Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 4
Slökkvilið styrkt til sameiningar Samkvæmt lögum um brunavarnir sem taka gildi 1. janúar nk. er slökkviliöum og sveitarfélög- um skilt að bregðast við og eiga viðbúnað vegna meng- urnaróhappa á landi. Arsþing slökkviliðsstjóra var haldið í Fjarðabyggð eystra um helgina. Til umfjöllunar voru ný brunavamalög þar sem þetta kemur fram. Lögin fela einnig í séwr miklar aðrar breytingar í brunavömum. Stjóm og skipan bmnamála í landinu fær þannig breytt starfssvið. Nýju lögin fela í sér mikla skylduaukningu hjá sveitar- félögum og slökkviliðsstjórum. Kom fram að í lögunum eru bráðabirgðaákvæði sem heim- ila að veita sveitarfélögum tímabundinn fjárstuðning til að sameinast um rekstur eldvama- eftirlits og/eða slökkviliða. Mörg minni sveitarfélög munu ekki ráða ein við kostnað vegna mengunarmálaflokksins. Nýju lögin em í raun að hvetja til sameiningar slökkviliða. Nú er það spuming hvort slökkvi- liðin í Sandgerði og Grindavík sameinins slökkviliði Bruna- vama Suðumesja? Fjórum Litháum vísað úr landi Fjórum karlmönnum frá Litháen var á mánudag vísað úr landi þar sem þeir höfðu komið hingað til lands án at- vinnuleyfis. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í Keflavík í nótt en mennimir voru sendur utan í dag með flugi. REYKJANESBÆR TJARNARGÖTU 12 230 KEFLAVÍK Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015. Bæjarstjóm Reykjanesbæjarhefursamþykkt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015. Breytingin næryfirsvæði sem aftnarkast í austri af Njarðarbraut og Njarðvíkuifitjum, í vestri og suðri af Reykjanesbraut og norðurfyrirHjallaveg. í tillögunni ergert ráðfyrir tilfærslum á tengibrautum og aðalsafngötum, stækkun á íbúðarsvæði og að reitursem auð- kenndur er „skipulagi frestað" verði tekinn undiríbúðasvæði. Tillagan varauglýst og lá frammi til kynningará bæjarskrif- stofum Reykjanesbæjarfrá 9. ágúst til 6. september. Athugasemdafrestur rann út 21. september og bámst athuga- semdirfrá 5 aðilum. Bæjarstjóm hefurafgreitt athuga- semdimarog sent þeim sem athugsemdir gerðu umsögn sína. Athugasemdimar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefurhún verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhveifisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar. Þeirsem óska nánari upplýsinga um tillöguna ogniðurstöðu bæjarstjómargeta snúið til byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lEllert Eiríksson Vilhelm Þorsteinsson með metafla í Grindavík Nýjasta skip íslenska fiskiskipaflotans Vil- helm Þorsteinsson EA kom til Grindavíkur í síð- ustu viku og landaði stærsta farmi sem skip hefur borið að landi hér í einni veiðiferð, um 1462 tonnum af kol- munna. Ekki var þetta fullfermi því áætlað er að skipið geti borið að landi um 2800 tonn í einu. Vilhelnt Þorsteinsson er í eigu Samherja h.f. og er langstærsta fiskiskip sem komið hefur til Grindavíkur um 80 metra lang- ur og 16 metra breiður og er 3239 brúttótonn. Til saman- burðar má geta þess að stærsta skip Þorbjamar, Gnúpur er um 73 metrar á lengd og 9 metrar á breidd og 1141 brúttótonn og má því glögglega sjá á þessum samanburði hverslags tröll hið nýja skip er. Gert er ráð fyrir að skipið landi í Grindavík þegar aðstæður leyfa en aflinn er hráefni fyrir verksmiðju Samherja í Grinda- vík. Seinna er reiknað með að aflinn verði fullunninn um borð. Annað skip á vegum Samherja er að koma til lands- ins, Jón Sigurðsson og er hug- myndin að honum verði flagg- að inn aftur, að minnsta kosti um stundarsakir og verður Þor- steinn Símonarson skipstjóri á honum. Hann heldur til veiða eftir nokkra daga. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.