Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 12
Leikfélagið Vox Arena frumsýnir söng- leikinn GRETTI í Frumleikhúsinu í Keflavík að er geysivinsælt í framhaldsskóium að setja upp sönglciki. Dæmi eru jafnvel um að nemendur velji sér ákveðna framhaldsskóla sem eru frægir fyrir það að setja upp metnaðarfullar leiksýningar. Fjölbrautaskóli Suðumesja ætlar ekki að láta sitt eftir liggja núna og í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur verður söngleikurinn Grettir frumsýn- dur í Frumleikhúsinu fös- tudagskvöldið 15. mars. Það er reyndar leiklistarklúbburinn, Vox Arena í FS, sem er form- lega í samstarfinu en nýtur stuðnings skólayfirvalda. Vox Arena hefúr áður sett upp leik- sýningar en aldrei í þessum stærðarflokki sem nú er í væn- dum. Sýningin er „grand“ eins og einhver orðaði það og gefur hinum framhaldsskóla- sýningunum ekkert eftir. Við tókum nokkra leikara tali og spurðum þá spjömnum úr; Hildur Bjamey Torfadóttir er 20 ára Keflvíkingur og vinnur í Hagkaup. Hún leikur Sif gengispíu. „Eg var dregin hing- að af Höllu Sverris sem vinnur með mér en hún hefur oft leik- ið með LK. Mig og vinkonu mína langaði að prófa eitthvað nýtt og ákváðum báðar að slá til. Ég hef aldrei áður leikiðl", segir Hildur. Brynja Dögg Jónsdóttir er 18 ára Sandgerðingur og er nemi við FS. Hún leikur Breddu gengispíu. „Mig hefur alltaf langað til að leika í svona stórri sýningu," segir Brynja, „og greip tækifærið þegar það gafst. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að fara út í. Það var búið að vara mig við vinnunni sem fylgir þessu en maður neyddist bara til að skipuleggja tíma sinn betur. Ég á ömgglega eftir að sakna þessarar vinnu og félagsskaparins þegar þetta er allt búið.“ „Mér finnst sjálfshaustið hafa aukist alveg rosalega við þetta,“ segir Hildur brosandi og ég heföi aldrei trúað því að ég ætti eftir að þora þessu. Þetta er rosalega gaman og gefandi. Hópurinn er skemmti- legur og maður er búinn að kynnast fúllt af nýju fólki. Öllum er tekið eins og þeir em.“ Þær segjast báðar vera búnar að eignast fúllt af nýjum vinum og horfa svo hvor á aðra og segjast ekkert hafa þekkst áður en þær tóku þátt í söngleiknum. Þær em famar að hlakka til ffum- sýningarinnar en þær em líka aðeins kvíðnar sem þær segja bara eðlilegt. Þær vonast eftir ffábærri aðsókn svo þær fái að sýna sem oftast! Allir í Frunileikhúsið! Samstarf lengi staðið til ormenn félaganna eru ánægðir með samstarf Leikfélags Keflavíkur og Vox Arena. Guðný Kristjáns- dóttir er formaður LK og Hildur Helgadóttir hjá Vox Arena og Hjördís Rós Egils- dóttir varaformaður Vox Arena. „Þetta samstarf hefúr lengi staðið til,“ segir Guðný, „og nú er þetta orðið að vemleika. Þetta er mjög spennandi verk- efhi og gengið hefúr á ýmsu. Þessi vinna er allt öðmvísi en þegar LK hefúr starfað eitt að sýningu. Þegar svona margir koma að sýningunni þá þarf skipulag að vera gott. Fram- kvæmdastjóm var skipuð og hefúr hún fúndað reglulega og tekið púlsinn á stöðu mála. Þetta hefúr bara gengið alveg ofboðslega vel. Vonandi verður þessi vinna til þess að við eign- umst stærra leikaralið í LK og þá að þetta unga fólk gerist einnig meðlimir Leikfélags Keflavíkur." „Mér finnst þetta samstarf flott tilbreyting," segir Hildur, „og krefjandi fyrir FS-inga. Gaman að geta sýnt nemendum aðra hlið á leiklist og frabært að fá að leika á sviði í alvöru leik- húsi!“ „Þetta er rosalega gaman,“ seg- ir Hjördís Rós, „samt krefjandi og tímafrekt en vel þess virði að leggja þetta allt á sig.“ Þær vona allar að framhald verði á samstarfi leikfélaganna og þar sjá þær fyrir sér sameig- inlegt leiklistamámskeið sem endað gæti með sýningu. Það er hagstætt að sameina þessi fé- lög. Guðný segist vera þakklát fyrir allan þann krafl og aðstoð sem fylgt hefúr öllu tæknilið- inu sem em nemendur FS en þeir hafa séð um að búa til sviðsmynd o.fl. Fjölmiðlaá- fangi skólans og myndlistar- deildin hafa einnig tengst þess- ari sýningu og svo allir þessir efnilegu ungu leikarar bæði úr skólanum og annars staðar sem hafa staðið sig frabærlega. All- ir í Frumleikhúsið! að eru eitilhressir strákar sem láta Ijós sitt skína í Gretti; Jóhann Már Smárason er 16 ára Njarðvíkingur, nemi í Versló. Hann leikur aðalhlutvcrkið í söngleiknum, Gretti sjálfan! Óttar Guðbjöm Birgisson er 18 ára Sandgerðingur, nemi í FS. Hann leikur drauginn Glám og gengismeðliminn, Gengis Kan. Jóhann Már, sem er í námi og vinnur svo hjá DHL hraðsend- ingum eftir skóla til klukkan 20.30 á kvöldin, haföi þetta að segja um þátttöku sína í sýn- ingunni. „Mig langaði að hafa eitthvað gaman að gera á kvöldin og helgar og þetta er gaman. Ég hef nokkrum sinn- um áður tekið þátt í leiksýning- um LK og líkað vel.“ Óttar sem tók þátt í uppfærslu Vox Arena á söngleiksbroti úr Hárinu síðastliðið vor vildi endilega prófa meiri leiklist. „Eftir að ég tók fyrst þátt í svona leiklistarvinnu langaði nrig að prófa að leika í sýningu sem væri í fúllri lengd. Þetta er svona rannsóknarvinna hjá mér, ég er að gá hvort ég sé leikaraefni!", segir Óttar með glettni í augum. „Sá sem ég leik núna er óþokki að nafni Gengis Kan og ég vona að ég líkist honum ekki! Ég leik einnig skugga Grettis, Glám en þar er ég örlagavaldur drengs- ins. Mér finnst gaman að leika Glám en kann ekki við mig í hlutverki Gengis." „Ég og Grettir erum stundum líkir“, segir Jóhann Már íbygg- inn á svip,“mér finnst gaman að fylgjast með fjölskyldu Grettis í söngleiknum því hún er ffekar klikkuð, svona ekki eins og fólk er flest! Þessi vinna er rosalega skemmtileg og vel þess virði að leggja eitt- hvað á sig fyrir hana. Ég læt fátt sitja á hakanum og er frek- ar langt ffam á nótt að læra!“ „Já, tími manns er fúljskipaður þessa dagana,“ segh Óttar „ég er líka í hljómsveit í Reykjavík og ég á kærustu en þessi leik- húsvinna er samt búin að gefa mér rosalega mikið. Það er gaman að kynnast fúllt af nýju fólki og fá að láta eins og asni öðru hvoru.“ Þeir félagar hvetja alla til að sjá söngleikinn Gretti. „Sýningin er flott! Hún er upplifún fyrir áhorfendur. Þeir finna alls kon- ar lykt í salnum á meðan á sýn- ingu stendur og því má segja að hún sé konfekt fyrir næstum öll skynfæri, alla vega augu, eyru og nef!“ segja þeir Ottar og Jóhann Már að lokum. Guðný Kristjánsdóttir er tormaður LK og Hildur Helgadóttir hjá Vox Arena og Hjördís Rós Egilsdóttir varaformaður Vox Arena. 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.