Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 21.09.2000, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 21.09.2000, Qupperneq 11
Hefur ekki orðið vör við fordóma Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélag- inu um fordóma gagnvart nýbúum. Janeth segist hafa heyrt aðra tala um fordóma en sjálf hafi hún aldrei mætt fordómum. „Þegar ég var nýkomin til landsins þá tók ég eftir að fólki glápti mikið á útlendinga. Nú er fólk vanara að sjá útlendinga og er ekki jafn hissa”, segir Janeth og brosir af öllu saman. Lifði góðu lífi á Filippseyjum Þegar Janeth er beðin um að bera saman lífið á íslandi og á Filippseyjum þá seg- ist hún ekki geta gert uppá milli því henni líði vel hér og hún hafi líka haft það gott úti. Hún segist ekki hafa kynnst því að vera fátæk jregar hún bjó á Fil- ippseyjum þó að atvinnuleysi þar sé mikið og mikil fátækt. „Eg var alltaf að vinna þegar ég bjó þama og líf mitt var líka öðmvísi þá því ég var bamlaus og þurfti bara að hugsa um sjálfan mig. Pabbi var líka í mjög góðu starfi úti í Saudi-Arabíu og við höfðum það mjög gott. Núna er hann sjúklingur og þá em aðstæður allt öðmvísi”, segir Janeth og bætir við eftir smá umhugsun að lífið á íslandi sé að möigu leyti auðveldara því hér sé nóga vinnu að hafa og alltaf til peningar fýrir alla daga vikunnar. Engin fátækt á íslandi Janeth hefur mjög ákveðnar skoðanir á lífsbaráttunni hér í samanburði við Fil- ippseyjar. Hún segir að Islendingar geti fengið hvað sem er og fæstir hafa reynt hvað það er að búa við fátækt. Sjálf seg- ist hún aldrei hafa séð fátækling á Is- landi, en á Filippseyjum er það algeng sjón. Margar ástæður em fyrir þessu bili milli ríkra og fátækra. Heilbrigðiskerfið er t.d. lokað þeim sem ekki eiga pen- inga. Ef fólk kaupir sér sérstakar tiygg- ingar þá fær það greiddan hluta af sjúkrakostnaði annars ekki. Bamabætur og atvinnuleysisbætur er ekki til á Fil- ippseyjum. Eldra fólkið fær greiddan ellilífeyri en aðeins ef það hefur boigað tryggingamar sínar. Gamla fólkinu er samt ekki hent út á götu ef það fær ekki ellilífeyri því fjölskyldutengslin eru mjög sterk á Filippseyjum. Algengt er að nokkrar kynslóðir búi undir sama þaki. Janeth er samt ekkert voðalega hrifin af þessu fyrirkomulagi og segir það seinki því að bömin verði sjálfstæð, því foreldramir verða ekki alltaf til stað- ar. Hún er fljót að svara þegar hún er spurð að því hvort hún telji betra að ala upp bam á Islandi eða á Filippseyjum. „Á íslandi, því hér búa ekki nema tæp 300.000 og hér er bamið ömggt. Á Fil- ippseyjum búa 70 milljónir og rnikið um glæpi og dóp”, svarar Janeth af mik- illi alvöru. íslenskir unglingar og menntun Janeth finnst áberandi hversu ólíkur hugsanaháttur íslenskra unglinga er í samanburði við unglinga í heimalandi hennar. „Hér fá unglingar allt sem þeir vilja, en svoleiðis er það ekki úti. Hér geta 14 ára unglingar auðveldlega feng- ið vinnu og unnið sér inn aukapeninga en á Filippseyjum væri það útilokað. Fólk þarf að vera með góða menntun til að eiga möguleika á starfi. Algengt er að afgreiðslustúlka á Filippseyjum hafi há- skólamenntun. Krökkunum úti langar öllum í skóla en vandamálið er að for- eldramir hafa ekki efni á að kosta þau í nám. Þau ganga því oft í kvöldskóla og vinna á daginn. Mér finnst að krakkamir héma hugsi ekki eins mikið um nám. Þau vita að þau geta alltaf fengið vinnu, þó þau mennti sig ekki, keypt bíl, farið til útlanda og gert hvað sem er.” Eldar íslenskan mat og elskarað feröast Austurlenskur matur á ekki uppá pall- borðið á heimilinu svo Janeth eldar bara íslenskan mat. „Steini borðar ekki hrís- grjón en honum finnst hrísgrjónagrautur góður. Mér finnst það mjög skrýtið. Eg elda svið og slátur en ég borða það ekki sjálf. Eg borða hins vegar oft fisk en ekki súrmat og hákarl, en mér finnst harðfiskur góður”, segir Janeth. Hún hefur gaman af því að ferðast og hefur ferðast töluvert um landið, þó hún eigi enn eftir að fara upp á jökul. „Eg hef skoðað Skógafoss og svo fór ég á síldar- ævintýri á Siglufirði 1996. Það var rosa- lega gaman þar og fallegt en það var kalt að sofa í tjaldi. Janeth hefur líka ferðast erlendis og ferð hennar til Dan- merkur og Kulusuk á Grænlandi er henni mjög eftirminnileg. „Fólkið er fá- tækt á Filippseyjum en ég ntyndi frekar vilja búa þar heldur en í Kulusuk. Húsin er fín en engin klósett og ekkert að gera þama. Ibúamir í bænum veiða á vetuma en annars er enga vinnu að hafa. Brenni- vínið er selt í kaupfélaginu á vissum dögum, og menn sitja á kaupfélags- tröppunum allan daginn og drekka. Þeg- ar flaskan er búin er bara keypt ný flas- ka”, segir Janeth og bætir við að hún hafi verið mjög hissa á þessu og líka á hvað allt vai dýrt þama. Ánægð með lífið á íslandi „Ég er búin að fara tvisvar sinnum til Filippseyja síðan ég fiutti hingað. Mér finnst alltaf gott að koma þangað, en ég vil ekki vera lengur en mánuð senn. Það er allt of heitt þar. Fólk er kannski hissa á því en ég er bara orðin vön kuldanum. Þegar ég kem aftur út þá finnst mér vera allt of rakt og mikil mengun. En færðu ekki stundum heimþrá? „Jú, stundum, segir Janeth en hún segist samt ekki hafa hugsað sér að flytja þangað aftur, „kannski þegar ég verð gömul”, segir hún og hlær. „Ég hef það gott og er mjög ánægð með lífið í dag. Ég sakna systkina minna mest því við emm mjög náin. Ég sakna þess að geta ekki hitt þau þegar ég vil, talað við þau og hlegið með þeim.” Janeth segist eiga marga kunningja hér og hún hafi mjög gaman af því að kynnast fólki. Hún seg- ist líka stundum hitta aðrar filippínskar konur og þá spila þær á spil og spjalla. „Ég á heima hérna núna og lít á mig sem Islending. Ég býst ekki við að það breytist neitt”, segir Janeth og brosir sínu viðkunnalega brosi. Viðtal: Silja Dögg Gunnarsdóttir Myndir: Silja Dögg og úr einkasafni. Daglega á Netinu • www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.