Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 9
Júdó er íþrótt sem ekki
hefur farið mikið fyrir
á Suðurnesjum á und-
antórnum árum en hér áður
áttu Suðurnesjamenn marga
góða júdómenn. Þá fóru æf-
ingar fram í gamla Ungó en
síðan fluttust æfingarnar í
íþróttahúsið við Sunnubraut
og þá harðnaði í ári og flestir
gömlu jálkarnir hættu í
íþróttinni. Áhugi fyrir íþrótt-
inni virðist samt aldrei hafa
verið langt undan en haustið
1998 byrjaði Magnús Hauks-
son júdómaður að þjálfa í
Vogunum. Aðstaðan þar er
frábær og íþróttin virðist nú
vera að rísa upp úr öskustón-
ni eftir nokkurra ára lægð.
Silja Dögg Gunnarsdóttir
kíkti í heimsókn í Vogana og
spjallaði við Magnús Hauks-
son, þjálfara um stöðu og
framtíð júdósins á íslandi.
■ Júdó vinsælt í Vogum:
Byggist á lipurð og herkænsku
-segir Magnús Hauksson þjálfari í viðtali við Víkurfréttir
Vartekið opnum örmum
í Vogunum
Magnús bjó í Danmörku um
skeið en flutti heim árið 1996.
Þá höfðu nokkrir piltar sam-
band við hann og báðu hann
um að þjálfa sig. Hann gerði
það og þeir fengu aðstöðu í
Æfingastúdeói Bertu í Njarð-
vík. „Haustið 1998 fengum við
toppaðstöðu í Vogunum. Mér
finnst mikill áhugi vera fyrir
íþróttinni og það vantaði júdó á
Suðumesin. Okkur var tekið
opnum örmum í Vogunum, sal-
urinn er góður og aðstaðan
sömuleiðis. Viðhorfið gagnvart
íþróttinni er jákvætt og það
skiptir öllu máli“, segir Magn-
ús.
Hópurinn sem æfir reglulega
júdó telur nú um tuttugu
manns. Æfingar eru þrisvar í
viku, á mánudögum og föstu-
dögum kl. 19 og kl. 18:30 á
fimmtudögum.
Júdó byggist ekki á afli
„Æfingamar felast í upphitun,
teygjum og síðan förum við í
tækniæfingamar, þá læra menn
brögðin. Eg hef mikið verið að
kenna þeim mjúkar hreyfingar,
hálfgerðar þykjustuhreyfingar
til að fá mýktina inn í brögðin.
Margir halda að júdó byggist á
afli en það byggist á tækni og á
að blekkja andstæðinginn. Lip-
urð og snerpa skipta máli og að
nota kollinn. Það má kannski
líkja júdói við skák, þetta bygg-
ist á herkænsku. Maður þaif að
ná andstæðingnum þangað sem
maður vill fá hann og þá getur
maður klárað dæmið. Þeir sem
em klárastir í því ná lengst",
segir Magnús.
Vil mýkja upp júdóið
Meirihluti þeina sem æfa júdó
eru strákar en Magnús segir
íþróttina vera fyrir alla, stelpur
og stráka. Það sem hafi hins
vegar skemmt fyrir júdóinu á
Islandi sé harkan. Erlendis sé
mýktin hins vegar að koma
meira inní júdóið. Þannig sé
hægt að laða fjöldann að og úr
þeim hópi koma kannski
nokkrir keppnismenn.
„Það er kominn upp góður
hópur af stelpum sem æfa í
Júdófélagi Reykjavíkur og Ár-
manni, þær em hins vegar fáar
hér hjá okkur. Ég vil mýkja
júdóið upp. Þá er æfð tækni og
fléttur, sem kallast kötur, en í
þeim vinna tveir saman. Þá
lærir viðkomandi fullkomnun-
ina í öllum brögðum en er ekki
að keppa og ekki í hörkunni.
Þetta er rosalega hörð íþrótt
sem keppnisíþrótt. Ég hef
stundum fengið tíu stráka inn
og það er kannski einn sem
heldur áfram, hinir gefast upp“,
segir Magnús.
Fólk á öllum aldri æfir júdó hjá
Magnúsi, frá 13^10 ára. „Strák-
amir sem byrjuðu hjá mér íyrir
þremur ámm em orðnir þrettán
ára í dag. Flestir sem byrjuðu
þá hættu en þessir drengir
héldu áfram og standa sig gríð-
arlega vel. Þeir em með okkur
á fullorðinsæfingunum og
skemmta sér konunglega."
Daglega á Netinu • www.vf.is
9