Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 10.01.2002, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 10.01.2002, Blaðsíða 15
KNATTSPYRNAN í KEFLAVÍK Kjartan þjálfari leitar til bæjarbúa Kjartan Másson. VF-mynd: Sævar Sævarsson Kjartan Másson þjálfari knattspyrnuliös Keflvík- inga ieitar eftir aðstoð bæjarbúa við ýmis verkefni innan knattspyrnunnar. „Eg þarf á fimm mönnum aö balda sem tilbúnir eru að starfa fyrir mig og liðið“. Knattspyman í Keflavik er nú að fara á fiillt, þó nokkuð langt sé í sumarið. Talsvert er um leiki hjá meistaraflokknum á næstunni og taka þeir þátt í íslandsmóti inn- anhúss á laugardag og sunnudag. Helgina 18. og 19. jan. verður svo mót í Reykjaneshöllinni, styrkt af ÍAV. Einnig verður sterkt fjögurra liða mót helgina á effir þar sem sterk lið á borð við FH og Fylki munu taka þátt. Kjartan Másson sem tekið hefur að sér að þjálfa Keflavíkurliðið segir spennandi tíma vera í nánd. „Við höfúm verið að spila tals- vert undanfarið og hefúr þetta allt gengið mjög vel, eiginlega það vel að maður er hálf smeykur. Ég hef verið að gera nokkrar breyt- ingar á stöðum manna og það hefúr gengið framan vónum. Þaó er stíft prógramm framundan því um helgina er íslandsmótið inn- anhúss og síðan fleiri framund- an“. Hvernig lítur leikmannahópur- inn út? „Hann lítur mjög vel út og eru þetta mjög góðir strákar. Við erum með gríðarlega stóran hóp, um 36 manns og allt peyjar sem geta „spilað bolta" og verður því eflaust erfitt að halda öllum á- nægðum, en það er þó ekkert sem ég hef áhyggjur af. Við höf- um fengið 6-7 nýja leikmenn sem ekki spiluðu með Keflavík í fyrra. Við höfum eignast A- landsliðsmann, Hjálmar Jónsson, og svo eru strákar hjá okkur sem eru í yngri landsliðum. Við höf- um reyndar misst líka nokkra, þar á meðal Gunna Odds og Ragnar Steinarsson, sem eru hættir og svo er Gunnleifur á leiðinni annað.“ En ertu ekkert smeykur við það hvað hópurinn er ungur? „Nei, alls ekki, þetta em allt góð- ir strákar sem eiga eftir að standa Elsku Sandra til hamingju með 16 ára afmælið þann 17. janúar. Þínar vinkonur Harpa og María. Elsku Kristín til hamingju með 16 ára affnælið þann 9. janúar. Þínar vinkonur Harpa og María. sig vel í sumar og hafa verið að koma vel út úr æfingaleikjunum. Þarna eru líka reynslumiklir strákar inn á milli eins og Gestur Gylfason og fleiri og því er í raun ekkert sem ég þarf er að vera smeykur við. Ég vil þó benda á það að þessir strákar sem eru ungir og efnilegir þurfa á meiri stuðning að halda en hinir eldri og reyndari og því vona ég að fólkið i bænum taki þeim vel og styðji við bakið á þeim“. Mikið hefúr verið rætt og ritað um stjómina hjá knattspymunni í Keflavík og þann peningavanda sem félagið er í. Kjartan segir stjórnina vera mjög góða en þó þurfi fleiri menn í hana og biður hann áhugasama að hafa sam- band. Margir hafa komið til hjálpar og má þar nefna Nesprýði sem er að verða einn helsti styrktaraðili knattspyrnunnar og svo hefur Perlan hjálpað leik- mönnum að styrkja sig líkamlega og fjárhagslega því þeir stunda þar líkamsrækt frítt. Kjartan þarf einnig á um fimm duglegum mönnum að halda til að hjálpa sér og liðinu við ýmis verkeftú. „Ég þarf á fólki að halda sem er tilbúið að starfa með mér og lið- inu við ýmis verkefni, eins og að sjá um búninga og allt sem við- kemur þeim ntálum. Við munum keyra í alla leiki og því þurfúm við að fá menn sem tilbúnir að redda bílum í það og keyra okk- ur. Ég þarf því fólk sem hefúr á- huga á því að snúast aðeins í kringum okkur og vera okkur til aðstoðar á ýmsan hátt. Þetta hef- ur ekkert með knattspymuráðið að gera heldur eingöngu liðið sjálft“. Þeir sem hafa áhuga á þessu og/eða vilja fá að vita meira um þetta em þeðnir um að hafa sam- band við Kjartan Másson, sem fyrst, í síma: 899-3886 eða 421- 3996. Guðni Kjartans aðstoð- ar Atla með landsliðið Guðni Kjartanssun hef- ur verið ráðinn að- stoðarmaður Atla Eð- valdssonar landsliðsþjálfara næstu tvö árin jafnframt því sem hann mun þjálfa U19 landslið karla. Guðni er nú staddur með landsliðinu í Mið-Austur- löndum þar sem liðið leikur vináttulandsleiki gegn Kuwait og Saudi-Arabíu. Hádegistilboð Súpa og Lasagna eða eggjakaka borið fram með salati og hvítlauksbrauði. Aðeins kr 950.- Ilmandi gott kaffi allan daginn Ekta íslenkur ömmubakstur Tertur, Vöfflur, Kleinur, Tebollur. Verið velkomin Opið Mán.-fim. 11:30 - 24.00 Fös. 1 1:30 - 01:00 lau. 12:00 -01:00 Sun. 12:00 - 24:00 Föstudagur 11. janúar kl. 19 KEFLAVÍK - HAMAR l.deild kvenna laugardagur 12. janúar kl. 14 KEFLAVÍK - GRINDAVÍK Landsbankinn 4JV0 1 Lanpbestmþi REYKJAN ESBÆR Vistvemd í verki! Ert þú tilbúinn? Viltu k)Tina þér vistvænt 1] ölskyldustarf. Fundur um Vistvcrnd í verM verður haldinu í íundarsal Reykjanesbæjar aö Hafnargötu 5 7, Kjama mánudaginn 14. janúarM. 17.30 Þátttaka í verkefhinu Vistvemd í verM er skemmtileg, fróðleg og skapar samstöðu imian fjölskyldunnar. Verkefni sem veitir {] ölskyldunni nýj an samstarísvettvang og umhverfinu nýtt gildi. Vistvemd í verM er fyrir alla. Komið og kynnið ykkur málið Stýrihópur StaðardagsMár 21 íReykjanesbæ. Cierum góðan bæ betri!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.