Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2001, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.09.2001, Blaðsíða 11
Gangsetning Tilraunaverksmiðja BioProcess var gangsett sl. þriðjudag. Verksmiðjan sér- hæfir sig í ræktun smáþömnga sem gefa frá sér virka andox- unarefnið astaxanthin sem er notað í fóður. Efnið er talið geta valdið byltingu í lækna- vísindum og snyrtivömiðnað- inum. A þriðjudaginn var tekin í notkun ný verksmiðju eining með 10.000 og 3000 lítra tönk- um. „Þessi búnaður er sérstkur að því leiti að hann framleiðir BioProcess dauðhreinsaðar fmmur. Dauð- hreinsaðar frumur gera það að verkum að afköstin verða meiri og framleiðslan hreinni", segir Ragnheiður Asta Magnúsdótt- ir, rannsóknarstofustjóri BioProcess. Davíð Guðmunds- son, framkvæmdastjóri og Poul Andersen, stjórnarfor- maður fluttu ræðu af tilefninu. Hjá fyrirtækinu starfa nú sex starfsmenn, tveir erlendir og fjórir íslenskir. Lyngsel fær 70 bækur aö gjöf Bókakostur Lyngsels í Sandgerði tók aldeilis breytingum í síðustu viku þegar útgáfufyrirtækið Skjaldborg færði heimilinu 70 bækur sem vísi að bóka- safni. Skjaldborg mun síðan bæta við bókum jöfnum höndum. Starfsmenn heimilisins hafa undanfarin ár farið þess á leit við útgáfufyrirtæki að þau gæfu tvær til þrjár bækur til heimilisins til að bæta bóka- kostinn. Forsvarsmenn Skjald- borgar tóku vel í þessa hug- mynd og ákváðu að gera mun betur en tvær til þrjár bækur. Eigandi Skjaldborgar, Björn Eiríksson og aðstoðarkona hans Anna Fr. Kristjánsdóttir heimsóttu dvalargesti heimilis- ins og færðu þeim gjafabréf upp á 70 bækur. Lyngsel fær allar bækur í bókaflokknum Lestrarhestar en Skjaldborg gefur út 6 bækur í þessum flokki á ári. Bækurnar eru fræðslubækur en þeim fylgja verkefni sem hægt er að nálg- ast á Intemetinu. ,T>etta er frábær gjöf og á eftir að koma sér mjög vel“, segir Kolbrún Marelsdóttir, for- stöðumaður Lyngsels. „Eg vona bara að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið og bæti við bókasafnið okkar.“ Björn Eiríksson og aðstoðarkona hans Anna Fr. Kristjánsdóttir heimsóttu dvalargesti heimilisins og færðu þeim gjafabréf upp á 70 bækur. SaLsandmskeið Þann 17. september n.ti. befst námsfieiff í salsadansi í íþróttaíiúsinu við Jvíyllubaíikasfióla. SNámsfleiðið er fweii mánudagsRvöld og stendur í 6 vifuir. Carlos og ‘Rannveig laka við skráningu og veita nánari upplýsingar í síma 86g ogy6 eða g6g 552.7 eftir kl. 18. Leitin að Herra Suður- nes er hafln! Leitin að „Herra Suður- nes“ er hafin. Abendingar berist til Jóns Freys Hjart- arsonar, núverandi Herra Suðurness en hann er stílisti keppninnar. Síminn hjá honum er 691-9888. Þetta er í fjórða sinn sem keppnin Herra Suðurnes er haldin. Vinningshafar frá Suðurnesjum hafa í framhaldinu tekið þátt í keppninni Herra ísland og staðið sig vel. Þátttaka í keppni sem þessari er kjör- ið tækifæri fyrir ævintýra- gjarna unga menn sem vilja prófa eitthvað nýtt og vera í kringum skemmti- legt fólk. REYKJANESBÆR TJARNARGÖTU 12 230 KEFLAVÍK Styrkir til menníngarmála Menningar- og safnaráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsóknum um styrki til menningarmála. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar í Kjama, Hafnargötu 5 7. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöðin og frekari upplýsingar á upplýsingarvef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Umsóknum skal skilað til menningarfulltrúa í Kjama fyrir 6. október næstkomandi. Menningar- og safnaráð. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.