Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 10.01.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.01.2002, Blaðsíða 14
i umsja Unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur Reykjaneshöll 2. hæð. OPIÐ föstudaga kl. 20-22 og laugardaga frá kl. 10. Keflvíkingar munið númerið okkar 230 OPIÐ PROFIOOR Samfylkingin í Reykjanesbæ efnir til opins prófkjörs laugardaginn 23. febrúar 2002 til að ákvarða Lista fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 25. maí 2002. Rétt til þess að bjóða sig fram hafa aLLir íbúar Reykjanesbæjar sem eru á kjörskrá og eru skráðir féLagar í SamfyLkingunni í Reykjanesbæ. Frestur til þess að skila inn framboðum rennur út 27. janúar 2002. Framboðin skuLu afhent kjörnefnd að Hafnargötu 26, Reykjanesbæ. Samfylkingin ímRevMcmesbæ* KRIPALU-JÓ6A - Framhaldsnámskeið mánud./miðvikud. kl. 1730. og 18.45. -Morguntímar þriðjud./fimmtud. kl. 0830. -Byijpndanámskeið hefst mánudaginn 14. janúar nk. kl. ZO. -Slökunamámskeið hefst þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 20. Innritun í síma 4211124 eða 8641124. Meginþættirjóga: Teygjuæfingar, öndunaraefingar og slökun. Þrír UMFNsigrar á ísaftrði túlkurnar í UMFN komust í undanúrslit bik- arkcppni KKI með sigri á KFÍ á ísafirði 48-56 sl. sunnu- dag en stelpurnar i UMFG steinlágu hins vegar á móti ÍS í sömu keppni á þriðjudag. Ungu stúlkumar í liði Njarðvíkur fóm um helgina í bílferð til ísa- fjarðar þar sem þær spiluðu þrjá leiki við KFÍ. Skemmst er frá því að segja að þær gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leikina en með sigri í þriðja leiknum, 48-56, tryggðu þær sér sæti í undanúr- slitum bikarsins. Atkvæðamestar í þeim leik voru Helga Jónsdóttir með 16 stig og Guðrún Karls- dóttir með 13. Grindvíkingum gekk ekki eins vel því þær steinlágu fyrir spræku liði Stúdina 72-37. Leik- urinn var jafh til að byija með en í 2. leikhluta tóku Stúdínur öll völd og sigmðu mjög ömgglega. Þess ber að geta að besti leik- maður Grindarvíkurliðsins hing- að tál, Jessica Gaspar, gat ekki leikið með vegna meiðsla og munar greinilega mikið um hana. Sólveig Gunnlaugsdóttir stóð sig þó ágætlega og skoraði 13 stig. KARFAN Klúðruðum góðu tækifæri Keflvíkingar töpuðu gegn Tindastól sl. laugardag og sagði Gunnar Stefánsson einn af leikmönnum Keflvík- inga það hafa verið gífurlega svekkjandi. „Það sem gerðist var einfaldlega það að við klúðruðum þama góðu tækifæri til að komast á- fram i bikamum. Leikurinn var jafri allan tímann. Við höfðum leikinn í hendi okkar þegar stutt var eftir en misstum við hann fra okkur því við gerðum ekki það sem Siggi þjálfari sagði okkur að gera, en það var að stilla upp og taka góð skot“. Munaði miklu um að Jón Norðdal var ekki með í þessum leik? „Já auðvitað munaði mikið um hann, sérstaklega í vöminni gegn stóru mönnunum í Tinda- stóli. Við áttum samt að ráða við þetta sjálfir en hreinlega klúðmð- um þvi“. Þú hefur spilað meira á þessu tímabili en áður, hverju viltu þakka það? „Ég hef reynt að setja mér hærri markmið á hvetju ári og auðvitað reynir maður að ná þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að með meiri metnaði myndu tækifærin aukast og er ég nokkuð sáttur við mitt það sem af er, þó alltaf sé hægt að gera betur“. Hvernig leggst lcikurinn á móti Hamri í þig? „Þetta er auðvitað „must win“ leikur ef við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni. Við höfúm ekki ennþá tapað á heimavelli í vetur og ætlum ekki að bytja á því núna. Við eigum harma að hefha“ Að lokum, hverjir verða bikar- meistarar? „Tindastóll vann auðvitað besta liðið (Gunnar hlær) en ég held að vinur minn hann Hjörtur Harðarsson muni Ieiða Þórsarana til sigurs að þessu sinni“. Njarðvíkingar áfram í bikarnum Njarðvík vann Reyni í 8- liða úrslitum bikar- keppni KKÍ 65-122 (35- 66) en leikurinn fór fram í Sandgerði sl. laugardag. Það var í raun aldrei spurning hvetjir myndu fara með sigur af hólmi í þessum nágrannaslag því Njarðvíkingar höfðu mikla yfir- burði allan tímann. Þeir mættu mjög grimmir til leiks og voru staðráðnir i því að klára þennan leik strax og koma sér í undanúr- slit. Allir sterkustu leikmenn Njarðvíkinga voru með að und- anskildum Teiti Örlygssyni, sem hvíldi. Gæði leiksins voru ekki mikil enda mikill munur á liðun- um. Þessi leikur var þó sérstakur á einn hátt þvi með Reyni spila fjórir „gamlir" Njarðvíkingar og létu þeir talsvert að sér kveða. Þetta voru þeir Ingvi Jóhannson, Örvar Ásmundsson, Ásgeir Guð- bjartsson og Skúli Sigurðsson, en hann var stigahæstur Reynis- manna með 14 stig. Hjá Njarð- víkingum voru Logi Gunnarsson og Sævar Garðarsson bestir með sín 20 stigin hvor. Einnig var hinn ungi Sigurður Einarsson mjög góður en hann skoraði 19 stig og greinilegt að þarna er efnilegur piltur á ferð. „Við áttum aldrei möguleika í þessum leik enda mikill styrk- leikamunur á liðunum. Ég tel að Njarðvíkingar vinni þennan bikar enda var ég búinn að tala um það að liðið sem myndi slá okkur út myndi verða bikarmeistari“, sagði Jón Guðbrandsson, þjálfari Reynis, að leik loknum og verður gaman að sjá hvort hann verði sannspár. Körfuboltinn um helgina Nokkrir leikir munu fara fram um helgina í körfúbolta, bæði hjá körlunum og konunum. I kvöld, fimmtudag, taka Njarðvíkingar á móti Skallagrími og Grindvík- ingar fá Hauka í heimsókn. Báðir þessir leikir hefjast kl. 20.00. Á föstudagskvöldið kl. 19.00 taka svo Keflvíkingar á móti Hamri fra Hveragerði og má bú- ast við griðalega spennandi leik þar enda töpuðu Kefvíkingar fyr- ir þeim i Hveragerði í fyrsta leik tímabilsins. I kvennaboltanum taka Keflvíkurstelpurnar á móti grönnum sínum úr Grindavík og fer sá leikur ffam kl. 14 i íþrótt- arhúsinu við Sunnubraut. Tveir Keflvík- ingar í lands- liðinu á móti Kuwait Tveir Keflvíkingar léku í landsliði Islands í knattspyrnu sem mætti liði Kuwait á þriðjudag í Oman. Þeir Jóhann B. Guðmundsson, leikmaður Lyn í Noregi og fyrr- verandi leikmaður Keflavíkur og Hjálmar Jónsson, Keflvikingur, voru valdir í bytjunarlið íslenska landsliðsins. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Liðið er á ferðalagi í Saudi- Arabiu og mun spila þar nokkra leiki. Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur Suðurnesjamenn enda langt síðan tveir Keflvíkingar hafa verið inná í landsleik í knattspymu. Elísabet Þórhallsdóttir verður 85 ára 15. janúar nk. í tilefni af tímaniótum þessum ætlar hún að halda upp á afmælið sitt laug- ardaginn 12. janúar kl. 17 í Samkomuhúsinu í Garði. Elsku Ingi Rúnar Til hamingju með níu ára afmælið 11 janúar Mamma, [tabbi og Álffún Marta 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.