Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 29.08.2002, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 29.08.2002, Qupperneq 18
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveöið hefur veriö aö viðhafa alsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör fulltrúa á eftirtalda fundi og þing: Ársfund Starfsgreinasambands íslands þann 17.-18. október 2002. Ársfund Alþýðusambands íslands þann 31. október -1. nóvember 2002 23. þing Sjómannasambands íslands þann 13.-14.-15 nóvember 2002 Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasasta lagi klukkan 12 fimmtudaginn 13. september nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagmanna samkvæmt reglugerð ASÍ um alsherjaratkvæðagreiðslu þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis. VIÐTAL Af hverju er Dale Carnegie að halda námskeið í Reykjanesbæ? Ahugi á Dale Carnegie nám- skeiðinu er mikill á þessu svæði og þegar við skoðuðum þátttöku fólks af suðurnesjum á námskeiðum í Reykjavík, töldum við að forsenda væri fyrir sérstökum námskeiðum hér. Til að koma til móts við þennan áhuga og gcra fleirum kleift að sækja námskeiðin erum við nú að gera tilraun með að halda námskeiðin hér í Reykjanesbæ. Hvernig stóó ó því uó þú fórst iið kenna hjú Dale Carnegie? Eftir að ég var þátttakandi sjálf á námskeiði var mér boðin aðstoð- armannastaða á næsta nám- skeiði. Eg hikaði ekki við að taka því þar sem þetta námskeið hafði þegar gefið mér fæmi í tjáningu, aukið sjálfstraust mitt og hrein- lega kennt mér að gera líf mitt betra. Sem aðstoðarmaður náði ég að ganga enn lengra og þar virkilega sá ég hvernig þetta námskeið getur hjálpað öðrum að sigrast á áhyggjum og ótta og láta drauma sína rætast. Eg þurfti ekki að hugsa mig lengi um þeg- ar ég var spurð hvort ég hefði REYKJANESBÆR Til vegfarenda í Reykjanesbæ Framkvæmdir við nýtt hringtorg á mótum Hafnargötu, Faxabrautar og Víkurbrautar munu hefjast á næstu dögum og standa yfir í 3-4 vikur. Vegfarendur, akandi og gangandi eru beðnir að hliðra til íyrir verktökum og sýna þolinmæði og aðgát meðan á framkvæmdatíma stendur. Viðar Már Aðalsteinsson forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs áhuga á að fara í kennaraþjálfun og taka að mér kennslu á Dale Carnegie nám- skeiðum. Er ekki betra aó fara ú svona nómskeið í Reykjavik þar sem maðiir kannast ekki við annan hvern mamt? Við héldum námskeið í Reykjanesbæ síðasta vor sem tókst frábær- lega, en í þeim bekk voru einmitt einstak- lingar sem voru tví- stígandi yfir því hvort þeir ættu að aka til Reykjavíkur eða vera með okkur hér. Við buðum þessu fólki að byrja hér í Reykjanes- bæ og færa sig svo yfir í Reykjavíkur- bekkinn ef það væri á einhvern hátt óþægi- legt að vera með fólki áhyggjum og streitu (( „að ejla sjálfsöryggið, bæta samskiptahœjileika, ná árangursríkari tján- sem þau könnuðust ingu, byggja upp leiðtoga- við. Enginn færði sig ,, yfir og gátum við ekki liæjlleika Og UO SÍJOm a heyrt annað á fólki en að það væri mjög sátt við að hafa farið i gegnum námskeiðið hér frekar en í Reykjavík. Hvað er fólk aðallega að takast á við á þessu námskeiði? Markmið námskeiðsins eru fimm: að efla sjálfsöryggið, bæta samskiptahæfileika, ná árangurs- ríkari tjáningu, byggja upp leið- togahæfileika og ná stjórn á áhyggjum og streitu. Út fiá þess- um drifkröftum setja þáttakendur sér markmið sem þeir vinna með í þær 12 vikur sem við erum saman. Skrefin sem þeir taka í þeirri vinnu, hjálpa þeim að halda stefnu sinni í lífinu, eftir að námskeiðinu lýkur. Hverjir taka þátt í svona nám- skeiði? Þátttakendur koma úr öllum átt- um! Þama era nemar, forstjórar, frumkvöðlar, leikskólakennarar, lögfræðingar, heimavinnandi konur og karlar og ellilífeyris- þegar svo ég nefni dæmi. Það er helsti styrkleiki Dale Carnegie námskeiðanna að mínu mati. Fólk með ólíka reynslu úr lífinu kemur úr mismunandi áttum í þjóðfélaginu, en sameinast sem einn hópur á námskeiðinu. Það er dýrmæt gjöf að fá að læra af reynslu þess breiða hóps sem sækir hvert námskeið. Eitthvuð sem þú vilt segja að lokum? Já, ég hvet alla til að koma á kynningarfund sem haldinn verð- ur fimmtudaginn 29. ágúst eða miðvikudaginn 4. september kl. 20.30 í Kiwanissalnum í Kefla- vík og fá enn betri upplýsingar um það hvað þetta námskeið snýst um. Þar gefst tækifæri til að spyrja okkur kennarana spurninga varðandi námskeiðn og á klukkutíma forum við yfir helstu punkta námskeiðsins og ræðum aðeins saman um hvað er gert á þeim. Kynningarfundurinn kostar fólk ekkert nema tímann. JOGA-JOGA Byrjendur og framhald byrja mánudaginn 9. september nk. Morguntímar og slökunarjóga byrja þriðjudaginn 10. september nk. Innritun og upplýsirigar í sfma 421 1124 eða 864 1124 Eygló Alexandersdóttir Iðavöllum 9a. Keflavík. 18

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.