Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2001, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.10.2001, Blaðsíða 6
Flottustu kropparnir Tólf ilottustu karlar og konur landsins etja kappi á Galxy Fitness móti sem haldið verður í íþróttahúsinu að Sunnubraut laugardaginn 20. október nk. Mótið er íslandsmót en 19 stúlkur og 26 karlmenn hafa skráð sig á mótið cn aðcins 12 komast áfram úr und- ankeppninni. Keppt verður í armbeygjukeppni, hraða- þraut og samanburði og kon- ununt en upphífingunt, dýf- um, hraðaþraut og saman- burði hjá körlum. Islenskar fitness keppnir hafa verið vinsælt sjónvarpsefni um all- an heint og því eru allir hvattir til að mæta og sjá kroppana taka á. Mótið hefst kl. 17 og stendur til kl. 19. Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar421 1420 og 421 4288 Fax 421 5393 • Netfang: fasteign-asberg@simnet.is Hátún 14, Keflavík. 131 nv einbýli á 2 hæðum, eign í góðu ástandi með 4 svefnh. Vinsæll staður. 11.500.000,- Hringbraut 44, Keflavík. 2ja herb. ibúð á 2. hæð í fjór- býli. Glæsileg eign á góðum stað. 5.500.000.- Heiðarholt 32, Kcflavík. 2ja herb. 61m; íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Eign í góðu ástandi á vinsælum stað. 6.400.000,- Hafnargata 6, Keflavík. 160mJ Verslunarhúsnæði á besta stað í bænum. Laust strax. Tilboö. Ránarvellir 7, Keflavík. 118m! endaraðhús með bílskúr með 2 svefnh. Vinsælar eignir á góðum stað. Uppl. á skrifstofu. Grænás 2a, Njarðvík. 4 herb. 108m; íbúð á n.h. í fjölbýli. Eign í góðu ástandi, mikið endurnýjuð. Laus fljótlega. 9.100.000.- Heiöartún 2d, Garöi. Verzlunin Arsól ásamt hús- næði til sölu. Eign á góðum stað, með pizzaofn, verzlun, lager og tæki. Einnig Lottó. Uppl. um verð á skrifstofu. Bakkastígur 16, Njarðvík. 534m; iðnaðarhúsnæði með skrifstofu, kaffistofu, salerni og vinnusal. Húsið mikið endumýjað. Laust strax. 18.000.000,- Iöavellir 5 Grindavík. 155m; einbýlishús ásamt 47m; bílskúr. 5 svefnherb. eikarpar- ket á gólfum. Uppl. um verð á skrifstofu. Brekkustígur 35a, Njarðvík. 113m; 3ja herb. íbúð með geymslu á 1. hæð í fjölbýli. Eign í góðu ástandi, laus fljótlega. 9.800.000.- Ólafur Thors upplýstur á Fokkunni Stytta af Ólafi Thors, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, var lýst með kösturum á föstudagskvöld, en hún stendur á Fokkunni við húsakynni sýslumannsembættisins. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, kveikti á Ijósunum en Áki Gráns, höfundur styttunnar, hélt einnig tölu um tilurð verksins. Fjöldi manns fylgdist með því þegar kveikt var á Ijósunum. Listamaðurinn, Áki Gráns flutti tölu um tilurð verksins og Davíð sagði gamansögur af Ólafi Thors. Skipulögð áfallahjálp í sueitarfelögum ýlega fjallaði stjóm SSS um bréf frá Hjálmari Amasyni, al- þingismanni, þar sem óskað er eftir því að sambandið beiti sér fyrir því að komið verði á skipulagðri áfallahjálp á Suður- nesjum. „Eftir hið hörmulega sjóslys, þegar Una úr Garði fórst og með henni tveir ungir menn, hefur ýmsilegt komið i ljós“, segir Hjálmar en einn úr áhöfninni hafði samband við hann og lýsti því hvemig geng- ið hefði að hefja nýtt líf að loknum þessum hræðilegu at- burðum. „Niðurstaðan af því er eiginlega sú að skipulögð áfallahjálp haft bmgðist. Mér þykir rétt að taka fram að skip- veijinn ásakar engan en lýsing hans bendir eindregið til þess að skipulag vanti hér sem annars staðar. Eftir að eftirlif- endur slyssins vom komnir heim má segja að lítið hafi skipulega verið unnið að því að styðja þá til að ná fullum tök- um á lífi sínu að nýju. Þeir þurfa ekki bara að glíma við eigin sorg og tilfinningar held- ur um leið að stússa í alls kyns kerfismálum. Þetta segir mér að hér þurfi að verða breyting á. Því fátt er mikilvægara fyrir einstaklinga og samfélagið en að vinna faglega og markvisst á sorgarviðbrögðum. Þetta snert- ir okkur öll“, segir Hjálmar. „Við því þarf að bregðast með réttum hætti. Eg veit að fullur vilji er til að taka skipulega á málinu og í þvi trausti ritaði ég stjóm SSS bréf um það. Mér finnst líka ánægjulegt hversu vel stjómin tók málaleitaninni. Þá mun ég fýlgja þessu eftir inni á Alþingi með þingsálykt- un um að slík kerfi verði byggt upp í öllum sveitarfélögum.“ I ályktuninni er mælst til þess að ríkisstjóm beiti sér fyrir því í samstarfi við sveitarfélög að koma á fót skipulagðri áfallahjálp innan sveitarfélaganna. Þar kemur einnig fram hversu mikil áhrif af mannskæðum slysum geta verið, bæði fyrir einstaklinga sem og samfélagið í heild. Með því að setja á fót stjómunar- nefhd áfallahjálpar á hveiju svæði er hægt að koma til móts við andlegar og fjárhagslegar þarfir fómarlamba slíkra slysa. Sossa með „Frohost í det gronne" Listakonan Sossa ntun opna sýningu á verk- um sínuni í Galleri Sct. Gertrud í Kaup- mannahöfn 12. október nk. Sýningin verður opin til 3. nóvember nk. Þar sýnir Sossa öll sýn nýjustu verk sem eru máluð á þessu ári. Með- fylgjandi rnynd var tekinþegar Sossa lagði lokahönd á verkin fyrir sýninguna á vinnustofu sinni í Keflavík. B

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.