Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 25.01.2001, Blaðsíða 18
Hávaðamengun í Grænáshvertl -byggingu leikskóla og gæsluvallar hafnað Heilbrigðisnefnd Suð- urnesja hefur hafnað byggingu leikskóla og gæsluvallar í Grænási og setur ákveðin skilyrði fyrir byggingu íbúðabyggðar. Málið var tekið fyrir á fundi Skipulags- og byggingamefnd- ar 9. janúar sl. og féllst nefndin á þau skilyrði sem heilbrigðis- nefndin setti fyrir byggingu íbúðabyggðar á svæðinu. Bæj- arstjóm Reykjanesbæjar fjall- aði um fundargerð Skipulags- og byggingamefndar á fundi í síðustu viku og var hún sam- þykkt 11-0. Skilyrði fyrir íbúðabyggð Skipulagsstofnun ríkisins fór yfir tillögur að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Grænási og afgreiddi þær frá sér með bréfi dagsettu 22. desember. Þar var m.a. farið ffarn á að leitað yrði álits Heilbrigðisnefnd Suður- nesja sem tók erindið fyrir á fundi 3. janúar. Nefndin setur fram þau skilyrði fyrir íbúða- byggð í Grænási að fram komi í úthlutun að urn sé að ræða svæði nálægt flugvelli þar sem búast má við hávaða yfir al- mennum mörkum. Einnig þarf að tryggja 30 desibela hljóðvist innanhúss og að öðrum um- hverfishávaða verði haldið í lágmarki. Nefndin hafnar byggingu leikskóla og gæslu- vallar á svæðinu. Minni mengun nú en áður Ellert Eiríksson bæjarstjóri tók til máls á fundi bæjarstjómar, þegar málið var til umfjöllunar þar og benti á að hávaði í Njarðvík vegna flugumferðar hefði ekki aukist á undanföm- um árum, heldur hið gagn- stæða. „Nú eigum við að sam- þykkja skipulag fyrir þetta svæði og setja strangari skil- yrði um hávaðamengun. I dag er mun minni mengun af her- flugi en áður því nýrri vélar eru ekki eins háværar, en auðvitað koma álagspunktar á æfinga- tímum. Eg tel sjálfsagt að verða við tillögu Skipulags- stofnunar og ganga að þeim skilyrðum sem heilbrigðis- nefndin hefur sett. Tilvonandi íbúar í Grænási gera sér vænt- anlega grein fyrir að það sé flugvöllur í grenndinni og vita þar með að hverju þeir ganga“, sagði Ellert. ■ Grindavík: Aflaaukning í upp- sjávarfiski á milli ára Heildarafli sem barst á land í Grindavík árið 2000 var 133,730 tonn á móti 88,700 tonnum árið 1999. Fiskistofa birti þessar tölur nýverið í riti sínu Afli og aflaheimildir. Þrátt fyrir þessa miklu aukn- ingu á afla er þorskveiðin 1,735 tonnum minni árið 2000 en árið 1999, en þá veiddust 22,897 tonn af þorski, en 21,162 tonn árið 2000. Afla- aukningin er því í uppsjávar- fiski en árið 1999 var uppsjáv- araflinn um 50,850 tonn en árið 2000 var hann rúmlega 91 þúsund tonn. Að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra í Grindavík, er árið 2000 án efa það ár sem mestur afli hefur komið á land í Grindavík. „Hlutur bomfisks í aflanum rnætti vera meiri, en ýmsar blikur em á lofti um að ástand þorskstofnsins sé ekki eins gott og vonast var til. Hlutfall ýsu í afla línubáta hef- ur aukist nú í haust og vonandi er það vísbending urn að hún sé á uppleið aftur og vonandi tekst sjómönnum okkar að bera mikinn og góðan afla að landi á árinu 2001“, segir Sverrir. Grindavíkurbátar fiskuðu ágætlega, fyrripart síðustu viku. Síðastliðna helgi brast á með sunnan stormi, sem hélst út vikuna og enginn afli kom á land þar til veðrinu slotaði. Allsherjar hrunaæfing og æfð sKkkviáatlim Vika hjá Bmnavömum Suð- umesja var fremur róleg, að sögn Sigmundar Eyþórsson- ar slökkviliðsstjóra. „Yið fór- um í 23 sjúkraflutninga, þar af vom tvö slys, annað vom flutningar vegna veikinda. Við fengum eitt bmnaútkall en það reyndist vera vegna bilunar í viðvörunarkerfi.“ í gærkvöldi fór slökkviliðið á allsherjar brunaæfingu þar sem framkvæmt var heildar- útkall og æfð slökkviáætlun. Æfingin fór fram í slysavam- arhúsinu í Garði og gekk vel. Verða hjolreiðamenn utilokaöir? Stjóm landssanitaka hjólreiðamanna hefur mikl- ar áhyggur af því að umferð hjólreiðamanna verði bönnuð með tvöföldun Reykjanesbrautar en að sögn umdæmisstjóra Vegagerðarinnar er ekki búið að ákveða það endanlega. Straumur erlendra ferðamanna hefur aukist mikið á undanfómum árunt og í þeirra hópi eru margir sem kjósa að ferðast um landið á hjóli. Jóhanni D. Jónssyni, ferðamálafulltrúa Reykjanesbæjar finnst fráleitt að banna hugmynd við Brautina. Fáum bara bannskilti Haraldur Tryggvason á sæti í stjóm landssamtakanna en það kom frani á fundi hjá þeim sl. mánudag að þessi mál hefðu verið tekin fyrir hjá tækninefnd Umferðarráðs fyrir skömmu. „Það hefur ekkert verið gert fyrir hjólreiðamenn nema setja upp bannskilti. Þetta endar með því að það verði bannað að hjóla á Islandi, það eru skilaboðin sem við fáum“, segir Haraldur. Ætlið þið að grípa til einhverra aðgerða ef af þessu banni verður? „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hingað til er að sitja á kynningarfundum um framkvæmdir hjá sveitar- stjómum og fleiri aðilum. Við fáum alls staðar þau skila- boð að við eigum að vera raunsæ, sem þýðir að við eigum að vera raunsæ í þeirra þágu. Við viljum að eitthvað verði gert fyrir okkur svo að við getum komist óhindrað í um- ferðinni." Hann bendir á að mikið sé horft í peninga þegar rætt er um hjólandi ferðamenn sem að honum finnst ekki rétt viðhorf. „Oft kemur þetta fólk seinna og eyðir þá miklum peningum því þetta er oft námsfólk sem er ekki með mikla peninga og kemur hingað til að skoða náttúmna. Eg vil einnig benda á að reiðhjólið er umhverfisvænasta fara- tæki einstaklingsins." Keflavíkurvegurinn kemurtil greina Jónas Snæbjömsson, umdæmisverkræðingur Vegargerð- arinnar á Reykjanesi segir að í áætlunum þeirra um tvö- földun Reykjanesbrautar sé ekki gert ráð fyrir umferð hjólreiðamanna á vegkantinum. „Ekki hefur samt verið tekin formleg ákvörðun um að hjólreiðar verði bannaðar. Þessi umræða hefur lítillega komið upp í samtölum við fulltrúa sveitarfélaganna í Reykjanesbæ og Vatnsleysu- strandarhreppi. Lausnin hlýtur að vera sú að laga gamla Keflavíkurveginn frá Njarðvík að Vogum og síðan tæki Vatnsleysustrandarvegurinn við að Kúagerði. Frá Kúa- gerði til Hafnarfjarðar em ekki alveg eins góðir möguleik- ar til staðar, en kaflar af gamla Keflavíkurveginum koma til greina." Fráleitt að banna hjólreiðar Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar hafði ekki heyrt fréttimar þegar blaðamaður VF sló á þráðinn til hans. „Mér finnst alveg fráleitt ef banna á umferð hjól- reiðamanna um Brautina. Það þarf auðvitað að mæta þörfum umferðar hjólreiðamanna eins og annarrar um- ferðar. Oft hefur verið talað um að vísa umferð hjólreiða- manna um Vatnsleysustrandarveg en hann nær aðeins hiuta leiðarinnar. A s.l. ámm hefur oft verið skorað á VR að mæta þessari umferð með sértækum aðgerðum en ekk- ert gerst. Hjólreiðafólk heldur áfram að koma til landsins og ferðast þessa leiðog við þurfum að auðvelda þeim að skoða okkar land í öryggri umferð. Ekki hefur frétts af slysum á hjólreiðamönnum á Brautinni - menn fara var- lega og það er það sem gildir í allri umferð. Ég skil ekki af hverju af hverju þeir vilji banna umferð hjólreiðamanna á Brautinni sjálfri. Ég get ekki séð neitt að því að hjólreiðamenn ferðist samhliða annarri umferð, eins og verið hefur. Auðvitað verða bílstjórar að taka sér- stakt tillit til hjólandi vegfarenda og öfugt, en með til- komu tvöföldunarinnar þá verður auðveldara með framúr akstur og því aukið öryggi", segir Johan og bætir við að vissulega sé kominn tími til að bæta aðstöðu á vegum fyr- ir hjólreiðamenn eins og aðra. Hann telur tvöföldun Reykjanesbrautar af hinu góða, fyrir hjólreiðamenn sem og aðra vegfarendur og sér ekki að tvöföld ætti hún að hamla för eins eða neins. „Ég tel að með tvöföldun Reykjanesbrautar ætti öryggi hjólreiðamanna að aukast frá því sem nú er. Það hefur ekkert að segja í þessu sambandi, að mínu mati, hvort há- markshraði á Brautinni sé 90 eða 110 km/klst“, segir Jo- han D. 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.