Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 10
Spurningin: Fórst þú á Menningarnótt í Reykjavík? Gyða Eiríksdóttir: Nei, ég fór ekki. Eg sé nú reyndar svolítið eftir að hafa ekki farið. Marteinn Karlsson: Nei, ég hafði ekki áhuga á að fara. Ég fylgdist reyndar pínulítið með þessu í sjónvarpinu. Vilborg Jónsdóttir: Ég fór í bæinn og sá margt og mikið. Mér fannst alveg einstakt að sjá allt þetta fólk samankomið og flugelda- sýningin var toppurinn. Guðbjörg Þorvaldsdóttir: Nei, ég er svo lítið fyrir að fara ti! Reykjavíkur. Mér finnst bara best að vera heima í Keflavíkinni. En ég mæti örugglega þegar Steini kveikir á ljósunum á Berginu. Elena Sturiudóttir: Ég fór á menningamótt og horfði á allt fulla fólkið og slagsmálin. Ég var í bænum framundir morgun og það var ógeðslega gaman. Ég sá m.a. einhverja hljómsveit halda tónleika á húsþaki. i----------------------------7------------------------------------------------------- ! ■ Fulltrúar Suðurnesja á Ólympíuleikunum í Víkurfréttaviðtali í Bláa lóninu: Borðuðu einkennisdýrið sitt í vodka- selati með mangósósu í Bláa lóninu Suðurnesjakonurnar og sundgarparnir Eydís Konráðsdóttir og fris Edda Heimisdóttir verða fulltrúar íslands á Óiympíu- leikunum sem fara að þessu sinni fram í Sydney í Astral- íu. Lcikarnir hefjast 15. sept- ember en þrátt fyrir að þeir hefjist ekki fyrr en eftir þrjár vikur, þá hélt Eydís til Canberra í Astralíu á undan landsliðshópnum. Iris Edda fylgdi hins vegar landsliðs- hópnum út 18. ágúst. Silja Dögg Gunnarsdóttir mælti sér mót við ólympíufarana degi fyrir brottför á veitinga- húsinu Uláa lóninu. A upp- dekkuðu borðinu biðu glæsi- legar gjafapakkningar með Bláa lóns snyrtivörum, sem koma sér eflaust vel eftir erf- iða spretti í Astralíu. L Kærasti í Ástralíu Hvers vegna ferð þú svona snemma út Eydís? ,JÉg er nú aðallega að fara til að eyða smá tíma með kærast- anum mínum, sem keppir líka á leikunum. Við höfum bæði verið mjög upptekin við æf- ingar að undanfömu og þegar leikamir heljast eigum við ör- ugglega ekki eftir að sjást mik- ið“, segir Eydís en fyrir þá sem ekki vita þá heitir sá heppni Matthew Dunn og er einn af fremstu sundmönnum Ástrala. Eydís segir fjarlægðina og þá staðreynd að þau séu bæði „Stuðningur fjölskyidna, okkar hefur verið ometanlegur. Við værum ekki að fara á Ólympíuleikana ef þeirra hefði ekki notið við, það mjög upptekin vegna sundsins, ekki hafa slæm áhrif á sam- bandið, síður en svo. Gagnkvæmur skilningur „Ég hef dvalið í Canbena við æfingar sl. eitt og hálft ár, sem hefur verið alveg frábært þar sem stuðningur við íþróttafólk er mjög góður og þjálfun mjög fagmannleg. íþróttiðkunin tek- ur mikinn tíma og niaður þarf að fóma öllu til að ná langt. Það ríkir því gagnkvæntur skilningur á milli mín og Matt- hew og við veitum hvoit öðru góðan stuðning", segir Eydís. Þrátt fyrir að Eydís fari á und- an hópnum til Ástralíu þá er hún nú þekkt fyrir annað en að slá slöku við. „Ég verð að æfa öruggt mál.“ fram að leikunum. Fyrst í Can- berra og síðan fer ég með sundlandsliðinu til Wollon- gong, þar sem við verðum með æfingaaðstöðu ásamt Finnum og Hvít-Rússum.“ Eins og fyrr segir þá er setn- ingarathöfn Ólympíuleikanna 15. september en sundkeppnin fer fram dagana 16.-23. sept- ember. Eydís keppir í 100 m flugsundi 16. september og þá er eins gott fyrir alla Suður- nesjamenn að setjast fyrir framan sjónvarpið og hvetja stúlkuna. Æfa grimmt fyrir leikana íris Edda er nýkomin frá Evr- ópumeistaramóti í Frakklandi þar sem henni gekk ágætlega að eigin sögn. Hún hvíldi vel fyrir það mót en er nú byrjuð að æfa af kappi fyrir leikana undir styrkri stjóm landsliðs- þjálfaranna Brian Daniel Marshall og Sigurlínar Þor- bergsdóttur. „Landsliðshópurinn hefur að mestu leyti æft í Kópavogi, þar sem aðstaðím er mjög góð. Við höfurn líka verið í æfingabúð- um víða um land að undan- fömu. Reyndar kemst ég ekki á allar æfingar en ég fæ þá fyr- irmæli frá þjálfumnum mínum og æfi sjálf í sundlauginni í Keflavfk“, segir íris og Eydís bætir við að undanfamar sex vikur hafi eiginlega verið einar allsherjar æfmgabúðir. Lundinn er góður í sundi Að þessuni orðunt slepptum kemur þjónninn að borðinu til okkar og færir okkur gimileg- an forrétt, reyktan lunda á vodkasalati með mangósósu. Hljómiir svolítið undarlega en bragðið svíkur engan. Stúlk- urnar líta kankvíslega hvor á aðra þegar minnst er á lunda. „Lundinn er táknið okkar. Við ákváðum að velja okkur ein- kennisdýr og völdum lundann þar sem okkur þykir hann vera táknrænn fyrir Island, en hann er einnig fjörugur, litsterkur, trúfastur og síðast en ekki síst góður í sundi og flugi“, út- skýra þær hlægjandi. Bðskúpsöludagur á laugapdaginn Næsta laugardag, 26. ágúst, hvetur stýrihópur Staðardagskrár 21 í Reykjanesbæ, íbúa í skólahverfl Heiðarskóla til þess að efna til bílskúrssölu í bílskúrum og geymslum sínum. Um leið hve- tur stýrihópurinn aðra íbúa Reykjanesbæjar og Suðurnesja- menn til þess að leggja leið sína um hverfið frá kl. 10.00-18.00 og kanna hvað er í boði. Bflskúrssöludagurinn er haldinn undir slagorðinu „Gefum gömlum hlutum nýtt líf ‘ og er tilgangurinn fyrst og fremst sá að draga úr magni þess sorps sem annars færi til eyðingar hjá Sorpeyðingarstöð Suðumesja og einnig að hvetja íbúana til góðra verka í anda Staðardagskrár21. Ef vel tekst til á laugardaginn verður leikurinn endurtekinn í öðmm hverfum Reykjanesbæjar á næstu vikum og mánuðum. Stýrihópurinn hvetur íbúa til almennrar þátttöku í deginum og sérstaklega er þess vænst að böm og unglingar komi að fram- kvæmdinni á hverju heimili. 9><' w Ví % \\ # #z o Óðins | veUir ^Heiðarhvammur Vesturgata Heiðar, % No»< Buv9a'öut ’ sf- lO co e>_ I IÍ3 o> 1 o c- t- 3 EHiSavéffir Hamragarður^ % & % o> etæwa’ latðut 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.