
ember 1995 stofnuðu þau frí-
kirkjuna Frelsið. „Hjörtu okkar
hafa alltaf verið á götunum.
Það er frábært að sjá fagnaðar-
erindið virka á meðal almenn-
ings. Jesús eyddi tíma sínum
líka á meðal fólksins. Hann
sagði að það væru ekki heil-
brigðir sem þyrftu læknis við,
heldur þeir sem væru sjúkir.
Við förum út á meðal fólksins
vegna þess að það eru svo
margir sem þora ekki að koma
í kirkju. Þeim finnst þeir vera
óverðugir og síðan er það
skömm yfir hlutum sem fólk
hefur lent í og fmnst sem þeir
eigi ekki rétt á að koma. Það er
auðvitað ekki rétt“, segir Hilm-
ar með áherslu. „Jesús kom til
að hjálpa okkur að lifa þessu
lífi, hann ætlaði okkur aldrei að
lifa án hans.“
Sókn gegn sjálfsvígum
Sjálfsvíg ungs fólks er þjóðfé-
lagslegt vandamál sem ekki ber
mikið á í umræðunni. Sókn
gegn sjálfsvígum er kristilegt
hjálparstarf sem er rekið á veg-
um Frelsisins og Styrk unga
fólksins. Tilgangur félagsins er
að verjast þeirri vá sem herjar á
mannauð Islands. Félagið vinn-
ur markvisst að atriðum sem
tengjast eða valda sjálfsvígum,
s.s. fíkniefnaneyslu, áfengis-
neyslu, einelti o.s.frv. Þeir sem
misst hafa ástvini vegna sjálfs-
víga geta líka leitað sér hjálpar
og fengið stuðning hjá félag-
inu. „A tímabilinu 1980-1990
hafi verið 247 dauðaslys í um-
ferðinni og við eyðum millj-
örðum í að vama fleiri slysum.
Við byggjum brýr og vegi en á
sama tíma eru 324 sjálfsvíg
skráð á Islandi. Hvar erum við
að byggja brýr fyrir lífsgöngu
fólks?“, spyr Hilmar og bætir
við að nauðsynlegt sé að al-
þingismenn móti afgerandi
stefnu varðandi sjálfsvt'g ungs
fólks sem er þjóðfélagslegt
vandamál.
Sumir þurfa bara klapp á
öxlina
Um tíma hefur Sókn gegn
sjálfsvígum rekið Gen-X Café í
miðbæ Reykjavíkur. Kaffrhús-
ið er opið á föstudögum frá
kl.23-4 og þangað getur fólk
komið og fengið fríar veitingar.
Hilmar segir að kaffihúsið sé
nánast fullt af fólki um hverja
helgi. Starfsmenn á vegum
Frelsisins og Sókn gegn sjálfs-
vígum em á ferð í miðbænum
á nóttunni um helgar og boða
fagnaðarerindið og kynna starf-
semi samtakanna. „Sókn gegn
sjálfsvígum hefur ekkert að
gera með hvort sá sem er hjálp-
ar þurfi er kristinn eða ekki. Ef
fólk vill ekki fá þess konar að-
stoð þá er það í lagi, við getum
hjálpað hvort sem er. Það þarf
ekki alltaf hetju til að bjarga
líft. Það sem skiptir mestu máli
er að fólk sé vakandi fyrir líðan
annarra. Sumir þurfa bara
klapp á öxlina“, segir Hilmar.
Samnýtum krafta okkar
Sókn gegn sjálfsvígum hefur
átt gott samstarf við Rauða
krossinn, Lögregluna, Félags-
þjónustuna, Utideildina og
KFUM og K en þessir hópar
em allir með starfsemi í mið-
bænum um helgar. „Við skipt-
um vöktum á milli okkar og
höfum góðar yfirsýn yfir það
sem er að gerast í miðbænum.
Vtð viljum samnýta krafta okk-
ar og gera starfið eins áhrifaríkt
eins og kostur er“, segir Hilm-
ar.
Guð er bara einni bæn í
burtu
Á veturna fara Hilmar og
Linda ásamt öðrum úr Sókn
gegn sjálfvígum í alla fram-
haldsskóla höfuðborgarinnar.
Hann segir að skólarnir séu
fullir af ungu fólki með spum-
ingar sem það hefur ekki feng-
ið nein svör við. Hann segir
það einnig hafa komið í ljós að
meirihluti nemenda þekkir ein-
hvem sem hefur framið sjálfs-
víg eða að þau hafa reynt það
sjálf. „Tilgangurinn með þess-
um heimsóknum er að svipta
hulunni af þessum umræðunt
og þeir sem eiga í eifiðleikum
vita þá að þau em ekki ein. Við
emm ekki að kenna þeim neitt
nýtt í rauninni, heldur emm við
að leggja áherslu á að Guð sé
til staðar og að það sé gott að
leita til hans. Slagorðið sem við
notum er Guð er bara einni
bæn í burtu. Þau eiga þetta
slagorð í hjarta sínu og muna
þá eftir þessu þegar þau lenda í
erfiðleikum. Trúin getur flutt
fjöll. Mér finnst því mikilvægt
að benda krökkunum á að í
stað þess að taka eigið líf þá
geta þau leitað í mátt bænar-
innar.“
Hilmar segir að krakkamir hafi
alltaf tekið vel á móti og þeim
og tekur fram að grundvöllur
starfsins sé kristilegur en þau
beri hann fram á nútímalegan
hátt og reyni þannig að höfða
til krakkanna. „I heimsóknum
okkar í skólana vekjum við
upp umræður og danshópur á
okkar vegum sýnir dans og
drama um sjálfsvíg sem vekur
gífurleg viðbrögð. Við notum
mál sem krakkarnir skilja og
erum með boðskapinn inní
því“, segir Hilmar.
IVtikill árangur
Á vegum Frelsisins er einnig
rekin símalína. Ráðgjafar eru
við símann allan sólarhringinn
og eru tilbúnir að aðstoða þá
sem eiga erfitt og þá sem eru í
þann veginn að taka eigið líf.
Hilmar segir að eitt sfrntal geti
skipt sköpum en síminn er
577-5777. „Við sjáum mikinn
árangur af starfinu og krakk-
amir vita orðið um kaffihúsið
okkar, símalínuna og þekkja
okkur þegar við erum á ferð-
inni niður í miðbæ um helgar.
Hugsjón okkar er að geta verið
með heimili og aðstöðu þar
sem fólk getur fengið aðhlynn-
ingu og hjálp. Þannig gætum
við veitt aðgengilegri aðstoð
fyrir þá sem em í sjálfvígshug-
leiðingum", segir Hilmar.
Viðtal:
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ljósmyndir úr einkasafni
Þú getur hjálpað einhverjum frá hengiflugi hörmunga með því
að taka eftir hættumerkjum á frumstigi.
1. Meiriháttar breytingar á eðlilegri liegðun: Einhver sem er venjulega
mannblendin verður ómannblendin og þungbúinn. Góöur nemandi
verður trassi i námi.
2. Svefnvandi: Viökomandi seftir á óreglulegum timum, slen og þreyta
yfir daginn, óstýrilátur og eiröarlaus á næturna.
3. Breyttar matarvenjur: Óhófleg megrun eða ofát.
4. Sinnuleysi og orkuleysi: Einstaklingur virðist skyndilega missa löng-
un fyrir lifinu. sérstaklega í þeim hlutum sem viðkomandi hefur liaft
unun af.
5. Skyndileg hamingja eftir langvarandi þunglyndi: Getur þýtt tippgjöf
fyrir vandamálum og stefnt aö róttækum úrlausnum, aö eyöa sjálfum
sér.
6. Árásarhneigð og yfirgangur: Skapbræðisköst, harkaleg likamlegur
ofsi og ofbeldi viö minnstu ögrun.
7. Áhættusamari hegöun: Slagsmál algengari. taka óeðlilega áhættur
t.d. í umferðinni.
8. Lauslæti: Getur verið liróp eftir athygli. „Ég þarf ástúð og ástæðu til
þess að lifa." Þetta á sérstaklega við um kvenfólk.
9. Slen, þáttökuleysi og notkun vímuefna: Oft er viökomandi að segja,
„ef einhveijum er annt um mig þá stoppa þati mig." Margir sem reyna
sjálfsvíg eru efablandnir um verknaðinn og erti leitandi livort einhverj-
um finnist annt um þá og komi þeim til hjálpar.
10. Vanræksla á útliti: Getur verið lágt sjálfsálit.
11. Tíöur grátur: Getur verið merki um aö viðkomandi liöndli ekki leng-
ur kringumstæður sinar.
12. Sjálfseiðingar talsmáti: „Mín verður livort sem er ekkert saknað"
eða „ég vildi að ég myndi sofna og aldrei vakna aftur” eöa „þeir munu
sjá eftir mér þegar ég er horfinn."
Takið svona hegðun alvarlega. Þetta getur veriö liróp eftir HJÁLP!
Hvernig aöstandendur geta hjálpað
1. Verið athugul: Takiö eftir meirhátta breytingum á hegðun. Ungt fólk
er sérstaklega berskjaldað og auðsæranlegt við mikil umrót á kringum-
stæðum sínum, t.d. fráfall fjölskyldu- eða ástvinar, ryskingar og rifrildi
heimafyrir, slit á nánum samböndum. Treystu eðlisávisun þinni!
2. Verlu góður hlustandi: Reyndu aö fá viökomandi aðila til þess að tjá
sig um vandamálið. Þetta er ekki alltaf auðvelt sérstaklega þegar við-
komandi er hlédrægur og óframfærinn. Reyndu að opna fyrir samræö-
ur t.d. „Ég hef tekið eftir því að þú liefur ekki veriö þú sjálf/ur undanfar-
ið. Get ég eitthvað hjálpaó þér?" Ekki gera lítið úr vandanum, „þetta er
nú ekki svona slæmt" Ekki bregðast viö með dómhörkti eða liljóma
hneykslaður, jafnvel þó þú sért það! Vertu jákvæöur, uppbyggjandi og
lika beinskeyttur. Spurðu t.d. „Iiefur þú reynt sjálfsvig áðtir?" „Hvað
stoppaði þig?" „Hvað var þaö sem fékk þig til þess að vilja halda áfram
að lifa?" Þegar viðkomandi svarar, þá umoröaöu svariö aftur til hans og
leyfðu honum að fylla inní eyöurnar til að svala skilningsþörf þinni.
Þetta sýnir einnig aö þú sért virkilega aö hlusta og sýnir umhyggju.
Þetta hjálpar einnig viðkomandi að raóa hugsunum sínum rétt og fylgja
þeim að rökréttri niðurstöóu. Þakkaöu einstaklingnum fyrir að treysta
þér.
3. Reyndu að hjálpa vipðkomandi að leyta jákvæðrar lausnar. Hjálpaðu
þeim að leysa úr einfaldari hliðum vandans fyrst. Hjálpa þeim aö sjá að
það sé til einfaldari lausn heldur en að taka sitt eigið líf. Þaö er enginn
lausn, heldur skilur það eftir sig slóð nýrra vandamála fyrir aðra, og er
sóun á dýrmætu lífi! Bentu á aö vandamálin eru stundleg, það er liægt
aö vinna úr þeim, en sjálfsvig er varanlegt, Eða sjálfsvíg er varanleg
lausn á skammtíma vanda.
4. Fjarlægðu öll hættuleg vopn eöa lyf úr liúsinu. Sjálfsvig hafa meiri
aðdrátlarafl þegar ráö eru til staðar. Ékki draga í efa Itvað manneskja i
svona ástandi getur framkvæmt.
5. Ekki skilja viökomandi mikið eftir einan. Láta viðkomandi ekki kom-
ast upp með iðjuleysi. Hvetja hann til að taka þátt í einhverju t.d. nám-
skeiði.
6. Hvettu vin þinn að leita sér hjálpar. Ekki skammast þin fyrir að benda
á einhvern sem er jafnvel hæfari til að hjálpa t.d. prestur/pastor, kennari,
eða ráðgjafi. Spuröu hvort þaö sé einhver sem viökomandi treysti sér til
þess aö tala viö, eða leita faglegrar hjálpar fyrir sig.
Mörg ungmenni sem reynt hafa að fyrirfara sér eru mjög þakklát í
dag fyrir að hafa verið stöðvuð. Erfiðleikar sem virðast óyfirstígan-
legir í dag eru viðráðanlegir á morgun með HJÁLP.
Benda má fólki sem vilja gerast félagsmenn og stuðnings aðilar Sókn
gegn sjálfsvígum aö hringja í sima 533-1177, fax 533-1770, netfang:
freedom@centrum.is
Ársgjald er 1.500 kr. á ári. Fyrir þá sem vilja greiða ársgjald strax eða
veita fjárstuðning þá er bankanúmer: 0111-05-000277, Landsbanki ís-
lands, Austurstræti 11. Reykjavík
Að lokum vilja Hilmar og Linda segja: „Mundu að Guð er Bara einni
Bæn í Burtu, undir hvaða kringumstæðum sem er!“