Víkurfréttir - 24.08.2000, Blaðsíða 19
Léku með sorgarbönd
Keflvíkingar léku með sorgarbönd í leiknum gegn Fram.
Það gerðu þeir í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar, tvítugs
Keflvíkings sem lést 15. ágúst sl.
Guðmundur með þrennu
Þrenna Guðmundar Stein-
arssonar, markahæsta leikmanns
Landssímadeildarinnar í
knattspyrnu dugði ekki
Keflvikingum til sigurs á Fram í
leik liðanna í Keflavík sl. sun-
nudag. Lokatölur urðu 3:3.
Guðmundur kom heimamönnum
yfir með marki úr víti en
Framarar svöruðu með tveimur
mörkum og leiddu í leikhléi.
Innkoma Kristjáns Brooks hafði
góð áhrif á heimamenn í byrjun
síðari hálfleiks og hann átti þátt í
tveimur mörkum Guðmundar
Steinarssonar. Allt leit út fyrir
langþráðan sigur Keflvíkinga
sem hafa aðeins unnið fjóra sigra
í deildinni en Sigurvin Ólafsson
gerði þann draum að engu ftegar
hann jafnði fyrir Fram rétt fyrir
leikslok.
Guðmundur er markahæstur
ídeildinni með tólf mörk og
sagði eftir leikinn stefna að því
að verða markakóngur en bæði
faðir hans, Steinar og „Marka“-
Jón föðurbróðir hans voru
markakóngar þegar þeir voru
upp á sitt besta. Guðmundur
hefur vakið athygli erlendra liða
og hafa umboðsmenn frá
Englandi, Hollandi og Noregi
haft samband við forráðamenn
Keflavíkur. Gert er ráð fyrir að
tilboð berist í Guðmund fljótlega.
Einnig hefur hollenska liðið
Heerenveen gert tilboð í hinn 18
ára Keflvíking, Magnús
Þorsteinsson en hann dvaldi hjá
liðinu í tvo mánuði í fyrra.
Félögin hafa einnig haft í vinnslu
samstarfssamning og eru líkur á
því að gengið verði frá honum í
haust. Samningurinn felst m.a. í
skiptum á leikmönnum.
Leikurinn gegn Fram sl. sun-
nudag verður í minnum hafður
hjá Gunnari Oddssyni því þetta
var í fyrsta sinn í heilan áratug
sem hann missir úr leik, allt frá
15. júlí 1990 en þá lék hann með
KR. Gunnar hafði spilað 276
leiki í efstu deild, 159 með
Keflavík, 81 hjá KR og 36 með
Leiftri. Gunnari vantaði aðeins
12 leiki til að jafna leikjametið
sem er 198 leikir en það á
markvörðurinn Birkir
Kristinsson í ÍBV.
Grindvíkingar góðir
Grindvíkingar unnu góðan sigur
á Blikum í Kópavogi í
fyrrakvöld. Lokatölur urðu 3:4
en heimamenn skoruðu tvö
síðustu mörkin. Mörk UMFG
skoruðu Sinisa Kekic, (2),
Sverrir Þór Sverrisson og Paul
Mcshane.
VíðirogUMFN
í góðum múlum
Víðismenn unnu góðan sigur á
Leikni sl. fimmtudag í Garði og
eru í 4.-5. sæti í 2. deildinni í
knattspymu, aðeins 3 stigum frá
KS sem er í 2. sæti. Þórsarar eru
lang efstir með 42 stig.
I 3. deild vann Njarðvík ömggan
sigur á Bruna 0:4 á útivelli og
em langefstir í a-riðli 3. deildar.
Sandgerðingar eru í 3. sæti b-
riðils en þeir unnu GG 2:6.
Siuidæfingar
hefjast 4. september í Simdhölliimi
Sundæfingar hefjast í Simdhölliiini 4. septemher nk.
Skráð verður inn á æfingarnar
laugardaginn 26. ágúst kl. 13-151K- húsinu að
Skólavegi 32, eírihæð.
Þeir sem syntu hjá sunddeildiniii í Supdhölli]
síðasta tímabili, geta f^kráöfsjg á $ama st
.. ^föstudaginií^. ágúst RL 17J
Neill
Mí-cnll { * \r 1 u Ub A II!
Ul LbGilil . .O.L í vclOUl
a Gear
it 50
r*
i
G
J £
.livSí'liölvOídKi
óKKvU'Uí1 ,10 JJOt’U jjóo Ivv
sorba
Cros
- Skór í miklu úrvali frá 0 Neill og LA Gear
- Falleg barnaföt frá Absorba, OshKosh og Confety
- Sundfatnaður í mörgum stærðum og gerðum
- Dömu jogginggallarfrá Matinbleu - aðeins kr. 5.980,
- Tvískiptir útigallar og heilgallar frá Ketch
- úlpur og skíðabuxurá 50% afslætti
U|*|
Hafnargötu 23 Keflavlk Sími 421 4922
Daglega á Netinu • www.vf.is
19