Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 18
Öll eyðublöð Sand- gerðisbœjar á Netinii Nú getur fólk sótt um leikskólapláss, atvinnu, byggingarlóð og ýmis- legt annað hjá Sandgerðisbæ með því að senda rafræna umsókn í gegnum Internetið. Allir sem senda inn rafræna umsókn eignast sitt eigið örug- ga NetBox hjá Form.is þar sem þeir eignast afrit af sínum umsóknum og fá svör og niðurstöður ffá Sandgerðisbæ. Um leið og svar berst frá Sandgerðisbæ inn í NetBoxið þitt, færðu einnig tölvupóst á netfangið sem þú skráðir þegar þú sendir inn umsókn. Sandgerði er 11. sveitarfélagið sem nýtir sér örugga miðlun Form.is til að miðla umsóknum og svörum til viðskiptavina. VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI migs ATVINNA - S U M ARAFLEYSING AR Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf, dótturfyrirtæki Flugleiða óskar eftir að ráða viðskiptafræðinema á 1. eða 2. ári í sumarafleysingar í fjármáladeild fyrirtækisins um fullt starf er að ræða. Hæfniskröfur: Æskiieg er reynsla af bókhalds- gjaldkera- og skrifstofustörfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Flugþjónustunnar ehf. í húsi Fraktmiðstöðvar á 2. hæð á Keflavíkurflugvelli. Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2002. HÖNNUN: Víkurfréttir ehf f¥l Heilbrigðisstojhun Suðurnesja HÚSNÆÐI ÖSKAST Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir íbúðum nú þegar og I. júní nk. fyrir hjúkrunarfræðinga Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu H.S.S í síma 422 0580. Framkvæmdastjón. Býður Suðurnesja- mönnum sér- tilboð á Gestinn I íyrra var Gunnar Eyjólfsson valinn bæjarlistamaður Reykja- nesbæjar til fjögurra ára. Gunnar hefiir áhuga á því að láta Suðumesjamenn njóta listar sinnar og hefur að því ákveðið að bjóða Suðumesja- mönnum sérkjör á leiksýning- una Gesturinn sem nú er sýnd í Borgarleikhúsinu en þar leikur Gunnar annað aðalhlutverka á móti Ingvari Sigurðssyni. Leikhópurinn Þíbilja setur upp verkið í samvinnu við Borgar- leikhúsið en það er eftir franska leikritahöfimdinn Eric- Emmanuel Schmitt. Leikritið gerist í Vínarborg árið 1938 í þann mund sem nasistar hafa tekið völdin í Austurríki og ofsóknir á hendur gyðinga em hafnar. Gunnar leikur Sigmund Freud sem reynir að vera bjartsýnn og neitar að yfirgefa landið ásamt dóttur sinni Önnu. Þá fær hann skyndilega óvænta og fiirðu- lega heimsókn. Maður í kjól- fötum, kaldhæðinn og léttur kemur inn um gluggann og heldur fúrðulegustu ræður. Hver er gesturinn? Vitfirr- ingur? Galdramaður? Eða er hann sá sem hann segist vera: Sjálfúr Guð? Ingvar Sigurðsson leikur hinn dularfúlla gest en aðrir leikarar em Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Þór Tulinius leikstýrir. Stígur Stein- þórsson gerir leikmynd Stefanía Adolfsdóttir búninga. Láms Bjömsson hannar lýs- ingu. Hljóðmynd gerir Baldur Már Amgrímsson. Þýðandi er Kristján Þórður Hrafhsson. Gunnar segir að leikritið veki alla tii umhugsunar um líftð og tilvemna og láti engan ósnort- inn. „Það fjallar á mjög örlaga- ríkt tímabil í sögu Evrópu þegar gyðingar vom teknir fastir í Austurríki, safhað saman og settir í útrým- ingarbúðir en nasistar gátu ekki snert frægasta gyðing í heimi sem var Sigmund Freud". Gunnar er að fara æfa í nýju verki eftir Olaf Jóhann Ólafs- son, það heitir „Rakstur" og gerist á rakarastofú í Reykja- vík. Það verður sett upp í Þjóðleikhúsinu næsta haust. Nánari upplýsingar em veittar í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000. Til sölu eða leigu til leigu eða sölu 2 hólf ca 95m2 í nýlega byggðu atvinnuhúsnæði að Grófinni 6a. Upplýsingar gefur Birgir í síma 421 4242 eða 897 5246. 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.