Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2001, Side 4

Víkurfréttir - 15.11.2001, Side 4
Sýning í Frumleik- húsinu á Degi íslenskrar tungu w Itilcfni af Degi íslenskrar tungu verða leikskólar Reykjanesbæjar með sýningu í Frumleikhúsinu föstudaginn 16. nóvember kl. 10:00 og kl.14:00. For- eldrar og forráöamcnn elstu barna í leikskólum Reykja- nesbæjar eru sérstaklega boðnir velkontnir. Allir eru velkomnir og fólk er hvatt til að mæta. Sýning á verkum Lillu w Idag, 15. nóvember opnar yfirlits- og sölusýning á verkum Sigurveigar Þor- leifsdóttur (Lillu) í Svarta Pakkhúsinu, Hafnargötu 2. Sýningin stendur til 30. nóv- ember og verður opin frá kl. 17-22 alla dagana. Sigurveig er fædd og uppalin í Neskaupstað en hefur verið búsett í Keflavík síðan 1971. Hún stundaði nám hjá Eiríki Schmitt í einn vetur og sömu- leiðis hjá Margréti Jónsdóttir en hefur málað írá því á ung- lingsárum. Myndir Sigurveig- ar eru olíu-, vatnslita- og akríl- verk, aðallega af landslagi og blómum. Aðgangseyrir á sýn- inguna er enginn og allir eru hjartanlega velkomnir. Kostnaður við kjarasamninga miklu meiri en gert var ráð fyrir Fram kom á fmidi bæj- arstjórnar l'yrir stuttu að kostnaöur vcgna launahækkana haii verið mun meiri en reiknað var nieð i byrjun.Alls liafa 210 niilljónir farið i launahækk- anir á |iessu ári en gert var ráð l'yrir að kostnaöur vegna launahækkana á árinu næmi 69 niilljónum. Inni þessum 210 iiiilljóniim eru ekki ógerðir samningar við tónlistarskólakennara og lleiri sem nú eru með lausa samniuga. SAMEININGU SAMKAUPA 0G MATBÆJAR AÐ LJÚKA: Þriðja stærsta matvöru- keðja landsins verður til - Guðjón Stefánsson framkvæmdastjóri nýja félagsins. Starfsmenn um 500 talsins. Sameining Samkaupa og Matbæjar er nú á loka- stigi og hefur nýtt skipurit fyrir sameinað félag verið samþykkt. Guðjón Stef- ánsson verður framkvæmda- stjóri nýja félagsins en starfs- menn verða um 500 talsins. Gert er ráð fyrir að heildar- velta fyrirtækisins á þessu ári verði rúmlega 8 milljarðar. Eignarhald þessara félaga hefur verið sameiginlegt frá sl. ára- mótum, en reksturinn aðskilinn þar til nú. Eigendur að félaginu eru KEA og Kaupfélag Suður- nesja , auk um 300 einstak- lingar. Félagið rekur alls 24 verslanir um land allt undir nöfnunum Nettó, Úrval, Sam- kaup, Sparkaup, Strax og Kasko. Að auki rekur félagið Valgarð, kostverslun á Akur- eyri og kjötvinnsluna Kjötsel í Reykjanesbæ. Að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, starfsmanna- stjóra nýja félagsins er það þriðja stærsta matavörufyrir- tækið á markaðnum, á eftir Baugi og Kaupási. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið í endurskoðun á helstu kostnað- arþáttum í félaginu og hagrætt á ýmsum sviðum. M.a. verður Valdimarsson Gísli Gíslason Guðjón Stefánsson Skúli Þ. Skúlason Sturla Eðvarðsson Hannes Karlsson VÍKURFRÉTTIR atvinnulíf Sameining í matvöruverlsun yfirstjórn félagsins einfaldari og mun ódýrari en áður. I stjóm Samkaupa hf. em Jón Sigurðsson formaður, Halldór Jóhannsson, Magnús Haralds- son, Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson og Ólafur Gunn- laugsson. Auk Guðjóns og Skúla koma fleiri Suðumesja- menn að daglegum rekstri fyr- irtækisins, Omar Valdimarsson verður fjármálastjóri en hann hefúr starfað hjá Samkaupum frá 1996 og Sturla Eðvarðsson sem hóf störf sín hjá Samkaup- um í Njarðvík árið 1994 verður innkaupastjóri. Norðanmenn í lykilstöðum em Hannes Karls- son og Gísli Gíslason rekstrar- stjórar og Axel Aðalgeirsson, forstöðumaður upplýsinga- mála. Nýtt skipurit félagsins tekur gildi 15. þessa mánaðar. Fyrsta skóflustungan aö háhýsi viö Vatnsnesveg Fyrsta skóflustungan að hæsta húsi Keflavíkur var tekin sl. föstudag við Vatnsnesveg. Það eru Hjalti Guömundsson og synir sem sjá um byggingu hússins en íbúð- irnar verða seldar á frjálsum markaði. 1 húsinu verða 24 íbúðir á 6-7 hæðum. Hverri íbúð fylgir síðan bílageymsla í kjallara. Að sögn Andrésar Hjaltasonar verður ffá- gangur á húsinu til fyrirmyndar. „Húsið verður klætt að utan með varanlegri klæðningu og álglugg- ar. Þetta verður fallegt hús sem á eftir að sóma sér vel á þessum stað“, segir Andrés. Stefht er að því að bygging háhýsisins taki 18-20 mánuði en gert er ráð fyrir að hafist verði handa við sölu upp úr áramótum. „Það er mikill áhugi fyrir þessu húsi hjá fólki á öllum aldri en þó mest hjá fólki upp úr fertugu." Dagur islenskrar tungu á morgun: Fjölbreytt dagskrá í grunnskólum Börnin í Garöi hafa lesið Nóbelsskáldið. Dagiir islenshw tungu verö- ur haldinn á morgun og af þvi tilejhi hafa skólar á Suð- urnesjum sett saman dagskrá þar sem íslensk tunga verður í hávegum höfð. 1 Gerðaskóla hefur undan- famar tvœr vikur verið lestr- arátak i skólanum og nem- endur hvattir til að lesa. Kristín Helga Gunnarsdóttir kikir í heimsókn og les upp úr bókum sínum Jyrir nem- endur. Atakinu lýkursvo á morgun þegar nemendur 10. bekkjar kynna Jyrir öðrum nemendum skólans bcekur sem þeir hafa lesið eftir nóbelskáldið, Halldór Lax- ness. I grunnskólanum í Sandgerði hefur siðustu vik- um einnig verið varið i aö kynna fyrir nemendum ís- lenskar bókmenntir og ijóð. A degi islenskrar tungu verð- ur siðan formleg dagskrá fyr- irhvern 1.-4., 5.-6. og 7.-10. bekk þar sem söngur og upp- lestur á sögum og Ijóðum er á dagskránni. I Njarðvíkurskóla verður dagskrá á sal skólans þar sem 1.-5. bekkur og 6.-10. bekkur sjá um söng, rapp, upplestur á sögum, Ijóðum og œvintýrum aukþess sem nemendur syngja saman. Deginum verður siðan nánar gert skil innan hvers bekks Jyrirsig. 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.