Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 2
VIKUR FRÉTTIR Utgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 4717 (10 línur) Fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Kristlaug Sigurðardóttir, kristlaug@vf.is, sími 691 0301 Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Hilmar Bragi Bárðarson hbb@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiójan Oddi hf. / Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Víkurfrétta. Tónleikar í Njaróvíknrkirkjn laugardaginn 16. mars kl. 16. Fjölbreytt söngskrá. Heimisfélagar. Sveinn Örvar Steinarsson, 19 ára og Hlynur Ólafur Pálsson, björgunarmaður hans. Hallgrímur leiðir lista fram- sóknarmanna í Grindavík Hallgrímur Bogason, bæjarfulltrúi leiðir íramboðslista framsókn- armanna til bæjarstjórnakosninga 25 mai 2002. Listi var samþykktur á félagsfundi í fyrradag. 1. Hallgrímur Bogason, bæjarfulltr. 2. Dagbjartur Willardsson, bæjarfulltr. 3. Gunnar Már Gunnarsson, bankastarfsm. 4. Dóra Bima Jónsdóttir, gjaldkeri. 5. Guðmundur Gr.. Karlsson, háskólanemi. 6. Jónas Þórhallsson. skrifst.maður. 7. Páll Gíslason, verktaki. 8. Sigríður Þórðardóttir, verslunarmaður. 9. Kristín Þorsteinsdóttir, skólaliði. 10. Einar Lámsson, verkstjóri. 11. Vigdís Helgadóttir, húsmóðir. 12. Kristrún Bragadóttir, verslunarmaður. Bogason, 13. Agnar Guðmundsson, bifrstj. bæjarfulltrúi. 14. Bjarni zkndrésson, netagerðamaður. Hlynur Pálsson bjargaði skipsfélaga sínum þegar hann datt útbyrðis í Garðsjó. Ótrúleg björgunarsaga ÍTVF, Tímariti Víkurfrétta Rétt fyrir síðustu jól féll mað- ur fyrir borð af bátnum Hólmsteini GK 20 um það bil fjórar til fimni sjómflur úti í Garðssjó. Sveinn Örvar Steinarsson, 19 ára, hélt að hann væri að ljúka jarðvist- inni en bátsfélagi hans, Hlyn- ur Ólafur Pálsson, náði að bjarga honum aftur um borð í Hólmstein, eftir röð mistaka að eigin sögn. Sveinn Örvar heldur áfram að segja frá þessum spennu- þmngnu andartökum af mikilli innlifun í viðtali í nýju TVF, tímariti Víkurfrétta. „Það var svo mikill straumur að mig bar alltaf lengra og iengra frá bátn- um. Ég var í gúmmígalla og manni er kennt í Slysavama- skólanum að koma sér úr gall- anum þegar maður fellur út- byrðis, en ég get sagt ykkur það að það er ekki hægt, maður kemst ekki úr gallanum. Ég reyndi þrisvar sinnum að kom- ast úr honum en ekkert gekk, ég sökk bara dýpra við það, um leið og ég hætti að synda þá sökk ég bara niður. Báturinn var á hraðferð frá mér og svo loksins sá ég Hlyn koma aftur á og hann kveikti strax á pemnni hvað hafði gerst. Ég sá að hann fékk algert sjokk og fór að æpa og kalla, þetta gerist klukkan átta um morgun 20. desember Lekinn ekki meiri eða minni en síðustu ár Viðgerð á íþróttahúsinu í Njarðavík kostar 1.155.300 krónur ef gert er við suður- gluggana til bráðabirgða, til að stöðva lekann sem er að eyðileggja parketgólf íþróttahússins. Éf hins vegar gert er við til frambúðar og álgluggar settir í suöurhlið hússins, eins og umhverfis- og tæknisvið mælir með, þá mun við- gerðin kosta 4.400.000 krónur. Við úttekt á húsinu sögðu fyrrverandi og núverandi forstöðumenn hússins, Ste- fán Bjarkason og Hafsteinn Ingibergsson, að lekinn í húsinu væri hvorki meiri né minni en undanfarin ár. Þeir tóku einnig fram að ástandið væri misjafnt milli ára og færi það eftir veðráttu hvað það iæki mikið inn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær verður farið í að gera við Ljónagryfjuna í Njarðvík. og það var kolniðamyrkur og ísjökulkalt. Ég átta mig ekki á því hvað þetta tók langan tíma, kannski nokkrar sekúndur eða mínútur. Ég var farinn að drekka ansi mikinn sjó og var að drukkna þegar björgunin barst, en hún gekk heldur ekki alveg þrautalaust fyrir sig“, segir Örvar og það fer um hann við tilhugsunina um ískaldan sjóinn. Hlynur skipsfélagi hans segir að það hafi verið eitthvað sem kallaði hann aftur á. Hann viti ekki hvað það hafi verið en 1 skyndilega hafi hann fundið- sterka þörf til að fara aftur á bátinn. Leitað sátta í máli Lands- bankansí Sandgerði Fulltrúar Bæjarstjórnar Sandgerðis voru á fundi í aðalstöðvum Landsbanka íslands í Reykjavík síðdegis i gær. Ekkert markvert gerðist á fundinum í málinu að sögn fulltrúa Landsbankans og niun bankaráð ræða þaö frekar í dag. Bæjarstjóm Sandgerðis hafði lagt íram harðorða bókun á aukafúndi bæjarstjómarinnar um málefni Landsbankans þann 3. mars síðastliðinn. Þar kom fram að ef Landsbankinn myndi skerða þjónustu við Sandgerðinga og Sand- gerðisbæ myndu bæjaryfirvöld hefja viðræður við aðra banka eða sparisjóði til að kanna opnun útibús eða afgreiðslu sem þjónaði Sandgerðingum og Sandgerðisbæ með sóma. Suðumesjaskipin gera það gott á loðnuvertíðinni Grindvíkingur GK lagði af stað frá Sigluilrði sl. þriðjudag á loðnumiðin, Grindvíkingur landaði 1077 tonnum af loðnu í Siglufirði og fór það allt í bræðslu. Rúnar Björgvinsson, skipstjóri, segir að Suðurnesjaskipin hafi verið að gera það gott á vertíðinni og sjálfur segist hann eiga eftir að fara þrjár ferðir til að klára kvótann. Aflinn sem hann landaði í Sigluftrði veiddist tólf mílur vestur af Garðskaga, en vegna löndunarbiðar í nálægum höfnum varð Grindvíkingur að sigla til Siglufjarðar með aflann. Enn á flotinn eftir að veiða yfir 100 þúsund tonn af loðnukvótanum og er Rúnar ekki bjartsýnn á að það náist og segir hann sérstaklega bagalegt að geta ekki losað skipin fljótt og örugglega þegar komið er að landi. Venjulega líkur loðnuvertíðinni um mánaðarmótin mars-april en eftir 20. mars gengur veiðin frekar treglegar. Grindvíkingur er á leið á miðin undan Snæfellsjökli og vonast Rúnar til að þeir geti næst landað í Helguvík. Hann sagðist hafa frétt af loðnutorfu undan Bolungarvík og ætlaði að athuga hvort eitthvað væri til í þeirn féttum í leiðinni vestur eftir landinu frá Sigluftrði. 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.