Víkurfréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 27
JOLAVERSLUNIN 2000
Urajól hjá Georg
Georg V. Hannah, úr-
smiður, segir að jóla-
verslunin hafi gengið
mjög vel og hafi farið óvenju
snemma af stað en hann
þakkar það góðærinu. „Við
seljum rnikið af úrum og
demantshringir eru alltaf sí-
gildir“, segir Georg og Eygló
Geirdal, kona hans, bætir við
að trúlofunarhringir séu líka
mjög vinsælir fyrir jól og
áramót en í versluninni fæst
gott úrval af trúlofunar-
hringum, bæði sem eru smíð-
aðir á staðnum og innflutt-
um.
„Trúlofunarhringir eru aftur
orðnir þykkir og myndarlegir“,
segir Georg þegar hann er
spurður um tískuna í trúlofun-
arhringum. „Vinsælastir eru
klassískir gullhringir en við
erum líka með öðruvísi hringi,
þá er kvenhringurinn t.d. með
demanti.
I verslun Georgs V. Hannah
fæst falleg gjafavara í miklu úr-
vali, t.d. handmálaðar þýskar
postulínsvörur frá Goebel og
glervara frá Leonardo en sjón
er sögu ríkari.
Georg V. Hannah í samnefndri verslun við Hafnargötu
Skötuveisla Keilis
Hin árlega skötuveisla
verður haldin í Lions
húsinu Aragerði 4 í
Vogum, föstudaginn 22. des-
ember nk. Veislan hefst kl.
15.
Lionsklúbburinn Keilir stendur
fyrir veislunni en sá góði siður,
að borða skötu fyrir jólin, hefur
verið fastur liður hjá mörgum.
Skötulyktin hefur hins vegar
ekki verið eins vinsæl og hafa
því margir tekið því fegins
hendi að geta gætt sér á þessu
ljúfmeti án þess að smita ibúð-
ina af skötuilmi.
A boðstólnum verður, ásamt
skötunni, saltfiskur, vestfirskur
hnoðmör, hamsatólg og allt
sem því fylgir. Verðinu er stillt
í hóf. Er það von okkar að sem
flestir sjái sér fært að heiðra
okkur með nærvem sinni.
Lionsklúbburinn Keilir
Skötuveisla
í Garðinum
Skötuhlaðborð verður í Samkomuhúsinu í Garði föstu-
daginn 22. desember frá kl. 11-14 og aftur kl. 17-21.
Boðið verður upp á skötu, saltfisk, siginn fisk og
plokkfisk. Kaffi og konfekt í eftirrétt. Hlaðborðið kostar kr.
1500 á manninn og rennur ágóðinn til uppbyggingar
unglingastarfs Víðis í Garði. Tekið er við greiðslukortum.
Unglingaráð Víðis vill koma á framfæri jólakveðjum til allra
velunnara með þökk fyrir stuðninginn á árinu.
J APOTEK
SUÐURNESJA
HRINGBRAUT 99
Sími:421 6565 Fax: 421 6567
sokkabuxur
afsláttur til Jóla
Úrval jólagjafa
odazo
25%
Opnunartimi um jolm
Á Þorláksmessu kl 10-19
Aðfangadag jóla kl 10-12
Jóladag og annan í jólum
kl 10-12.
Víkurfréttir koma næst
út föstudaginn 29. desember.
Auglýsingasíminn er4214717
GLEBILEGA
H Á T í Ð
27