Víkurfréttir - 29.12.2000, Qupperneq 11
Ung Garðkona gerir það gott i
Verðbráfi
beimlnum
Auður Finnbogadóttir, ung kona úr Garðinum er
að gera það gott íhöfuðborginni í fjármálaheim-
inum og er framkvæmdastjóri hjá hinu virta fjár-
málafyrirtæki MP Verðbréfum hf. Hún kann vel
við sig í Reykjavík en hefði samt alls ekki viljað
missa afþvíað alast upp íGarðinum. Þaðan á
hún góðar minningar.
Auður er 33 ára, einhleyp og
bamlaus. Hún útskrifaðist með
B.S. gráðu frá University of
Boulder, Colorado, Bandaríkj-
unum og kom heim til Islands
aftur árið 1993.
„Ahugi minn á fjármálaheim-
inum vaknaði við viðskipta-
nám erlendis," segir Auður, þá
sérstaklega bankageiranum, og
leiddi það til þess að ég starfaði
í 6 mánuði hjá Banc One eftir
nám. Þegar ég kom heim árið
1993 þá fannst mér áhugaverð-
ast að leita eftir störfum á verð-
bréfamarkaði og ég er mjög
ánægð með það val.Vinnuum-
hverfið í verðbréfageiranum er
krefjandi en fjölbreytilegt og
skemmtilegt að mér finnst. Þar
kemur saman alls konar fólk
með mismunandi hæfileika."
Við spurðum Auði hvernig
staðan væri á markaðnum í
dag. Hún segir töluverðar
sveiflur hafa verið á hlutabréfa-
mörkuðum hér heima og er-
lendis á árinu og skuldabréfa-
markaður innanlands hefur átt
undir högg að sækja. „Olíu-
verðs- og launahækkanir auk
gengisþróunar gjaldmiðla hafa
haft vemleg áhrif á afkomu íyr-
irtækja á íslandi og endurspegl-
ast það í hlutabréfaverði á
markaði'1, segir Auður og mað-
ur dáist að því hversu vei hún
er inni í lögmálum markaðar-
ins. „Framboð og eftirspurn
ræður einnig töluverðu um þró-
un hlutabréfaverðs og almennt
hefur framboð verið meira en
eftirspurn undanfarið. Við
miklar lækkanir á hlutabréfa-
mörkuðum, eins og verið hafa í
október og nóvember, skapast
þó oft góð kauptækifæri fyrir
langtímafjárfesta þegar þeir
setjast niður og greina virði fyr-
irtækja og meta rekstrarhorfur
næstu ára. Aðstæður í Banda-
ríkjunum virðast ráða tölu-
verðu um þróun hlutabréfa-
markaða í heiminum og nýleg
dæmi eru forsetakosningar,
umfjöllun Greenspan seðla-
bankastjóra Bandaríkjanna um
efnahagslífið og tilraunir fjár-
festa til að rýna í hvort hann
muni lækka vexti á næstunni
eða ekki.
Hafa íslendingar auðgast á
verðbréfakaupum?
„Islendingar hafa aukið mjög
verðbréfakaup á hverju ári frá
árinu 1993“, svarar Auður og
bætir við „bæði með iðgjöldum
sínum í lífeyrissjóði og eigin
spamaði. Töluvert var um það
á árunum 1994-1997 að menn
væru að taka þátt í útboðum
fyrirtækja sem hækkuðu nánast
undantekningarlaust í verði um
minnst 25% á mjög skömmum
tíma og innleystu þá myndar-
legan hagnað. Þannig náðu ófá-
ir að byggja upp viðbótarspam-
að og sumir myndu kannski
segja „auð“. Fleiri spákaup-
menn urðu til sem kaupa og
selja hiutabréf á skömmum
tíma og þeir eru alla jafna að
taka meiri áhættu með við-
skiptum sínum en langtímafjár-
festar sem hafa biðlund. Hluta-
bréf eru ekki áhættulaus en
þeim fylgja þess vegna meiri
væntingar um ávöxtun.
Ef ég ætti milljón!
Til gamans spurðum við Auði
hvemig best væri að verja einni
milljón ef mig langaði til að
eyða henni í verðbréf fyrir ára-
mót sem bundin væm í þrjú ár.
„Ef ég sjálf, á mínum góða
aldri, ætti eina milljón í dag og
það væri eini spamaður minn
umfram lífeyrisspamað, með
bindingu í þrjú ár, þá myndi ég
fjárfesta eingöngu í hlutabréf-
um,“ svarar Auður ákveðið.
„Eg myndi skipta fjárhæðinni í
þrennt og setja 1/3 hluta í MP
BIO hf. Það er félag sem fjár-
festir í óskráðum og skráðum
líftækni-, erfðatækni- og lyfja-
fyrirtækjum og yerður skráð á
Verðbréfaþing íslands á milli
jóla og nýars. Þennan hluta lít
ég á sem aðeins áhættumeiri en
ella þar sem fjárfestingarstefn-
an er eingöngu bundin við of-
angreinda geira og fjárfest er
að hluta í óskráðum félögum,
Ég hefði ekki viljað missa af því að alast
upp „úti á landi“ eins og sumir skólafélagar
í Versló sögðu um Suðurnesin á sínum tíma.
Ég á góðar minningar úr Garðinum, af heim-
sóknum til ömmu og afa í Grindavík og af ferð-
um til Keflavíkur m.a. í tónlistarskólann
og í 9. bekk í Holtaskóla
en þarna liggja líka mestu
væntingar um ávöxtun á næstu
árum skv. mörgum erlendum
og innlendum sérfræðingum.
Eg er sammála þeim.
1/3 hluti færi í Eimskip sem
hefur sýnt sig að vera góð lang-
tímafjárfesting og ég tel ekki
líkur á því að það breytist þó
auðvitað sveiflist verð á þeim
bréfum sem öðrum. Síðasti
hlutinn færi í erlent fjarskipta-
fyrirtæki s.s. Nokia þar sem
flest okkar munu sennilega
nota símann í miklu meira
mæli en nú er í náinni framtíð,
sumir segja að hann verði
stjómtæki heimilisins."
Yfiríallt annað
Okkur langaði að vita hvemig
höfuðborgarlífið legðist í Auði
og hvort hún væri alflutt af
Suðumesjum? „Ég hefði ekki
viljað missa af því að alast upp
„úti á landi“ eins og sumir
skólafélagar í Versló sögðu um
Suðumesin á sínum tíma. Ég á
góðar minningar úr Garðinum,
af heimsóknum til ömmu og
afa í Grindavík og af ferðum til
Keflavíkur m.a. í tónlistarskól-
ann og í 9. bekk í Holtaskóla.
Frístundum ver ég í góðum
hópi vina og vandamanna,
reyni að fara í einhverja lík-
amsrækt eftir árstíðum eða les.
Foreldrar mínir, Edda Karls-
dóttir og Finnbogi Bjömsson,
búa ennþá í Garðinum og mér
finnst alltaf gaman að kíkja á
heimaslóðir en það gerist því
miður alltof sjaldan.
En ég hefði heldur ekki viljað
missa af því að víkka aðeins
sjóndeildarhringinn og fá að
kynnast stórborginni Reykjavík
á yngri árum og eignast góða
vini þar. Ég kann mjög vel við
mig á höfuðborgarsvæðinu.
Vera mín þar átti ábyggilega
mikinn þátt í því að ég ákvað
að víkka sjóndeildarhringinn
enn frekar og fara í nám er-
lendis. Sú reynsla að kynnast
fólki alls staðar að úr heimin-
um er ómetanleg". svarar Auð-
ur og sendum við henni bestu
þakkir fyrir spjallið.
Útnefning á íþróttamanni
Reykjanesbæjar
veröur í íþróttahúsi Njarövíkur, gamlársdag,
31. desember kl. 13.
Dagskrá
1. íslandsmeistarar heiðraðir.
2. Viðurkenning fyrir störf í þágu hreyfingarinnar.
3. íþróttamaður Reykjanesbæjar valin.
ÍRB óskar öllum íbúum Reykjanesbæjar
gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs.
/jr \
W íþróttabandalag Reykjanesbœjar
REYKJANESBÆR
Á R
GLEBILEGT
N Ý T T
11