Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 17
Skriður á Keflavíkurverktökum utan vallar Ýmis önnur verkefni á höfuð- borgar- svæðinu Ýmis önnur verkefni hafa verið deiglunni hjá Keflavík- urvcrktökuni að undanfornu og er þeim ýmist nýlokið eða rétt að hcljast. Má þar nefna lagnaverkefni fyrir Húsa- smiðjuna, Tækjatækni og Breiðholtssundlaug og einnig endurbætur á fjölbýlishúsi í Eskihlíð. Starfsfólk KV á fjölsóttum námskeiðum Nýlega var haldið námskeið í skyndihjálp fyrir starfs- menn Keflavíkurverktaka og voru þátttakendur um 230 talsins. Námskeiðið var haldið í Rauðakrosshúsinu í Keflavík og var \el látið af því, enda ávallt þörf á slíkum nám- skeiðum. Þá var og haldið tólf stunda fagnámskeiö fyrir ræstingarfólk fvrirtækisins en það sóttu um 60 manns. Verkstjórar hafa einnig verið á námskeiðum í verkstjórn og verkefnastjórnun en skrifstofufólkið sótti sér aukna kunnáttu á tölvunámskeiði hjá Tölvuskóla Suðurnesja. Sandgerðisskóli á lokastigi Viðbygging Grunnskólans í Sandgerði er nú á lokastigi en verkið hefiir gengið ntjög vel að sögn Alberts Hjálmarssonar, yfirverkefnastjóra KV Verkið hófst um mitt sl. ár og hafa að jafnaði unt 17 ntanns unnið við bygginguna. Verkið er þó nokk- uð á undan áætlun en því á aó skila þann 30. apríl nk. Matur frá Matarlyst Keflavíkurverktakar hafa mörg undanfarin ár verið með fæðis- kaupasamninga við ýmsa þjónustuaðila á Suðumesjum. Nýlega var endumýjaður samningur við fyrirtækið Matarlyst Atlanta urn kaup á allt að 130-150 máltíðum á dag en þeim er ekið á um einn tug vinnusvæða. Samningurinn gildir til næstu tveggja ára. Yfir 300 m.kr.framkvœmd við Slökkvistöðina í Reykjavík Keflavíkurverktakar urðu nýverið hlutskarpastir í útboði á vegum innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar en verkkaupi er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Verkið fellst í endurbótum á eldra húsnæði slökkviliðsins í Skógarhlíð sem og byggingu nýrrar viðbyggingar en tilboðsupphæð KV var tæpar 330 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á liðlega 400 milljónir króna. 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.