Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 14.03.2002, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 14.03.2002, Qupperneq 16
MARS2002 FRÉTTABRÉF Wl KEFLAVÍKURVERKTAKAR hf. ...tilbúnir á nýrri öld! GLÆSILEG PAR- OG RAÐHÚS hússins býður uppá að þetta sér gert og auðvelt verður að skýla sér fyrir helstu vindáttum. Húsin verða vönduð að gerð. Þau verða steinsteypt og verða steinuð að utan með steinsalla, sem tryggir lágmarks viðhald unt langa framtíð. Þökin verða klædd með vönduðum þakdúk. Að innan verða milliveggir og útveggir að innan klæddir með gifsi. Slétt steinsteypt loft verða sandspörtluð, en hallandi loft verða klædd með panel. Reikn- að er með að húsin verði hituð upp með lögnum í gólfí, þann- ig að það verða engir ofnar í þeim. Þetta er heppilegt ef fólk vill hafa parket eða fisar á gólf- um. Skemmtileg hús í nýju hverfi -segir Guðlaugur Guðlaugsson I Stuðlabergi „Þetta svæði er nýtt hér í bænunt og er það gleðifrétt að svona stórir verktakar eru til í að hefja framkvæmdir og vera með þeim fyrstu. Þaö má segja um Grænás að þama verður mikið útsýni, enda verða öll húsin byggð á stöllum sem gerir þau glæsilegri. Þama koma ný og glæsileg raðhús eða parhús, öðu- vísi arkitektúr en hefúr verið á þessu svæði“, sagði Guðlaugur Guðlaugsson, fasteignasali hjá Stuðlabeigi. i byggingu í Steinás-hverfi Fyrsta skólflustungan var ný- lega tekin að fyrstu lóðunum í Steináshverfi sem Keflavíkur- verktakar fengu úthlutað frá Reykjanesbæ. Um er að ræða alls tólf lóðir undir par- og rað- hús og einnig sex einbýlishúsa- lóðir. Keflavíkurverktakar em þama að hefja byggingu nokkurra raðhúsa og parhúsa á nýju byggingarsvæði í slakkanum sunnan við blokkirnar við Grænás í Njarðvíkum. Þar hefur verið skipulagt íbúðahverfi, með einbýlis-, rað- og parhúsum. Við hönnun húsanna var haft að leiðarljósi að aðstæður eru þannig að útsýni er aðallega til suðausturs og norðausturs, sem eru fallegar útsýnisáttir á þessu svæði. Því er leitast við að nýta þessa möguleika auk þess að hafa þarfir sem flestra í huga. Aðalform húsanna við Steinás er einfalt og stílhreint. Þar skiptast á annars vegar stórir massar með hallandi þökum og láréttir húshlutar, sem tengja þá saman. Form og litir undir- strika einnig hvers er að vænta, þegar komið er inn í húsin. Stofa og aðalíverurými snúa að götu og þar er aðalinngangur í góðu skjóli á milli bílskúrs og stofúhluta. Hæsti hluti hússins er næstur götu. I honum eru stofa og aðalíverurými nteð hallandi þaki. Þök eru lárétt yfir öðrum hlutum hússins. Bílskúrinn er stór og rúmgóður, með góðri lofthæð. Inn af hon- um er geymsla. Innra skipulag hússins er einfalt og rökrétt. Komið er inn í aðlíverurými hússins inn úr anddyri. Þar er hátt til lofts og þakgluggi varp- ar dagsbirtu inn í borðstofu- hluta rýmisins. Eldhús er til hliðar við útvegg og þaðan eru dyr út á baklóð. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru við lítinn gang inn af aðalrýminu. Þar er einnig rúmgott baðherbergi. Húsin við Steinás eru hönnuð með þarfir nútímafjölskyld- unnar að leiðarljósi. Leitast er við að hafa öll rými innanhúss hæfilega stór og í góðum tengslum innbyrðis. Lögð er rík áhersla á góð tengsl við lóð og útirými. A baklóð er mögu- leiki á því að setja upp lítið sól- skýli og heitan pott. Lögun Keflavíkurverktakar meðal þeirra stærstu Keflavíkurverktakar eru mcöal stærstu fyrirtækja á ís- landi en starfsmannafjöldi nálgast óöum 300. í úttekt sem Frjáls verslun geröi á síðasta ári miöað við rekst- ur ársins 2000 skipar fyrir- tækiö sér á þremur stöðum í hóp þeirra stærstu. Keflavíkurverktakar eru í 99. sæti þegar stærð fyrirtækja á Islandi er skoðuð gagnvart veltu, aðeins fjórurn sætum frá nágranna sínum, Spari- sjóðnum í Keflavík. Kefla- víkurverktakar voru með tæplega 1700 milljóna króna veltu árið 2000. Þegar hag- naður ársins er skoðaður eru Keflvíkurverktakar komnir í topp tuttugu hér á landi eða í 19. sæti með 158 millj. kr. hagnað. Fyrirtækið er meðal stærstu byggingafyrirtækja á landinu og þegar kjördæmið er skoðað eru Keflavíkur- verktakar í 3. sæti, á eftir ístaki og í AV hf. 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.