Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 18
^ VilhjálmurVilhjálmsson Fæddur 2. ágúst 1980 - Dáinn 15. ágúst 2000 Kœri Villi! Það erfiðara en orð fá lýst að kveðja þig, kæri frændi. Þú varst ekki orðinn þriggja ára þegar ég heimsótti þig með páskaegg undir höndum. A meðan þú opnaðir eggið smellti ég myndum af þér og ein þeirra birtist á forsíðu Víkurfrétta um páskana fyrir sautján ámm, þar sem þú reiðir högg með plasthamri á eggið. I sumar horfði ég á þig slá mörg falleg högg, á golfvellinum okkar í Leirunni. Eg undraðist frábæran leik þinn í þriðju- dagsmóti snemma sumars. Þú bakaðir frænda þinn sem átti ekkert svar við mörgum „f'uglum" þínum. Ég sagði við þig að ég hafi aldrei séð þig leika svona gott golf. Líf þitt endaði á uppáhaldsstað okkar og þín verður minnst í Leirunni fyrir gleði og skemmtilega framkomu. Það var gaman að eiga þátt í góðum stundum með þér í sumar þegar þú fagnaðir stúdentsprófi í vor og tvítugs- afmæli nú í byrjun ágúst. Ég keypti handa þér golfhúfu á Opna breska meistaramótinu á Þjónustufulltrúi í Keflavík Síminn óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í hlutastarf í verslun fyrirtækisins í Keflavík. Starfið felst í ráðgjöf, sölu og upplýsingagjöf til viðskiptavina ásamt vinnu við tölvukerfi fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingum með stúdents- próf eða sambærilega menntun. Þeir þurfa að hafa framúrskarandi þjónustulund, eiga gott með að starfa í hópi, hafa metnað til að gera vel í starfi og vera opnirfyrir nýjungum. Tölvuþekking er nauðsynleg og reynsla af þjónustustörfum er æskileg. Upplýsingar veita Ingibjörg Thors (ingibjorgth@simi.is) í síma 550-6477 og Sturla Jóhann Hreinsson (sturlah@simi.is) í síma 550-6476. Vinsamlegast sendið umsóknir á ofan-greind netföng eða til starfsmannaþjónustu, Landssíma-húsinu v/Austurvöll, 150 Reykjavík. fyrir 1. september nk. merkta "Þjónustufulltrúi í Keflavík". Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Símans og einnig í starfsmannaþjónustu. Síminn er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins og er hlutafélag í samkeppni á markaði þar sem stöðugar nýj- ungar eru og verða allsráðandi á komandi árum. Fyrirtækið stefnir að því að vera áfram ífararbroddi á sínu sviði. Síminn býður upp á einstakt tækifæri til að kynnastfjar- skiptatækninni, fagi sem þekkir engin iandamæri. Síminn leitast við að veita bestu mögulegu fjarskipta- þjónustu sem völ er á hverju sinni og rekur eittfullkomnasta fjarskiptakerfi heimsins. siminn.is I SÍMINN St. Andrews og sagði þér frá því í síma um leið og ég óskaði þér til hamingju á afmælisdaginn. Einhvern veginn æxluðust hlut- imir þannig að húfan beið upp í skáp en svo ætlaði ég að afhenda þér hana á Lands- mótinu á Akur- eyri. Þú spurðir mig um húfuna en ég gleymdi henni og náði ekki að smella henni á þinn snögg klippta kol 1, áður en kallið stóra kom. Það þykir mér miður Villi. Þú áttir góðar stundir á Akureyri, gistir með mörgum félögum þínum úr Golf- klúbbi Suður- nesja í tæpa viku og undir hag þínum vel. Einn hringinn lékst þú meist- aragolf. Golfið átti hug þinn allan og þú hafðir allt til að komast í meistaraflokk. Þú varst líka svo mikill golf- ari í þér. Ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar og hvatn- inguna sem þú varst alltaf að færa mér, frænda þínum, tæp- lega tuttugu árum eldri. Ég sagði þér aldrei hvað mér þótti vænt um hana. Ég var reyndar ekki sá eini sem þú hvattir. Þú varst alltaf að hvetja vini þína í leik og starfi. Alltaf að gefa af þér. Minningin um þig mun verða mér hvatning um aldur og ævi. Hlýja þín mun ylja mér í minn- ingunni og styrkja í þessari miklu sorg. Vertu sæll kæri frændi, Páll Ketilsson. Minningarorð um frábæran vin okkar Vilhj álm Vilhj álmsson Hérna sitjum við vinirnir og reynum að setja niður á blað þær minningar sem eftir sitja um þig, Villi. Minningamar eru orðnar það margar að það þyrfti auka 20 blaðsíður til ef allar væru skri- faðar niður. En allir erum við að hugsa það sama. „Hvar ertu Villi til að redda þessu fyrir okkur?“ Þú vissir alltaf hvemig ætti að redda hlutunum og hvað ætti að segja við hvert tilefni því að þú varst aðal- maðurinn. Allt sem þú komst nálægt varð betra. Hvort sem það vom golfferð- irnar, þar sem þú hélst lífi í okkur á vellinum með brönd- urum og dugnaði, eða í Leiruboltanum þar sem þú skoraðir alltaf flest mörkin enda sagðir þú alltaf að allt væri hægt ef Villi væri fyrir hendi. Þú varst alltaf sá sem fólk tók eftir „little big man“. Við söknum þín og eigum aldrei eftir að gleyma þér. Ekki gleyma: „It s not how you drive, it's how you arrive.“ Helgi frændi, Davíð J., Davíð V., Rúnar, Ævar, Gunnar Þór, Guðmundur, Jón Viðar, Jón, Hafþór, Sigurður og Örn Ævar. GRINDAVIKURBÆR 9W Grunnskóli Grindavíkur Upphaf skólastarfs haustið 2000 Skólasetning verður mánudaginn 28. ágúst á sal skólans í nýbyggingu sem hér segir: kl. 9.00. 5., 6., 7. og 8. bekkur kl. 10.30. 2., 3. og 4. bekkur Nemendur í 1., 9. og 10. bekk verða boðaðir ásamt foreldri í viðtöl mað bréfi þann sama dag. Eftir skólasetningu og viðtöl eru nemendur ogforeldrar hvattir til þess að skoða nýtt húsnæði skólans. Fyrsti kennsludagur samkvœmt stundaskrá verður fimmtudaginn 31. ágúst. Hafi innritun nýrra aðfluttra nemenda ekki farið fram, þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólans í síma 420 1150. Skrifstofan er opin daglega kl. 8.00-16.00. Skólastjóri. 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.