Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2001, Síða 8

Víkurfréttir - 06.09.2001, Síða 8
Hefur áhrif á markaðssetn- ingu Suðurnesja Johan D. Jónsson, ferðamála- fulltrúi Reykjanesbæjar og fulltrúi í undirbúningsnefnd Ljósanætur sagði að þátttaka hefði farið fram úr björtustu vonum. „Það hefur mikið gildi að sá gestafjöldi sem kom, upplifi bæinn á svo jákvæðan hátt sem raun bar vitni. Þetta hefur vissulega áhrif á markað- setningu samfélagsins hér suð- urfrá í heild sinni en vert er að geta þess að þessi eina kvöld- stund hjá okkur, dró að sér fleiri gesti en fjölmennustu úti- hátíðir, eða um 15-20 þúsund manns“, segir Johan. „Það var rosalega hlýtt að ganga í gegnum mannfjöldann. Allir sem ég ræddi við sögðust vera mjög ánægðir og glaðir með hvemig til tókst. Eftir á að hyggja, voru ýmsir hnökrar í framkvæmdinni en þeir voru samt svo smáir að það fór lítið fýrir þeim. Eitt af jjví sem við þurfum að athuga á næsta ári er að hafa fyrirtæki, sýnining- ar, verslanir o.fl., opið lengur fram á kvöld og fjölga kafft- stöðum um helming og rúm- lega það.“ Brjálað að gera Fjölbreytt dagskrá var allan daginn á svokölluðu Duus- svæði. Kaffi Duus var því þétt- setið frá morgni og langt fram á nótt að sögn Sigurbjöms Sig- urðssonar veitingamanns, eða Bóa á Duus. „Við vorum með kaffihlaðborð eftir hádegi og hlaðborð um kvöldið, bæði fisk- og kjötrétti. Við vorum líka með útigrill og hoppukastala allan daginn. Það var brjálað að gera og tvísetið í matnum. Mummi Hermanns spilaði undir dansi um kvöldið og þá var dansað á veröndinni og inni í salnum. Stemningin var góð og allt kjaftfullt af fólki“, segir Bói og bætir við að hann sé sérstaklega ánægð- ur með skipulagningu og fram- kvæmd Ljósanætur. „Skipu- lagið var gott og dagskráin skemmtileg. Slíkur atburður hefur gífurlega þýðingu fyrir fyrirtæki og þjónustu í bæjarfé- laginu, þar sem við fáum góða kynningu á því sem við emm að gera hér og auk þess þá hvetur þetta fólk sem er með rekstur, til nýbreytni." Löng röð í kaffið Verslunin Stapafell er í alfara- leið við Hafnargötu og Guðrún Hákonardóttir, verslunarmaður var sömuleiðis mjög ánægð með daginn. „Eg var að kynna kaffivél en margir misskildu auglýsinguna og héldu að ég væri að kynna kaffi. Þar af leiðandi myndaðist löng röð til að fá frítt kafft“, segir Guðrún og hlær en henni fannst gaman að sjá hve margir brottfluttir Keflvíkingar létu sjá sig. „Það var eins konar Þorláksmessu- stemning og mér fannst fólk almennt mjög ánægt. Drykkju- skapur var lítið áberandi sem er mjög jákvætt en það var t.d. mun meira áberandi á Menn- ingamótt Reykjavíkur. Ljósa- nótt hefur tvímælalaust jákvæð áhrif á bæjarlífið og mér finnst að þessu eigi að halda áfram og efla Ljósanótt“, segir Guð- rún að endingu. Þusundir gesta nut skemmtunar og menningará Ljósa- nótt í Reykjanesbæ sem haldin var sl laugardag en taliö er aö um 20.000 manns hafi verið viðstaddir þegar Ijósin á Berg inu voru kveikt um kvöldið. Veðurguð- irnj| léku við gestina sem fylgdust irTeö tdhdrun Ijósanna og glæsilegri flugelda- sýnjngu í logni og mildu veðri. jdK -r-r Jf Við gerum Ljósanótt enn betri skil í næsta tímariti okkar, TVF. r7j - ] TWii \ U /i - 11 Ll * |n il l\ Ásta Einarsdóttir, ekkja Magnúsar Þórarins- sonar kveikti á lýsingu minnismerkis sjóman- na sem nú hefur verið flutt. Henni til halds og trausts voru sonur hen- nar Einar og Steínþór Jónsson, formaður ; undirbúningsnefndar I; Ljósanætur. a Fjölbreytnin var í fyrirrúmi á Ljósanótt, bátasýning, gamlir 1 \ al bílar og eldhugar. ' æ: Ný-ungarfeðgar, Oddgeir og Garðar Oddgeirsson keyptu og pað er staðsett ~ fyrirframan-gömlu y^ejarskrifstofurnar. Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fjallaði um Ljósanótt. Hér er Þorgeir Ástvalds á tali við Steinþór Jónsson og Smára Sævarssonar, óperustjóra. IVIörg hundruð krakkar fe'ngu andlitsmálun í- Gallery Förðun.ás* Hér má sjá fjöldann um kvöldið,skömmu áður en kveikt var á lýsingu sjómannamerkisins og Keflavíkurbergsins. Mesti mannfjöldi sem verið hefur í miðbænum sótti vel uppákomur og viðburði.Þessi myntLer tekin upp eftir __________________________ Haf narnntnnni Leiktæki og skemmtileg heit voru margvísleg og krakkarnir kunnu vel að meta fjörið. 8 Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.