Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2001, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.09.2001, Blaðsíða 15
Þurfa níu stig í viðbót Keflvíkingar mæta Valsmönnum nk. laugardag í Hlíðarenda. Nú em 15. umferð íslandmótsins lokið en lið Keflavíkur er í 6. sæti deildarinnar með 19 stig. Gunnar Oddsson segir mestu vonbrigðin með gengi liðsins á heimavelli. „Til að tryggja sæti okkar í deildinni verðum við að ná a.m.k. þremur stigum", segir Gunnar en rifjar upp að þessi staða er ekki alveg ókunn Kefla- víkingum því liðið hefur lent í neðri hluta deildarinnar síðustu þrjú ár. „Við settum stefnuna á það að vera í efri hluta deildar- innar. Vlð ætluðum okkur stærri hluti en ég veit ekki við hverju við bjuggumst." I liðinu em margir ungir strákar og segir Gunnar það hafa verið ljóst í upphafi að tímabilið yrði ekki auðvelt fyrir liðið. „Við hugsum um einn leik í einu, Valur er næstur og það er leikur sem við verðum að vinna til að dragast ekki lengra aftur úr.“ Ætla að vinna Grindvíkingar eiga erfiðan leik við topplið Skagamanna á laug- ardaginn. Þegar 15 umferðir em búnar af Islandsmótinu er Grindavík í 5. sæti með 21 stig. Að mati Ólafs Amar Bjamason- ar, fyrirliða Grindvíkinga hefur gengi liðsins ekki verið nógu gott að undanförnu. „Eg var mjög ánægður með síðasta leik, góður gangur eftir slæma leiki að und- anfömu. Við ætlum að ná svip- uðum árangri og í fyrra og tökum einn leik fyrir í einu", segir Ólaf- ur. Fyrirliðinn hefur sterka trú á liðinu og telur þá vel geta farið með sigur af hólmi í næstu leikj- um. „Vlð eigum þrjá erfiða leiki en þeir verða skemmtilegir ef okkur tekst að spila eins vel og síðast. Við getum unnið þá alla.“ Ólafur segir að nái liðið að hvíla sig vel geti þeir mætt til leiks jafn grimmir og þeir vom í leiknum gegn Fylki. Víðir tapar á Akureyri Víðismenn sóttu Nökkva á Akur- eyri heim á laugardag í 2. deild. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna en Víðir er nú í 7. sæti 2. deildar með 19 stig. Guð- mundur Einarsson og Bjöm Vil- helmsson skoruðu mörk Víðis. Aðalsteinn Sigurkarlsson, Óskar Bragason og Sindir Ólafsson vpru markaskorarar Nökkva í leiknum. Næsti leikur Víðis er við Borgnesingana í Skallagrimi í Garðinum á laugardaginn. Jafntelfi í bráttunni um 2. deild Njarðvíkingar fengu Völsunga í heimsókn á sunnudag þegar liðin bitust um sæti í 2. deild.Leiknum lauk með jafntefli og verða Njarðvíkingar að skora þegar lið- in mætast næst en það er á Húsa- vík fimmtudaginn 6. september. Mörk Njarðvíkinganna skomðu Bjarni Sæmundsson og Eyþór Gunnarsson en Magnús Hall- dórsson og Nikola Niksic skor- uðu mörk gestanna. Hausttvímenningur Bridfélagsins Bridsfélag Suðurnesja hefur starfssemi á ný eftir sumarfrí mánudaginn 3. setpember. Fyrsta kvöldið verður upphitun en 10. september byrjar fyrsta verðlaunamótið, þriggja kvölda hausttvímenningur. Mæting kl. 19:30. ÞRÖSKULDURINN í LEIRU á laugardag 8. sept. - Hjóna og parakepnni GS eiknar verða 18 holur- Fyrirkomulag: Annað hvert hö pútt\ teig Móts fyrir mótsgj., kvöldverð og di Þröskuldar-nefndin Franiiarsiiigar á Nesprýöis-lótbottarnótl Það voru efnilegir knattspyrnumenn sem öttu kappi á Nesprýðimótinu sem fram fór í Keflavík um þar síðustu helgi. Lið af Suðurnesjum skipuð leikmönnum 5. flokks karla mættust en keppt var í þremur riðlum, A, B og C. I fyrsta sæti A-riðils var Grindavík, í B-riðli Reynir Sandgerði og í C-riðli Haukar Town. I öðru sæti varð Keflavík í A-riðli, Keflavík City í B-riðli og Njarðvík United í C. Að lokinni verðlaunaafhendingu gæddu strákarnir sér á dýrindir pizzu enda svangir eftir leiki dagsins. FJÖLBRAUTASKOLI SUÐURNESJA .‘u.i'uldi'cJÍi::'! d u i BoÓaÓ ertil kvöldfundar meó foreldrum/forráóamönnum nýnema vió Fjölbrautaskóla SuÓurnesja. Fundurinn verður haldinn, mánudaginn 10. september á sal skólans [3ju hæó - gengið inn um vestur dyrvió Faxabraut] og hefst kl. 20:00-22:00. Dagskrá fundarins: MarkmiÓ og áherslur skólans Kynning á námi og námsframboói Kynning á starfsfólki og þjónustu UmræÓur og önnur mál Ég hvet sem flesta foreldra/forráóamenn nýnema til þess aó koma á þennan fund. ÞaÓ er reynsla okkar undanfarin ár aó fundirnir hafa verió bæði líflegir og gagnlegir og ekki síst hjálplegir okkur við aó mæta þörfum nemenda. Þar sem nú eru liónar fyrstu vikur skólastarfsins getum vió vonandi svarað öllum spurningum sem hafa vaknaó í tengslum vió námió og lífió í skólanum og svo bjóðum vió aó sjálfsögóu kaffi og meó því. Bestu kveðjur, Ólafur Jón Arnbjörnsson. Skólameistari. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.