Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 31
Gríðarlegur fjöldi á vel heppnuðu Samkaupsmóti Um sl. helgi fór fram Samkaupsmótið í körfubolta og þar voru saman komnir 500 krakkar fæddir 1990 og síðar. Mikið var um að vera og var boðið uppá hellings skemmtun íyrir krakkana, t.d. var farið í bíó á Snow Dogs, haldin var kvöldvaka, farið var í sund og svo var pizzu- veisla fyrir alla keppendur ásamt mat alla daganna. Leikið var á átta völlum, í Njarðvík og Keflavik og var spilað 2x12 mínútna leiki. Mikil stemmning var á mótinu og allir skemmtu sér konunglega. Mótið heppnaðist gríðarlega vel enda vel skipulagt af góðu fólki úr Njarðvík og Keflavík SP0RT-M0LAR Gillingham fylgist með Óla Gott Enska l.deildarliðið Gillingham er þessa daganna að fylgjast með Kefl- víkingnum Olafi Gottskálkssyni leikmanni Brentford. Gillingham vantar aðalmarkvörð og gæti Olafur verið góður kostur. Olafur var í æf- ingaferð með Lyn frá Noregi á Spáni um daginn en ekkert varð úr því að hann færi þangað. Oli Gott er i skemmtilegu viðtali í TVF sem kemur út á morgun. íslendingar teknir í (samba)kennslustund íslendingar voru vægast sagt teknir í bakaríið sl. fimmtudag af „Bröss- um“ í vínáttuleik liðanna i knattspymu. Brasilía hafði yftröndina allan leikinn og sigraði 7:1 en mark Islands skoraði Grétar Rafn Steinsson. Suðumesjamennimir Hjálmar Jónsson, Haukur Ingi Guðnason, Guð- mundur Steinarsson og Grétar Hjartarsson vom allir í liði íslands. Tveir sigrar í æfingaleikjum Keflavík vann Hauka 1-0 í æfingaleik í Reykjaneshöllinni sl. helgi. Adolf Sveinsson skoraði sigurmarkið. í seinni leiknum var meira fjör en þar vannst 7-5 sigur á Völsungum. Zoran Ljubicic og Jónas Guðni Sævarsson skomðu báðir tvö mörk og Guðjón Antoníusson, Hörður Sveinsson og Haraldur Axel Einarsson skomðu eitt mark hver. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Búningasafn á SG-Bón Þeir félagar Grétar Olason og Þorsteinn Magnússon opnuðu um daginn nýja bón- stöð á Básvegi 8. Það væri nú ekki frásögu færandi í sportinu nerna fyrir þær sakir að þeir em að safha knattspymutreyjum í rjáfur stöðvarinnar. Þeir vilja endilega ná að fylla húsið af búningum og skiptir engu máli frá hvaða félagi búningamir em. Æfingaleikir hjá 5.flokknum í Keflavík Á föstudaginn lék 5. flokkur í Keflavík æfingaleiki í fótbolta við Vík- inga í Reykjaneshöllinni. A-liðið vann sinn leik 3-1 þar sem Fannar Þór Sævarsson skoraði 2 mörk og Anton Pétur Hallgrímsson það þrið- ja. Vikingar sigmðu leik B-liðanna 3-0 en C-lið Keflavíkur vann 2-1 með mörkum frá Þorbergi Geirsyni og Kristjáni Þór Kristjánssyni. Hjá D-liðinu varð 2-2 jafhtefli og þar skoraði Luis Diogo Barbebo Amaro Da Silva Gruz bæði mörkin. Þetta kemur fram á heimasiðu Keflvík- inga. SP0RT-M0LAR Njarðvík og Keflavík eignuðust bikarmeistara Nokkri leikir fóru fram um sl. helgi í bikarkeppni yngriflokka í körfubolta og voru Suður- nesjaliðin í eldlínunni að vanda. Njarðvíkingar urðu bikarmeistar- ar í 10. flokki karla annað árið í röð með sigri á IR 66:56 en stað- an í hálfleik var 34:28. Jóhann Olafsson var maður leiksins með 29 stig, 13 fráköst, 5 stolna bolta, 5 blokk og 5 stoðsendingar. Stúlkumar í unglingflokki kven- na í Keflavík sigmðu lið Grind- víkinga 51:36 og unnu bikarinn þar sem María Anna var best með 13 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta. I 9. flokki kvenna töpuðu Njarð- víkurstúlkur fyrir Haukum 53:27. Ingibjörg Vilbergsdóttir var stigahæst Njarðvíkurstúlkna með 12 stig. Keflavík(b) tapaði i 10. flokki kvenna fyrir Haukum 67:36 og var Maria Erlingsdóttir stigahæst með 14 stig. í drengjaflokki tapaði Njarðvík fyrir KR 60:62 og var sigurkarf- an skomð á síðustu sekúndu. Ungir sundgarpar á íslands- bankamóti íslandsbankamótið í sundi fór fram í Sundhöllinni sl. laugar- dag. Öllum bömum sem þar æfa var heimil þátttaka og það vom um 35 börn sem kepptu í 50m bringusundi og 50m skriðsundi. Mótið var létt og skemmtilegt þar sem flest yngstu bömin vom að synda á sínu fyrsta móti. Soff- ía Ólafsdóttir kom svo fyrir hönd íslandabanka, sem styrkti mótið, og afhenti öllum gullpening að launum. Sendið íþróttaefhi á sjabbi@vf.is Góður gestur á æfingu í Keflavík 8.flokkur karla í Keflavík í körfu fékk aldeilis góðan gest á æfingu sl.mánudag en það var enginn annar en hinn frábæri körfuknattleiks- maður Logi Gunnarsson úr Njarðvík. Hann sagði sögu sína, hvemig þrotlausar æfingar skila sínu, að vera alltaf að, ekki síst á sumrin við að bæta bolta og skottæknina og síðast en ekki síst kom hann inná ntikilvægi þess að menn passi að vera ekki síður góðir námsmenn en körfuboltamenn ef hugurinn stefnir út í heim. Einnig sýndi hann margar af þeim boltaæfingum sem hafa skil- að honum árangri og leiðbeindi í gegnum þær. Sannarlega stórkostleg- ur körfuboltamaður þama á ferð og ekki siður drengur góður. Eitthvað hafði kvisast út um komu hans því óvenju gestkvæmt var á æfingunni. Þama vom strákar úr 7.flokki ásamt stelpum úr 8. og 9. flokki. Þetta var sannarlega eitthvað sem krakkamir kunnu að meta og vonandi bytja þau strax á morgun að gera æfingamar sem hann var að kenna þeim, því hver veit nema hann líti við aflur og þá væri nú gam- an að geta sýnt framfarir. Tveir si'grar hjá Keflavíkurstúlkum á KFÍ Keflavíkurstúlkur sigruðu KFÍ í 1 .deild kvenna í körfu um sl. helgi í tveimur leikjum. Fyrri leikinn vann Keflavík 89:57 og seinni leikinn 81:56 og urðu Keflvíkingar því í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig. Bima Valgarðsdóttir var best í báðum leikjunum og skoraði samtals 43 stig en Erla Þor- steinsdóttir kom næst með 34 stig. Erla og Páll Axel körfuboltaþjálfarar em í eldlín- unni í TVF tímaritinu sem kemur út á morgun. VELKOMIN á Glóðina Borðapantanir í síma 421 8787 HAFNARGATA 62 • KEFLAVIK • SIMI 421 8787 Samkaupsm 11 ára og yngri. Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn við mótshaldið! \lí Sendum einnig þakklæti til foreldra og forráðamanna, án ykkar væri þetta ekki hægt! Landsbankinn Unlingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Njarðvíkur Daglegar fróttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.