Víkurfréttir - 29.12.2000, Page 8
■ Gott veður hafði góð áhrif á verslun í desember:
Líf og fjör við Hafnargötuna að kvöldi
Þorláksmessu. VF-myndir: Páll Ketilsson
Kaupmenn ánægðir
með jolaverslunina
Kaupmenn á Suð-
urnesjum eru sam-
mála um að jóla-
verslun hafi gengið betur í ár,
en í fyrra. Góða veðrið á þar
sennilega hlut að máli en
mikil stemning var í miðbæ
Keflavíkur fyrir jólin.
„Verslun gekk mjög vel og við
emm alsæl með söluna", segir
Þorsteinn Marteinsson, í Penn-
anum-Bókabúð Keflavíkur.
„Eg sé að það hefur orðið tölu-
verð aukning í bóksölu en ná-
kvæmar tölur liggja ekki fyrir.
Það er ekki eins áberandi aukn-
ing í öðrum vörum en samt
nokkur enda leggjum við aðal
áherslu á bækumar."
Guðrún Hákonardóttir í Stapa-
felli segist vera ánægð með
jólaverslunina sem gekk mjög
vel. „Það var mikil stemning í
bænum og salan fór ágætlega
af stað og dreifðist vel yfir
mánuðinn. Ég myndi segja að
salan sé svipuð og í fyrra.“
Samkeppni á matvörumarkað-
inum hefur aukist töluvert með
tilkomu tveggja nýrra verslana
í Keflavík, Nóatúns og 10-11.
Guðjón Stefánsson fram-
kvæmdastjóri hjá Samkaupum
segir að þrátt fyrir þetta hafi
jólaverslun í ár verið góð og í
heildina sé fyrirtækið í góðu
gengi. „Okkur gekk vel á Vest-
fjörðum og ágætlega í Hafnar-
firði. Hér suðurfrá gekk mis-
jafnlega á milli verslana okkar
en við erum sáttir í Samkaup.“
Sigurður Björgvinsson, í K-
sport segir að verslun hafi verið
nokkuð jöfn yfir mánuðinn og
telur að góða veðrið haft haft
áhrif á það. „Salan hjá okkur
gekk rosalega vel en ég verð
var við að fólk versli meira
heima nú en áður. Salan var þó
nokkuð betri en í fyrra og ég er
alveg í skýjunum. Ég er eigin-
lega ekki búin að jafna mig eft-
ir þessa miklu vinnu, en við
kvörtum ekki í K-sport“, segir
Sigurður. Kollegi hans, Oskar
Færseth var einnig mjög
ánægður með jólaverslunina og
sagði hana meiri en í fyrra.
Agústa Jónsdóttir í versluninni
Persónu segir að salan haft ver-
ið mun meiri nú en í fyrra.
„Verslunin fór fyrra af stað en
hún hófst strax í byrjun nóvem-
ber, sem er óvenju snemmt.
Við tvöfölduðum nóvember-
mánuð miðað við árinu áður,
sem verður að teljast nokkuð
gott og emm mjög ánægð.“
Guðlaug Þorsteinsdóttir, versl-
unarstjóri í Rúbín, er einnig
mjög sátt við söluna í ár. „Það
er aukning síðan í fyrra og ég
verð vör við að fólk versli
meira heima og geft persónu-
legri gjaftr."
VOGA ÍDÝFUR
Góður félagsshpur
á góðri stund
yOGA
IDÝFA
o
í
o
1
o
VOGABÆR
190 Vogar Sími: 424 6525
Á R
8
GLEBILEGT
N Ý T T