Víkurfréttir - 20.01.2000, Side 4
^Xatvmnulíf
■ Miklar framkvæmdir hjá Samherja hf,Fiskimjöli og Lýsi í Grindavík:
Verksmiðja Fiskimjöls og
Lýsis var reist árið 1947 en
sameinaðist Samherja í byrj-
un árs 1997. Síðan þá hefur
fyrirtækið lagt út um 100
millj. kr. á ári í endurbætur á
verksmiðjunni, því stjórn-
endur þess hafa lagt mikla
áherslu á að fjárfesta í bestu
fáanlegu tækjum og tólum til
að auka afköstin og draga úr
lykt frá verksmiðjunni.
Hafnarframkvæmdirnar í
sumar hafa gríðarlega mikið
að segja fyrir fyrirtækið að
sögn Oskars Ævarssonar
rekstrarstjóra og hann segist
eiga von á auknu magni inn í
verksmiðjuna í kjölfarið.
Stóraukin afköst og lítil bræðslulykt
Markaðir fyrir mjöl
og lýsi hrundu
Veltan hjá fyrirtækinu hefur ver-
ið 1000-1100 milljónir síðustu
árin en Oskar segir að árið 1999
hafi verið dapurt í bræðslunni.
„Markaðimir fyrir mjöl og lýsi
hrundu fyrripart ársins og
loðnuveiðin brást algerlega í
sumar. Mjölið hefur hækkað að-
eins í verði í haust en lýsið
stendur í stað. Þegar afurða-
verðið hrynur svona þá hefur
það víða áhrif, bæjarfélagið fær
minna í sinn hlut í formi afla-
gjalda. Það hefur einnig bein
áhrif á laun sjómannanna og þar
með útsvar til bæjarins“, segir
Oskar.
Loðnuveiðin brást í sumar
„Við höfum verið að taka á móti
60-80 þúsund tonnum í verk-
smiðjuna á ári. Eftir síðustu
vetrarvertíð vorum við búnir að
taka á móti 45 þúsund tonnum
þannig að það stefndi í metár."
Óskar sagði loðnuveiðin hafa
brugðist algerlega í sumar en að
þeir hefðu fengið töluvert af síld
í haust sem hefði bætt loðnu-
missinn að einhverju leiti. í
frystihúsinu fer fram frysting á
loðnu og loðnuhrognum fyrir
Japansmarkað og á síðustu ver-
tíð fóm 950 tonn af loðnuhrogn-
um í frystingu. Að jafnaði eru
um 20 starfsmenn í kringum
landvinnsluna og um 10-15 sjó-
menn frá Grindavík á skipum
sem fyrirtækið gerir út. „Við
bætum við um 30 manns yfir
vetrarvertíðina í loðnu og
hrognafrystinguna, en vertíðin
stendur yfir frá febrúar og fram
í mars“, segir Óskar.
Betri nýting á hráefni
„Við höfum verið með stans-
lausar endurbætur síðan Sam-
herji kom inní reksturinn 1997.
Við byrjuðum á að koma fyrir
nýjurn eimingartækjum, en með
þeim næst mun betri nýting úr
hráefninu. Tækin eru notuð til
að eima vatn úr soðinu af loðn-
unni en í því eru þurrefni sem
við nýtum. Þetta er ódýrasta að-
ferðin við eimingu á soði. Áður
fór soðið að hluta til í sjóinn. Á
síðasta ári keyptum við nýja
pressu og sjóðara til að auka af-
köstin enn frekar“, segir Óskar
og bætir við að aukin afköst
skapi mikla hagkvæmni. „Af-
köstin hafa aukist um 400 tonn
á sólarhring. Við vorum með
um 600 tonnum á sólarhring
áður en við fengum nýju tækin.
Nýtingin á hráefninu er líka
orðin allt önnur, það fer ekkert
frá okkur óunnið. Hvert pró-
sentubrot sem hægt er að bæta
nýtinguna eru miklir peningar
Senda lyktina tll Keflavíkur
Bræðslulyktin hefur verið
vandamál hingað til, en fyrir-
tækið hefur brugðist við því
m.a. með því að setja upp lykt-
areiðandi kerfi. Kerfið byggir á
því að allri gufu sem kernur frá
suðu hráefnisins er safnað sam-
an og er brennd í olíukötlum.
„Við erum að láta reisa hráefn-
istanka en áður voru hráefnis-
geymslur og þrær opnar og því
barst lyktin öll út í umhverfið.
Lyktin kom samt aðallega frá
gufunni sem kemur frá suðunni.
Það vandamál verður fljótlega
úr sögunni því við emm einnig
að láta reisa 35 metra háan skor-
stein sem er ætlað að lyfta lykt-
inni yfir byggðina í Grindavík
og senda hana til Keflavíkur",
segir Óskar dularfullur á svip.
Óskar segir það þó vera fyrst og
fremst gæði hráefnisins sem
skipta máli varðandi lyktina frá
verksmiðjunum. „ En oft getur
verið erfitt að ráða við það t.d.
þegar veiðar ganga illa og skip-
in eru marga daga að fá afla,
eða yfir sumarið þegar loðnan
er sem viðkvæmust og skipin
þurfa að sigla langa leið í land.
Ekki er hægt að neita að taka á
móti skemmdu hráefni, eða láta
skipin henda því í sjóinn aftur,
það er bannað", segir Óskar.
Hafnarframkvæmdir hafa
mikið að segja
Óskar segir það ekki hafa verið
sjálfgefið að Samherji yrði í
örindavík til frambúðar. „Þcgar
Samherjamenn komu til
Grindavíkurl997 var það alltaf
stór spuming hvað yrði gert í
hafnarmálunum. Þess vegna
voru menn tregir til að setja
stórfé í fyrirtækið því þeir sáu
ekki framá hvenær yrði hægt að
nýta fjárfestingarnar að fullu.
Það var ekki fyrr en á þessu ári
sem að skipin okkar komust
hingað með góðu móti, eftir að
höfnin opnaðist fyrir stærri skip
drekkhlaðin. Þetta hefur gnðar-
lega mikið að segja bæði fyrir
fyrirtækið okkar og ekki síst
höfnina. Eg gat aldrei boðið í
skip sem vom að sigla héma hjá
eða fengið skipti við aðrar verk-
smiðjur þegar þannig stóð á,
eins og stundum er gert. Það
vildu engin önnur skip en skipin
okkar koma héma inn. Eg von-
ast til að þessar breytingar hafi
það í för með sér að við getum
tekið mun meira magn í gegn
en áður“, sagði Óskar að lokum.