Víkurfréttir - 15.02.2001, Qupperneq 11
Fsran flugii til Keflavikur!
Framtíð innanlandsflug-
vallar á íslandi er mikið
hagsmunamál fyrir Suð-
urnesjamenn. Sturlaugur
Helgi færir í grein sinni hér að
neðan rök fyrir hvers vegna
færa ætti innanlandsflug frá
Reykjavík, suður til Keflavík-
ur, og deilir jafnframt hart á
framgöngu Arna Johnsen,
þingmanns, sem hefur barist
gegn því að flugvöllurinn verði
færður frá Reykjavík.
Hagkvæmur kostur
Innan skamms verður ný kjör-
dæmaskipan tekin upp á landinu
og hinum gömlu steypt saman.
Suðurnes og Suðurland verða
sameinuð í eitt Suðurkjördæmi.
Sennilega er það einsdæmi að
þingmaður sem hyggur á fram-
boð í nýju kjördæmi berjist um á
hæl og hnakka gegn hagsmunum
kjördæmisins og reyndar þorra
þjóðarinnar.
Ami Johnsen sér því allt til for-
áttu að flytja innanlandsflugið til
Keflavíkurflugvallar. Af ummæl-
um Ama að dæma hefur hann af
því verulegar áhyggjur að fjöldi
starfa flytjist til fyrirheitna lands-
ins, þar sem hann ætlar sér að
verða þingmaður nr. 1? Er eng-
inn vilji hjá þingmanninum að
sjá hagkvæmni í því að flytja
innanlandsflugið til Keflavfkur-
flugvallar? Benda má t.d. á mikla
möguleika til að auka ferskfisk-
útflutning frá öllu landinu sem
gæti skapað skilyrði til hagræð-
ingar við farjregaflutninga. Þró-
unarmöguleikar sem tengjast
innanlandsflugi ef það flyst til
Keflavíkurflugvallar eu fjölmarg-
ir. Flugstöð Leifs Eiríksonar sem
nú er í stækkun getur ef til vill
þjónað innanlandsfluginu? Draga
má úr óþægindum þeirra sem em
á leið úr landi og þurfa nú að
millilenda á Reykjavíkurflug-
velli.
Landhelgisgæsluna
í Keflavíkurhöfn
Þá má ekki gleyma því að Kefla-
víkurhöfn er sáralítið notuð og
liggur því beinast við að flytja
Landhelgisgæsluna í þá höfn og
spara dýrt hafnarpláss við
Reykjavíkurhöfn. Selja má
mannvirki Landhelgisgæslunnar
t' Reykjavtk fyrir meiri fjárhæð
heldur en það kostar að koma
upp nýrri og rýmri aðstöðu við
höfnina í Keflavík. Miðstöð
sjúkraflugs er vel sett á Keflavík-
urflugvelli og ætti að vinnast sem
mest með þyrlu undir stjórn
Landhelgisgæslunnar. Öllum má
ljóst vera að ekki dugar að hafa
flugvelli nálægt sjúkrahúsum þar
sem flugvellir em gjaman langt
frá sjúklingnum þegar hann þarf
á þjónustunni að halda. Þarf álit
marga sérfræðinga frá útlöndum
til að einstaka ráðamenn skilji að
hagkvæmast er að reka einn flug-
völl á SV-homi landsins?
Valið á milli Keflavíkurflug-
vallar og Reykjavíkurflugvallar
Það er ekkert val, aðeins skýr og
ábyrg hugsun. Rómantískar hug-
myndir um tvo flugvelli með 30
mín. akstri á milli þekkjast varla
hjá milljóna samfélögum en okk-
ar litla samfélag skal láta sig hafa
það. Er ekki tími til kominn að
gerð verði úttekt á því hver heild-
arkostnaður er af rekstri Kefla-
víkurflugvallar? Ef til vill gera
ráðamenn sér þá grein fyrir því
að fámenn þjóð hefur ekki efni á
að reka nema einn flugvöll á
þessu svæði. Fyrr en varir kann
það að liggja fyrir Islenskum
stjómmálamönnum að þeir þurfi
að taka afstöðu til þess hvor flug-
völlurinn á að víkja, í Keflavík
eða Reykjavík. Það er einungis
tímaspursmál hvenær stjórn
Bandaríkjanna fer að draga úr
framlögum til reksturs Keflavík-
urflugvallar.
Erþað einlægur vilji stjórn-
málamanna að verja hag
landsbyggðarinnar?
Landsbyggðin á margt gott skilið
og ef það er eindrægur vilji ráða-
manna að bæta hag íjöldans sem
býr út á landi þá ber þeim að leg-
gja áherslu á að bæta vegakerfið,
því nú stefnir í að innanlands-
flugið verði helst fýrir efnameira
fólk sem getur leyft sér þann
munað að fljúga milli staða inn-
anlands. Þegar fargjöld í innan-
landsflugi fyrir fjögurra manna
fjölskyldu er á bilinu 40 til 60
þúsund skal engan undra að
dæmigert launafólk ferðist ekki
mikið með flugi.
Það er sitt hvað að vera íhalds-
maður og að berjast gegn fram-
fömm. Ekki er víst hvenær rekst-
ur Keflavíkurflugvallar kemur af
fullum þunga á ríkið en þegar
það gerist mun lýðnum Ijóst
verða að nóg er að kosta rekstur
á einum flugvelli á SV-horni
landsins.
Reykjavíkurflugvöllur
Mikil umræða er nú um Reykja-
víkurflugvöll. Flest bendir til að
Reykjavíkurflugvöllur muni
víkja en sitt sýnist hverjum
hvenær það á að gerast. Sam-
gönguráðherra situr fastur við
sinn keip og er ákveðinn í að
eyða nokkmm milljörðum í end-
umýjun á Reykjavíkurflugvelli
sem mun þó hverfa í vélskóflu-
kjaftana innan nokkurra ára hvort
sem honum likar það betur eða
verr. Þjóðin þarfnast stjómmála-
manna sem hafa hugrekki til að
breyta ríkjandi fyrirkomulagi
sem leiðir til hagsældar þegar til
lengri tíma er litið. Nú liggur fyr-
ir að tap á innanlandsflugi var 1.6
milljarður á síðustu þremur
árum. Hvað ætlar ráðherra að
gera við því? A að greiða niður
fargjöld fyrir íslendinga og hafa
annað fargjald fyrir útlendinga?
Nú liggja fyrir nokkrar hug-
myndir um uppbyggingu í Vatns-
mýrinni, deilt er um nýtingu en j
þar er gert ráð fyrir atvinnustarf-
semi, allt að 8000 störfum svo
Reykjavtkurborg þarf engu að
kvíða. Uppbygging mannvirkja í
Vatnsmýrinni á einungis eftir að |
gera Reykjavíkurborg að betri
höfuðborg.
Það má því ljóst vera að veruleg-
ir hagsmunir hins nýja Suður-
kjördæmis og sömuleiðis höfuð-
borgarbúa, liggja í því að flytja
flugið og jafnvel Landhelgis-
gæsluna til Keflavíkur. Jafn ljóst
er að Ami Johnsen stefnir ekki
að því að verða þingmaður allra
Suðurkjördæmisbúa.
Sturlaugur Hclgi
Fjölskyldu- og félagsþjónuta Reykjanesbæjar:
Bamavemd
IFjölskyldu- og félags-
þjónustu Reykjanes-
bæjar starfa 3 félags-
ráðgjafar og sálfræðingur
að bamavernd auk félags-
málastjóra. Verkefnin em
margþætt og málin em
mörg og hefur þeim fjölgað
verulega síðustu árin og
árið 2000 voru 231 mál
skráð sem bamavemdar-
mál á stofnuninni.
í Fjölskyldu- og félagsþjón-
ustu Reykjanesbæjar hafa hin
síðari ár orðið töluverðar
áherslubreytingar í vinnslu
og meðferð málanna og hefur
verið lögð áhersla á að gera
bamavemdina jákvæða og
eyða fordómum sem tengjast
bamavemdarvinnslu. Viljum
við bjóða fram þjónustu
stofnunarinnar og veita al-
menningi kost á að leita efitir
aðstoð fyrir sig og böm sín.
Alltof algengt er það viðhorf
að bamavemdameíridir og
starf þeirra sé eitthvað sem
ástæða sé til að hræðast. Bent
skal á það að mestur tími fag-
fólksins fer í að leiðbeina og
styðja við foreldra í uppeldis-
hlutverkinu. Markmiðið með
bamavemdinni er að aðstoða
og styðja en ekki rífa niður
og sundra eins og umræðan
hefur stundum snúist um. I
sumum tilfellum þurfa for-
eldrar einungis á ráðgjöf að
halda en í öðmm er þörf á
frekari stuðningi s.s. persónu-
legum ráðgjöfum, tilsjón, út-
vega bömum holla tóm-
stundaiðju, atvinnu eða
skólavist, aðstoða foreldra
eða böm til að leita sér með-
ferðar vegna veikinda eða
annarra persónulegra erfið-
leika og svo mætti lengi telja.
Rétt er þó að geta þess að í
undantekningartilfellum næst
ekki samvinna við foreldra
um stuðning fyrir böm fteirra
og getur þá reynst nauðsyn-
legt að skoða málin mjög ít-
arlega með hagsmuni bam-
anna að leiðarljósi. I einstök-
unt tilvikum getur reynst
nauðsynlegt að kynna mál
fyrir bamavemdamefnd.
Þessu til staðfestingar má
benda á það að af yfir 200
málum á síðasta ári vom ekki
nema 2 mál þar sem beita
þurfti þvingunaraðgerðum.
Eg vil hvetja foreldra til að
leita upplýsinga hjá Fjöl-
skyldu- og félagsþjónustunni
ef spumingar vakna sem
mögulegt er að hægt sé að fá
svar við hjá fagfólki stofriun-
arinnar.
Þjónusta starfsfólksins á Fjöl-
skyldu- og félagsþjónustunni
er endurgjaldslaus íyrir al-
menning í sveitarfélaginu.
Rannveig Einarsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi
/ tilefni konudagsins er opið frá kl. 9 - 21 sunnudag
| blómasmiðja
ómars \
^ Sími 421 8800
Daglegar fréttir írá Suðurnesjum á www.vf.is
11