Víkurfréttir - 25.01.2001, Síða 22
VÍKURFRÉTTAVERÐLAUNIN
2000 AFHENT í HÓFI Á RÁNNI
■ RÚNAR JÚLÍUSSON FÉKK MENNING-
ARVERÐLAUN VÍKURFRÉTTA
Enginn toppar
prennu
Rúnars Jull!
i ivmimi^^nRivsraiiiiiMn
/ííit FflTm'liiTUH'm'TilBi
Menning og listir
hafa stundum verið
í skugga góðra
íþróttaafreka á Suðumesj-
um. Einn liðsmaður menn-
ingarinnar á tónlistarsviðinu
hefur verið í eldlínunni á
báðum sviðum og verið
gangandi auglýsing fyrir
Suðurnesin. Hér er að sjálf-
sögðu átt við Rúnar Júlíus-
son sem í tæp fjörtíu ár hefur
sungið og spilað Keflavík og
Suðurnesjum til heilla. Hann
var í liðum sem innbyrtu tvo
fyrstu íslandsmeistaratitla
Keflavíkur íknattspymu
1959 í 4. tlokki og 1964 í
meistaraflokki cn árið á
undan hóf hann farsælan
tónlistarferil sem stendur
enn. Til gamans má geta að
þetta ár, 1964, var Rúnar í
vinsælustu hljómsveit lands-
ins, Hljómum og íslands-
meistari með Keflavík í 1.
deild. Örfáum árum bættist
við í safn hans Fegurðar-
drottning Islands en það var
að sjálfsögðu kona hans,
María Baldursdóttir sem sá
um að innbyrða þann titil.
Þrenna sem sennilega engin
getur státað af nema Rúnar.
Ekki verður langur og farsæll
ferill Rúnars rakin hér enda
þekkja hann flestir. Hann var í
vinsælustu hljómsveitum
aldarinnar eins og Hljómum,
Trúbroti, Lónlý blú boys og
GCD. í lok aldarinnar var valin
hljómplata aldarinnar og það
var engin önnur en breiðskífa
Trúbrots, Lifun sem hlaut þá
vegsemd en í sveitinni voru
Rúnar og fleiri þekktir Suður-
nesjamenn. A síðasta ári gaf
hann út tvöfaldan hljómdisk
sem hann gaf nafnið Reykja-
nesbrautin. Diskurinn fékk
mjög góða dóma sem sýnir að
lengi lifir í gömlum glæðum.
Nafnið kom á góðum tíma sem
sýnir enn betur útsjónarsemi
tónlistarmannsins sem með
þessu gaf átaki bæjarbúa hér
fyrir tvöföldun brautarinnar
aukna athygli. Rúnar hefur
gefið út í nafni Geimsteins yfir
eitthundrað hljómplötur og
ekki er ólíklegt að hann hafi
tekið þátt í næmi tvöhundruð
plötum því áður en hann hóf
útgáfu sjálfur var hann búinn
að spila inn á margar plötur á
annan áratug. Geimsteins-
útgáfan fagnar aldarfjórðungs-
afmæli síðar á árinu. Rúnar
vinnur nú að tvöfóldum hljóm-
disk sem mun geyma fimmtíu
af lögum útgefnum af Geim-
steini.
í starfi sínu hjá Geimsteini
hefur Rúnar aðstoðað marga
unga tónlistarmenn og hafa
margir þeirra nefnt það hvað
það hafi verið gott að sækja í
garð hans. Rúnar hefur verið
liðlegur og duglegur að leggja
þeim lið.
Rúnar Júlíusson hefur verið
nokkurs konar bæjarmerki
Keflavíkur og Suðumesja í tugi
ára og hlýtur Víkurfrétta-
verðlaunin 2000 fyrir ffamlag
sitt sem seint verður full-
þakkað.
■ BLÁA LÓNIÐ FÉKK ATVINNULÍFSVERÐLAUN VÍKURFRÉTTA 2000
Nær 70% útlendinga koma í Blúa lúnið
s
utvinnulíli Suðumesja
hefur eitt fyrirtæki vaxið
hratt á undanfömum
árum og er í dag orðið
þekktasti og er mest sótti
ferðamannastaður á Islandi,
Bláa lónið þekkja allir og vel
flestir útlendingar sem koma
til landsins spyrja um staðinn
og flestir þeirra heimsækja
hann sömuleiðis.
Upphafið að þessum vægast
sagt einstaka stað má rekja til
áttunda áratugarins þegar
nokkrir einstaklingar byrjuðu
að baða sig í affallsvatni ÍTá
orkuveri Hitaveitu Suðumesja.
Bláa Lónið hf. var stofnað árið
1992 og er meginmarkmiðið
með stofnun félagsins að vera í
forystu um varanlega uppbygg-
ingu heilsu- og ferðaþjónustu
við Bláa lónið. A undanfömum
ámm hefur félaginu vaxið
fiskur um hrygg og er starfsemi
þess nú á þremur sviðum. Öll
starfsemi félagsins byggir á
einstakleika og eiginleikum
jarðsjávar Bláa lónsins sem
inniheldur sölt, kísil og blá-
grænþörunga.
Nýr og glæsilegur baðstaður
opnaði við Bláa lónið í júlí
1999 og er hann vinsælasti
áfangastaður erlendra ferða-
manna er sækja Island heim, en
á síðasta ári heimsóttu 64%
þeirra Bláa lónið en gestir vom
alls 318.000. Til samanburðar
má geta þess að á árinu 1998
sem var síðasta heila rekstr-
arárið á gamla baðstaðnum var
heildargestafjöldi 172.000.
Fyrirtækið framleiðir einnig og
markaðssetur húðvemdarvömr
undir vömmerkinu Blue
Lagoon Iceland. Vömmar em
gmndvallaðar á virkum
hráefnum úr heilsulindinni
Bláa lóninu og komu fyrstu
vömmar á markað árið 1995.
Fleiri vömr bættust við þremur
ámm síðar. Ný Blue Lagoon
geothermal spa lína leit dagsins
ljós um mitt árið 2000.
Bláa lónið hefur einnig rekið
göngudeild við Bláa lónið ffá
árinu 1993 fyrir psoriasis og
exemsjúklinga. Meðferðin
hefur hlotið viðurkenningu
íslenskra heilbrigðisyfirvalda
og greiðir Tryggingastofnun
Ríkisins hlut íslenskra sjúkl-
inga. Frá árinu 1997 hafa heil-
brigðisyfirvöld einnig greitt
fyrir hlut sjúklinga á
sjúkrahótelinu við Bláa lónið
til að auðvelda sjúklingum af
landsbyggðinni að stunda
meðferðina. Hjá fyrirtækinu
starfa nú á milli 80 og 90 starf-
smenn þegar mest er.
Bláa lónið hf. fær
Víkurfréttaverðlaunin árið
2000 fyrir framlag sitt í
atvinnulífi Suðumesja.
Forráðamenn BláíTlónsins með verðlaunin. F.v. Júlíus Jónsson Maður
ársins 1994 ogJorstjóri Hitaveitu Suðurnesja, Björg Jónsdóttir eiginkona
Gríms Sæmundsen, framkvæmdastjóra Bláa lónsins, á milli þeirra er
Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri og lengst til hægri Eðvald
Júlíusson stjórnarformaður Bláa lónsins hf.
22