Víkurfréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 5
Asta sýnip í Hafnarborg
Nú stendur yfir sýning
á vatnslitamyndum í
Hafnarborg, hún ber
heitið Akvarell ísland 2000.
Sýningin er opin 11. til 27.
ágúst. Ásta Árnadóttir frá
Keflavík er meðal þeirra sem
eiga verk á sýningunni. Aðrir
listamenn eru Eiríkur Smith,
Gunnlaugur Stefán Gíslason,
Torfi Jónsson, Daði Þor-
grímsson, Pétur Friðrik,
Kristín Þorkelsdóttir og
fleiri.
„Mér var boðin þátttaka í sýn-
ingunni ásamt þessum ffábæra
hópi listamanna, og er það
mikill heiður fyrir mig“, segir
Ásta.
Hún hefur fengist við myndlist
í áratugi en hún var við nám í
Handíða og myndlistaskóla fs-
lands á árunum 1942-43. Kenn-
arar hennar þar vom Þjóðverj-
inn Kurt Zier og Þorvaldur
Skúlason. Árið 1980 hóf Ásta
nám hjá Eiríki Smith í Baðstof-
unni í Keflavík og hefur síðan
þá einbeitt sér að vatnslitum.
,Já, það er rétt, ég lærði með-
ferð vatnslita hjá Eiríki, en
hann er afskaplega góður kenn-
ari og fremstur á sínu sviði“,
segir Ásta.
Ásta hefur haldið fjölda einka-
sýninga víða um land og árið
1987 hélt hún sýningu í Kaup-
mannahöfn ásamt Sólveigu
Eggerz Pétursdóttir og Sigríði
Gyðu. „Sú sýning tókst ágæt-
lega og það var mjög gaman að
fá að sýna á erlendri grundu."
Sýningunni í Hafnarborg lýkur
27. september en Ásta mun að
henni lokinni sýna verk sín á
Hrafnistu. Þeir sem vilja skoða
verk hennar geta hringt í sírna
421-1605 og fengið að koma í
heimsókn á vinnustofuna.
STOR-UTSALA
30-50%
afs I áttu r
Rýmum fyrir nýjum vörum, allt á
aðseljast. Allt að50% afsláttur
af undirfötum, náttfötum, veskjum, skarti og slæðum. Opið mánud.-fimmtud. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-14
^snonpf ►
Hólmgarði 2, sími 421 5415
Auglýsingasíminn er 4214717
Daglega á Netinu • www.vf.is
5