Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 10
Sigmar í Gallerý Reykjavík Sigmar Vilhclnisson myndlistamaður frá Kcflavík hcldur sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Sýningin hefst n.k. laug- ardag 28. október kl. 15 -18. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 11-16 og sunnudaga kl. 14-16. Sýningunni lýkur 12. nóvember. Baðstofufólkið er sérstaklega velkomið svo og allir Suðurnesjabúar. Leiksvæðum mismunað eftir bæjarhlutum? Astæða þess að ég skrifa þennan pistill er sú að mér blöskrar seinagang bæjarstjómar við frágang leiksvæða er standa við skóla Reykjanesbæjar. Heiðarskóli og Holtaskóli eru með fullkláruð leiksvæði, hafa ljóskastara og grindverk kringum sparkvelli. Myllu- bakkaskóli er með sömu að- stöðu nema hvað lýsingu vantar á körfuknattleikssvæði og ekki er kveikt á Ijósköstur- unum er standa við sparkvöll. Skömmin í þessu öllu saman er Njarðvíkurskóli, þar stend- ur ljósastaur við sparkvöllinn sem er kveikt á eftir geðþótt- um og ljósastaur sem hefur verið hrifsaður úr skrúðgarð- inum og hefur aldrei verið kveikt á honum. Girðing er stóð Gmndarvegar megin við sparkvöllinn er horfin, ætli hún standi ekki við einhvem skólann í Keflavík? Má ung- viðurinn í Njarðvík eiga von á að fá girðingu hringin í kring- um völlinn eins og jafnaldrar sínir í Keflavík ásamt ljós- kösturum til að lýsa upp skammdegið? Svo ekki sé nú minnst á endalínur sparkvall- anna, í Keflavík eru flottar hellur eða snyrtilega tálguð grindverk en ef litið er til Njarðvíkur þá er hæðarmis- munur allt að 13 cm hvar hann er hæstur og þarf ekki að spyrja að því ef að menn stfga eitt feilspor og sitji uppi með stórslasaðan ökkla eða fót- brot!! Körfuboltasvæðið er samt mesta skömmin af öllu, Þar er engin lýsing og ein- hveiju eíni sem ég kann ekki skil á er búið að planta þama í stað malbiks og það þarf ekki nema smá raka þá er orðið fljúgandi hált og slysahættan mikil. Mér dettur helst í hug að einhverjum í meirihluta bæjarstjómar hafi keypt und- irlagið á sólpallinn sinn en hent því frekar á körfubolta- svæðið svona til þess að gefa því smá lit!! Eini bæjarfulltrú- inn sem hefur látið sig málið varða er Ólafur Thordersen (S), hann skrifaði pistill og benti á að ekki hefur verið vandað til verks og hvort ekki væri tími til að klára svæðin, mér er spum var ábendingun- um kannski stungið undir stól? Og virðist mér að hann sé eini bæjarfulltrúinn sem láti málefni Njarðvíkinga sig eitt- hvað varða Það fór nú bara eins og margan Njarðvíking- inn gmnaði að við myndum sitja á hakanum eftir samein- inguna. Svona rétt í lokin þá vil ég minna meirihluta bæjar- stjórnar á að atkvæði eru áunnin en ekki gefins. Virðingarfyllst Gísli Þór Þórarinsson 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.