Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2001, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.09.2001, Blaðsíða 2
VF FRETTIR Þessar myndir voru teknar við löndun í Keflavíkurhöfn sl. mánudagskvöld. Björgvin Færseth, skipsstjóri og einn skipverja á Baldi lyfta sandkolanum fyrir Ijósmyndarann. * .... * . Wa x i , l V: J ( y-r:,. þr 1 j f j '/ //- ■ Vertíöin byrjar vel hjá dragnótabátunum í Keflavík: Brjálað í Bugtinni að var handagangur í öskjunni við Keflavík- urhöfn sl. mánudags- kvöld, þegar dragnótabát- arnir komu í land með góðan afla. Bátamir voru við veiðar í Garðsjónum og komu með á bilinu 10-18 tonn, mest sandkola. „Það er ekki annað hægt að segja en að vertíðin fari vel af stað. Þetta er kannski ekki eins gott og á árum áður, en þó betri byrjun en í fyrra“, segir Guð- rún Gunnarsdóttir vigtarmaður hjá Hafnarsamlagi Suðumesja. Bátarnir komu hver á fætur öðrum að bryggju frá kl. átta um kvöldið og voru að landa fram á nótt. Sumum skipverj- um þótti nóg um og létu sig hverfa að löndun lokinni. „Þeir komu hingað tveir að vestan til að fara á snurvoð en létu ekki sjá sig aftur í morgun þegar bátamir voru að fara að leggja af stað. Það varð því að redda nýjum mönnum í snarhasti. Þetta er reyndar gömul saga og ný en við auglýsum hér með eftir þessum ungu mönnum“, segir Guðrún og hlær. Öminn var aflahæstur eftir túr- inn á mánudaginn eða með rúm 18 tonn, Benni Sæm kom með rúm 17, Eyvindur með rúm 15, Farsæll með tæp 13, Ami með uni 13 tonn og Bald- ur með 10 tonn. Bátamir fóm allir til veiða snemma á þriðju- dagsmorgun. Grétar Þorgeirsson skipsstjóri á Farsæl var ánægður með veið- ina síðustu daga. Þegar VF hafði samband við hann sl. þriðjudag var hann við veiðar á Garðsjó. „Ætli við séum ekki komnir með tíu tonn núna en í Baldur að leggjast aö bryggju. Aö neðan má sjá Halldór Þórðar skip- stjóra á spjalli við Hauk og félaga á Benna Sæm. gær vorum við með 13 tonn í þremur köstum. Það lítur allt út fyrir að við tökum þetta í fjór- um núna“, segir Grétar. Hann segir sandkolann sem veiðist mjög góðan en það er meira af rauðsprettu en verið hefur. „Eg held það hafi ekki verið svona góð byrjun á veiðum í 4-5 ár“, segir Grétar að lokum. Öminn var aftur aflahæstur eft- ir túrinn á þriðjudaginn, með 14,8 tonn, Benni Sæm með 11 tonn, Ami með 7 tonn, Baldur með 6,7 tonn og Eyvindur með 6,3 tonn. Að sögn Guðrúnar var mest af sandkola en eitt- hvað lítið af rauðsprettu, eða innan við 10%. „Sjómennimir voru ánægðir með aflann þegar þeir komu í land í gær“, sagði Guðrún í viðtali við VF á mið- vikudagsmorgun. „Þetta er að- eins minni afli en á mánudag en aflinn í veiðiferð númer tvö, skall mikið neðar í fyrra, þann- ig að þeir em mjög sáttir." Þrír bátar frá Reykjavík lönd- uðu í Keflavík á þriðjudag. Njáll RE kom með 10 tonn, Reykjaborg RE með 6,5 tonn og Sæljón RE með 10,2 tonn. tHRINGBRAUTi92*KEFiLrAVlK<SlMI'42Í[360Ö; VIKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víknrfi-éttu- ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2B0 Njarðvík, sími 421 4717, fax 421 2777 Flitstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Báröarson, sími 838 2222 hbb@vf.is • Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, simi 69D 2222 silja@vf.is • Blaöamaöur: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is • Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is • Hönnunardeild: Skarphéöinn Jónsson skarpi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot og prentvistim: Vikurfréttir ehf. • F’rentvinnsla: Dddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.