Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 29.12.2000, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 29.12.2000, Qupperneq 22
íþróttamaður Reykjanesbæjar 2000 kynntur á Gamlársdag Kjör á Iþróttamanni Reykja- nesbæjar verður tilkynnt í Iþróttahúsi Njarðvíkur á gamlársdag kl. 13. Auk kjörsins verða Islandsmeistarar heiðraðir og veittar viðurkenningar til þeirra sem starfað hafa mikið fyrir íþróttahreyfingu- na í Reykjanesbæ. íþróttamaður Reykjanes- bæjar í fyrra var Órn Ævar Hjartarson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja. MM SlJílHJjir í þessum strákum -Haukur Ingi, Jóhann Guðmunds og Ómar Jóhannsson markvörður komnir „heim“ Keflvíkingar hafa fengið þrjá nýja leik- menn til liðsins en það eru allt fyrrverandi liðs- menn sem hafa verið að reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku að undaniörnu. Þetta eru þeir Haukur Ingi Guðnason sem kemur frá Liverpool, Jóhann B. Guðmundsson frá Watford og Omar Jóhannsson sem hefur verið á mála hjá sænska liðinu Malmö. Haukur Ingi og Jóhann léku síðast með Keflavík fyrir 3 árum síðan þegar liðið varð bikarmeistari. Allir þessir kappar hafa leikið í yngri landsliðum Islands og eru því kunnir nýja þjálfaranum Gústaf Bjömssyni. Þetta er mikill fengur fyrir okkur“, sagði Rúnar Amarson, formaður Knattspyrnuráðs Keflavíkur á blaðamannafundi sem haldinn var í dag. Strákarnir voru ánægðir og sögðust hlakka til að leika á ný með sínu gamla félagi. Haukur hefur átt við meiðsl að stríða síðan í surnar en er orðinn góður af þeim. Hann átti aðeins eftir um sex mánuði af samn- ingi sínum við Liverpool og kemur til landsins alkominn heim nú fljótlega eftir áramótin. „Ég stefni að því að fara í háskólann þannig að það ýtti líka á að ég kæmi heim“, sagði Haukur og bætti því við að hann væri bjartsýnn á komandi tímabil fyrir Keflavík. „Þetta er búinn að vera erfiður tími en lærdómsríkur. Það hefur bæst mikið við leikmannahóp Watford og ég hef ekki verið í náðinni hjá framkvæmdastjóranum. Ég leit því á málið þannig að það væri gott að koma heim til að fá að spila en draumurinn er síðan að komast aftur í atvinnu- mennskuna", sagði Jóhann og undir það tók Haukur. Omar Jóhannsson er uppalinn í Keflavík og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Hann er markvörður og þykir mikið efni. Omar mun keppa við Gunnleif Gunnleifsson sem þó hefur verið að reyna að komast í atvinnumennsku. Hann er á leið til Bretlands nú strax eftir áramótin og því allt opið hjá honum. „Þetta er mikill styrkur fyrir liðið og starfið leggst vel í mig“, sagði Gústaf Bjömsson, nýráðinn þjálfari Kefla- víkurliðsins í knattspymu. Halli til Hibs Haraldur Guðmundsson, miðvallarleikur úr Keflavík heldur á vit atvinnumanna-ævintýra til Skotlands fljótlega eftir áramótin. Honum hefur verið boðið aftur til Hibernian en Haraldur var hjá liðinu sl. haust. Gert er ráð fyrir að Haraldur verði hjá skoska liðinu fram á vor og komi þá til Keflavíkur. dcf/finn / Til hamingju með 40 árin elsku Oli, Helga og stelpurnar. Elsku stóri bróðir. Til hamingju með 40 ára afmælið þann 29. desember. Systkinin. Elsku Rakel Rós til hamingju með 1 árs afmælið 27. desember. Mamrna, pabbi og Birta Rós stóra systir. Elsku vinkona, til hamingju með daginn í dag. Hvenær er mæting? Afmæliskveðja, Harpa, íris og Kolla. 22 GLEÐILEGT N Ý T T Á R

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.