Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 29.12.2000, Page 10

Víkurfréttir - 29.12.2000, Page 10
Það eru alltaf einhverjir sem verða að Vinna um hátíðir Yfirstandandi hátíðir eru í hugum flestra tími fjöl- skyldunnar. Sá tími árs þegar fólk kemur saman, borðar góðan mat og nýtur ljóss og friðar. Svo er þó ekki um alla. Sumir þurfa að vinna þegar aðrir fá kærkomið frí. Læknar, slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn og lögregla eru dæmi um starfsstéttir sem aldrei fá frí. Hjá þeim er vakt allan sólarhringinn, allan ársins hring. VIII vera í faðmi fjölshyldunnar Helst af öllu vildi ég eiga frí þessa nótt og vera með fjöl- skyldu og vinum“, segir Guðmundur Sæmundsson lögreglumaður í Keflavík. Hann hefur starfað sem lögreglumaður síðan 1983 og af og til þurft að vinna um jól og áramót. „Mér finnst gamlárskvöld hafa verið frekar rólegt hin síðari ár og ölvun minni en áður fyrr. Eg kann reyndar engar skýringar á því. Það eru auðvitað alls konar útköll sem koma upp, þá helst sem tengjast ölvun og árekstrum á milli manna“, segir Guðmundur. Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég óska öllum gleðilegs árs og ánægjulegra áramóta og vona að fólk fari varlega um áramótin og verði gott livort við annað.“ Er hættur að djamma Gylfi Armannsson hefur verið í slökkviliðinu í Keflavík síðan 1969. Hann segist ekki kvíða því að vinna um áramótin. Hann var fíka á vaktinni á sama tíma í fyrra en sl. átta ár þar á undan, hefur hann farið með fjöl- skyldunni í frí til Kanaríeyja. „Mér finnst ekki skipta neinu máli hvort ég sé að vinna um ára- mót, eða aðra daga, þetta er bara vinnan mín. Yfirleitt hafa þessi kvöld verið róleg. í fyrra var eitt brunaútkall og það hafa komið gamlárskvöld þar sem ekkert hefur verið að gera.“ Magnús á sjálfur uppkomin böm og segir það því ekki trufla sig lengur að vera fjarri fjölskyldunni á þessurn tíma en yngri strák- amir í slökkvililiðinu vilja síður missa af djamminu. „Ég er hættur og djamma og tek því bara rólega þegar ég á frí hvort sem er“, segir Magnús yftrvegaður að vanda. Epilsamasta nótt ápsins Nýársnótt er að sögn Konráðs Lúðvíks- sonar læknis á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, erilsamasta og erfiðasta nótt ársins. Þá er áberandi að fólk komi í heimsókn vegna brunasára og áverka eftir pústra. „Því miður getur maður kviðið því að menn eigi óuppgerð mál sem þeir telja sig þurfa að gera upp þessa nótt. Þá eru einstaka brunaslys fyrir „Skaup“ en þegar dansleikjum lýkur hefst líftð fyrir alvöm og menn halda gjarnan áfram frameftir morgni. Ég býst því við að vera hér á stofnuninni jressa nótt til kl. 6 um moigun- inn a.m.k., en það þarf víst að standa þessa vakt eins og aðrar vaktir“, segir Konráð og bætir við að hann haft tekið eftir að veðrið hafi merkjanleg áhrif á hegðun fólks. „Ef veður er gott er oft eins og fólki líði betur og þurfi minna að láta til sín taka með handalögmálum og ég vona að svo verði nú.“ ■ Björgunarsveitin Suöurnes:_____________________________ Tekup í notkun fullkominn fyrstuhjálpargám Björgunarsveitin Suð- urnes og Brunavarnir Suðurnesja hafa kom- ið á fót fyrstuhjálparhóp og í honuni eru 30 manns. Björg- unarsveitin hefur einnig fest kaup á fullkomnum fyrstu- hjálpargámi sem verður full- búinn tækjum og öðrum nauðsynlegum búnaði í febr- úar á næsta ári. Gámurinn kostar 3,5 millj. kr. en kaupin eru að mestu fjármögnuð með flugeldasölu. Suður- nesjamenn eru því hvattir til að versla flugelda af Björg- unarsveitinni Suðurnes og styrkja gott málefni. Bregðast við stórslysum Hlutverk fyrstuhjálparhópsins er að bregðast við hópslysum sem hin almenna neyðarþjón- usta ræður ekki við, s.s. rútu- slys, flugslys, náttúruhamfarir, stórbrunar o.fl. Fyrstuhjálpar- hópurinn þjónar öllu landinu og jafnvel getur hann farið er- lendis sé þess óskað. I fyrstu- hjálparhópnum eru reyndustu einstaklingamir bæði úr björg- unarsveitinni og frá Bruna- vömum Suðumesja. Fullkomin tjöld Fyrstuhjálparbúnaður Björgun- arsveitarinnar Suðumes er með öllum búnaði fyrir 24 manna fyrstuhjálparhóp til að takast á við ýmis konar stórslys. Bún- aðurinn verður í færanlegum gámi sem hægt verður að hífa m.a. af þyrlu eða um borð í bát. I þessum gámi verður m.a. tvö fyrstuhjálpartjöld sem í er sér- hæfður fyrstuhjálparbúnaður, s.s. vinnustöðvar fyrir grein- ingasveit, þyrlulendingarbún- aður, vökvar og súrefni, raf- stöðvar, sigbúnaður o.fl. Hvort tjald fyrir sig er um 37 fermetrar en þau eru þannig hönnuð að hægt er að taka á móti sjúklingum innan fimmt- án mjnútna frá komu á slys- stað. I þeim verða 3-4 vinnu- stöðvar fyrir fyrstuhjálpannenn eða greiningarsveit lækna til að athafna sig við greiningu, hjúkrun og forgangsröðun. Þessi tjöld em sömu gerðar og margar erlendar björgunar- sveitir em með og því hægt að tengjast þeim á auðveldan hátt. Upphitunarbúnaður fylgir tjöldunum. Styrkjum gott málefni Ragnar Sigurðsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suður- nes, segir að hópurinn hafi upphaflega verið stofnaður vegna nálægðar við flugvöllinn og mikillar umferðar hópflutn- ingabifreiða um Reykjanes- brautina. „Við létum sérsmíða gáminn og erum nú að kaupa í hann nauðsynlegan búnað en gámurinn ætti að vera fullklár- aður um miðjan febrúar 2001.“ Gámurinn kostar fullbúinn 3,5 milljónir króna og að sögn Ragnars er hann fjármagnaður með styrktarfé frá fyrirtækjum og félagasamtökum og flug- eldasölu. „Við emm byrjuð að selja flugelda og erum með sölustaði í bjöigunarsveitarhús- inu Holtsgötu 51 í Njarðvík, söluskúr við Tjamagötutorg í Keflavík og söluskúr við Hita- veitu Suðurnesja Brekkustíg í Njarðvík. Ég hvet Suðumesja- menn til að kaupa af okkur flugelda og fagna aldamótun- um og styrkja um leið gott ntálefni.“ 10 GLEBILEGT N Ý T T Á R

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.