Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.03.2001, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.03.2001, Blaðsíða 11
ja er ekki að drabbast niður m yfirlæknir sjúkrasviðs þeim sem lengst að eru komnir. Unnið er að gerð svokallaðra þjónustusamninga við Heil- brigðisráðuneytið sem gerir okk- ur kleift að ákveða hvert hlutverk okkar á að vera í framtíðinni. Þegar þessir samningar hafa ver- ið undirritaðir verða þeir kynntir bæði fyrir bæjarfulltrúum og bæjarbúum almennt. Lykilatriði er þó að, þegar þeir hafa verið gerðir, verða samskipti ráðuneyt- isins og stofnunarinnar mun nánari og viðbrögð ákveðnari. Við skuldbindum okkur til að sinna ákveðnum störfum og fáum til þess fjármuni. Ráðu- neytið skuldbindur sig á hinn bóginn til að búa þannig um hnútana að við getum sinnt okkar hlutverki. Búa Suðurnesjamenn við falskt öryggi? Slík fullyrðing gefur tilefni til ígrundunar. Hugsanlega er hér átt við þá staðreynd að skurðstofa er ekki opin alla daga vikunnar allt árið. A það skal þó bent að það tekur u.þ.b. 25 mínútur að kom- ast á Háskólasjúkrahúsið í Reykjavík ef þörf krefur, öryggi sem öðru landsbyggðarfólki þætti býsna gott að búa við. Frá því 1997 hafa tvö böm fæðst andvana á Suðumesjum. Bæði misfórust í móðurkviði og var önnur móðirin í eftirliti í Reyja- vík þegar atburðurinn átti sér stað. Tölur jressar eru langt undir landsmeðaltali. I ljósi ofan- nefndra umræðna er vert að minnast á þessa hluti. A árunum áður voru Suðumes þekkt fyrir hið gagnstæða, þannig að það ber að sýna aðgát í öllu orðavali til þess umræðan missi ekki marks. Mæðravemd og fæðingardeild er hér við bæjardymar öllum opin. þegar á þarf að halda. ÖIlu er reynt að sinna sem að berst, hvenær sem er. Þannig hefur skapast orðstír sem við emm öll hreykin af. Margir untanaðkom- andi kjósa að leita hingað vegna þeirrar þjónustu sem hér er veitt og í mörgu erum við skrefi á undan. Sá er þessar línur ritar er þó meðvitaður um að mönnum sem gagnrýna stofnunina gengur gotteitttil. Gagnrýnin verður þó að hafa ákveðinn tilgang annan en að sverta stofnunina án þess að fyllileg rök liggi fyrir. Framtíð HSS Með tilkomu fjamáms i hjúkmn- arfræðum við Miðstöð Símennt- unar á Suðumesjum hafa opnast nýjar víddir fyrir umhverfi okkar. Menntun á háskólastigi er í bæn- um okkar, en ekki aðeins nokkuð sem sækja þarf langt að. Slíkt hlýtur að breyta viðhorfum til mannlífsins yfirleitt. Stétt sem nýtur virðingar fær sína menntun í heimabænum. Viðhorf hennar hefur áhrif út á við. HSS mun fá aukið hlutverk í að sinna þörfum þessa hóps. Kennsla mun færast í auknu mæli inn á stofnunina öllum til góðs. Gerðar verða auknar faglegar kröfur á þá sem til staðar eru til að taka á móti þessum hópi. Slíkt kallar á ann- ars konar viðhorf en aðeins að sinna brýnum þörfum skjólstæð- inga. Dýpri skilningur á faginu nær fram. Við ætlum okkur að halda þessu fólki í heimabyggð þegar námi lýkur. Við þurfum á því að halda. Bráðlega opnar hér ný álma sem krefst aukins mann- afla. Framtíðarsýn á hlutverki stofnunarinnar hlýtur að fela í sér að hér vilji fólk starfa vegna ágæti hennar. Slíkt kallar á starfsumhverfi sem er aðlaðandi og metnaðarfullt. Liður í því er að byggja hér upp stærri og af- kastameiri skurðstofueiningu og efla þannig þau verkefni sem hægt er að sinna hér. Allt fleiri verkefni flytjast frá stóra sér- hæfða Háskólasjúkrahúsinu út á minni staðina sem bæði eru ódýrari í rekstri og geta afkastað meiru vegna minni yfirbygging- ar. I dag er rekin ein sæmileg skurð- stofa og önnur lítil fyrir smáað- gerðir við HSS. Aðstaða starfs- fólks er vægast sagt skringileg og sjúklingar sem eru að vakna upp eftir aðgerð hitta gjaman þá sem eru að koma til aðgerða. Það er full þörf á að breyta þessu um- hverfi og gera það umfangs- meira. I dag er hátt á þriðja hundrað manns sem bíða að- gerða hjá okkur. Þótt afköstin á þeirri litlu einingu sem við höf- um yfir að ráða séu mikil þá þarf að gera mun betur. Slíkt verður ei gert öðruvísi en tilkomi annað og meir. Það er vel raunhæft að byggja hér 2 góðar skurðstofur og eina fyrir minni aðgerðir, uppvöknun og sæm- andi starfsumhverfi. Ef við náum slíku fram myndi orðstír stofnun- arinnar aukast um nokkur númer og líklega yrði talið sjálfsagt að hafa hér vakt alla daga allt árið um kring. Það er því tilkall til ykkar, ágætu bæjarfulltrúar og bæjarbúar almennt, að þið með fylgni og trú hjálpið okkur að ná settu marki. Með vinsemd og virðingu Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir Sjúkrasvið HSS. Slæm staða Heilbrigðisstofnunar Suöurnesja: „Búum við falskt öryggi“ Staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var mikið rædd á bæjarstjórnar- fundi Reykjanesbæjar í síðustu viku. Þar kont fram að skortur væri á starfsfólki og nauðsyn- legt væri að ioka deildum í sumar vegna nianneklu. Stjóm HSS var gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu dugleg við að miðla upplýsingum til sveitar- stjórnarmanna um reksturinn og bæjarstjóri sagði að stjómin væri aðeins upp á punt. Jóhann Geirdal (J) fór fram á að staða stofnunarinnar veðri kynnt ítarlega fyrir bæjarfulltrúum. „HSS er að drabbast niður og okkur sem hagsmunaaðilum bæj- arbúa, ber að sjá til þess að það gerist ekki. Eg fer fram á að stjóm stofnunarinnar geri grein fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað og hvað stendur til að gera í sambandi við reksturinn", sagði Jóhann og benti á að fæð- ingardeild og skurðstofu yrði að öllum líkindum lokað í sumar. „Bæjarbúar búa nú við falskt ör- yggi en þeir eiga rétt á að vita hvaða þjónustu þeir geta fengið hér. Mér finnst eðlilegt að sveit- arstjómanuenn fái upplýsingar hvað er að gerast innan HSS. Hingað til höfum við bara heyrt um niðurskurð á hinu og þessu en ekki fengið neinar upplýsing- ar um hvað er um að vera“, sagði Jóhann. Björk Guðjónsdóttir (D) bæjar- fulltrúi sem á jafnframt sæti í stjóm HSS. sagði að nú væri ver- ið að vinna að gerð árangurs- stjómarsamnings og þegar hann yrði tilbúinn þá yrði hann kynnt- ur fyrir sveitarstjómarmönnum. Með samningnum mun nást betri yfirsýn yfir reksturinn að sögn Bjarkar. Ellert Eiríksson (D) bæjarstjóri sagði að honum þætti stjóm HSS vera upp á punt og í sjálfu sér óþörf. Hann tók jafnframt undir orð Jóhanns og sagði að það sko- rti tenginu á milli stjómar HSS og bæjaryfirvalda. Skúli Þ. Skúlason (B) oddviti bæjarstjómar, benti á að nauð- synlegt væri að halda ákveðnu þjónustustigi á HSS þar sem fyr- irsjáanlegt væri að innanlands- flug færðist suðureftir. „Við þurf- um þá að sinna sjúkraflugi og þá verðum við að undirbúa okkuf', sagði Skúli. Ný merki hja Persónu In Wear og Martíníque eru ný vörumerk hjá tískuvöruversluninni Persónu en þetta eru dönsk merki sem hafa þegar unnið sér sess sem gæðaframleiðsla. „Við emm með herralínu Martíníque en við kaupum þetta allt sjálf beint frá Kaup- mannahöfn. Línan er mjög stór og við emm með mikið úrval af fatnaði frá þeim, þ.e. jakka- föt, skyrtur, bindi, boli, ifakka, nærbuxur, sokka, belti og alla- vega fylgihluti. Verðið er mjög gott en sem dæmi kosta herra- buxur frá 6500 kr. og bolir frá 2900 kr.“, segir Agústa Jóns- dóttir eigandi Persónu. Sum- artískan frá Martíníque er mjög sportleg en að sögn Ágústu em bæði stutt- og langerma skyrtur inni í sumar, litimirem mikið í bláu, vatnsbláu, appelsínu, svörtu og ljósgráu. „Peysumar em úr silki og í frekar skæmm litum og svo emm við með dökk og Ijós jakkaföt", segir Ágústa um herratískuna í sum- ar. Persóna selur kvenfatalínu frá In Wear sem er einnig vel þekkt merki á íslandi. ,,Ég er að byrja með kvenlínuna frá þeim og er búin að taka inn bæði peysur og buxur. Buxum- ar em t.d. á mjög góðu verði eða frá 5990 kr. Litimir hjá konunum f sumar verða mikið bleikir tónar og túrkís. Buxur er beinar og víðar en ég er líka nteð kvartbuxur úr teygjuefni. Polyester er vinsælt en það er bæði létt og aðeins glansandi og einstaklega gott til að ferð- ast með“, segir Ágústa. í Per- sónu má einnig finna mötg önnur gæðamerki t.d hið vin- sæla Collection of Reykjavík. Atvinna Starfskraftur óskast allan daginn í verslun okkar frá apríl til september. Umsóknareyðublöð á staðnum. GEORG V. HANNAH sf. Úr og skartgripir Hafnargötu 49 • 230 Keflavtk • Simi 421 5757 • Fax 421 5657 r ■ m Atvinna Starfskraftur óskast til starfa í þvottahúsið og efnalaugina Borg, Iðavöllum 11. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar á staðnum og í síma 421 6554. 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (29.03.2001)
https://timarit.is/issue/392055

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (29.03.2001)

Aðgerðir: