Víkurfréttir - 21.09.2000, Qupperneq 17
■ Bústoð 25 ára:
„Betrl stofan"
opnar á aldar-
fjórðungsafmælinu
Verslunin Bústoð hefur verið
starfrækt síðan 1975 og er því
25 ára um þessar mundir. Eig-
endur hennar eru hjónin Róbert
Svavarsson og Hafdís Gunn-
laugsdóttir.
í Bústoð er gott úrval húsgagna
fyrir heimilið en einnig hefur
áhersla verið lögð á skrifstofu-
húsgögn. Bústoð var fyrst til
húsa að Vatnsnesvegi 14 en
flutti í nýtt og glæsilegt hús-
næði við Tjamargötu áriðl985.
„Auk innlendra húsgagna
koma þau víða að úr heimin-
um, t.d. frá Norðurlöndum,
Þýskalandi, Italíu og Malasíu.
Við erum með sígilda línu en
einnig húsgögn sem em í tísku
hverju sinni. I dag leggjum við
áherslu á húsgögn fyrir heimili
og skrifstofur en hér áður vor-
um við einnig með gólfefni og
eldhúsinnréttingar", segir Ró-
bert.
Að sögn Róberts hafa við-
skiptavinir verslunarinnar hald-
ið tryggð við hana í þau 25 ár
sem hún hefur verið starfrækt
enda er vömverð í Reykjanes-
bæ læga en á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu og á þetta einnig við
um aðrar vömr. Miklar breyt-
ingar standa nú yfír á verslun-
Eigendur og
starfsfóik Bústoö-
ar. Fv. Róbert
Svavarsson,
Revfljr Þór Ró-
bertsson og Her-
bert Svavarsson.
Sitjandi fv. Hafdís
Gunnlaugsdóttir
og Erla Ásgríms-
dóttir.
inni en verið er að flytja lager-
inn í nýtt húsnæði við Hrannar-
götu 1.
„Verslunin mun stækka um
300-400 fermetra þegar flutn-
ingum lýkur. Við ætlum að
gera eitthvað sérstakt við það
pláss sem þar skapast. Við get-
um kallað það „betri stofuna"
en þar munum við leggja
áherslu á húsgögn í dýrari
verðflokkum“, segir Róbert.
Bústoð er eitt af eldri fyrirtækj-
um Reykjanesbæjar og Róbert
þakkar lífaldurinn frábæru
starfsfólki og tryggum við-
skiptavinum. Þess má geta að
þau hjónin hafa starfað saman
frá 18 ára aldri og alla tíð unnið
hlið við hlið í Bústoð. Bróðir
Róberts, Herbert Svavarsson
hefur starfað í versluninni í 23
ár og Erla Asgrímsdóttir hefur
unnið hjá þeim hjónum í 10 ár.
Sonur þeirra, Reynir Þór Ró-
bertsson hefur starfað þar í um
10 ár, en hann er nú verslunar-
stjóri. „Fyrirtækið væri ekki til
í dag hefði maður ekki haft úr-
valsstarfsfólk allan þennan
tíma sem hefur veitt frábæra
þjónustu. Svona rekstur bygg-
ist á að vera með gott fólk og
fjölskyldan hefur alltaf staðið
að baki þessu“, segir Róbert.
Að lokum vill hann þakka fjöl-
mörgum viðskiptavinum fyrir
að halda tryggð við fyrirtækið.
Til hamingju með 29 ára
afmælið 18. september Siggi.
Þú eldist vel. Mamma. stóra
systir og litla frænka.
Afmæli 60 ára
Þessi yngismær, Emilía
Emilsdóttir verður sextug
3. október nk. Til hamingju með
daginn, Mamma og Hjálmtýr.
TVF
er
stútfullt
Þér er boðið á
oTHiyEIDO
dekurdaga í
galleryförðun
K E F L A V ( K
fimmtudag og föstudag.
Kynntar verða fjölmargar
nýjungar, þar á meðal:
-Benefiance:
Facial Lifting Complex,
-The Skin Care:
Lip Protective Conditioner
Eye & Lip Makeup Remover,
Multi Energy Cream,
-Pureness:
Cleansing Sheets,
-Ný hársnyrtilína.
Sérfræðingur veitir
faglega ráðgjöf.
Hægt er að panta tíma.
Verlu velkomin.
. yHIÆIDO
m BENEFIANCE
Facial Lifting Complex
Amy-EiDo er tímamóta krem í viöhaldi
húðarinnar. Þaö lyftir henni, mótar
útlínur hennar og hindrar að hún
slappist með því að vinna gegn
uppsöfnun vökva og fituvefs.
Um leið myndar kremið ósýnilegt
net sem sléttir og styrkir húðina og
gefur tafarlausa andlitslyftingu.
af
spennandi
lesefni
galleryförðun
K E F L A V í K
Daglega á Netinu • www.vf.is
17