Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 29.08.2002, Síða 24

Víkurfréttir - 29.08.2002, Síða 24
VIKUR FRÉTTIH Nýr skóli mun rísa í Innri Njarðvík innan fárra ára Nýr skóli mun rísa í Innri Njarðvík innan fárra ára. Reykjancsbær greinir frá þessu á heimasíðu sinni á fóstudag. Þar er greint frá því að þrjár nýjar kennslustofur hafi verið settar niður við Heiðarskóla og Holtaskóla. Við Heiðarskóla hefur verið bætt við einni lausri kennslustofu og tvær slíkar voru settar upp við Holtaskóla á föstudag til þess að mæta vaxandi nemendatjölda. Þar með eru lausar stofur orðnar fimm i bænum, enda styttist í að undirbúningur nýrrar skólabygg- ingar hefjist. Gert er ráð fyrir að nýr skóli rísi í Innri Njarðvík innan fárra ára, segir á vef bæjar- ins. Erlendur betlari angrar fólk í mið- bæ Keflavíkur Kona af erlendu bergi brotin hefur angrað fólk með betli í miðbæ Keflavíkur siðustu daga. Eldri hjón, búsett í Keflavík, lentu í konunni fyrir helgi þegar þau komu út úr skartgripaverslun í Keflavík. Konan, sem er dökk á hörund og svarthærð vatt sér að kefl- vísku hjónunum og óskaði eft- ir fjárframlagi frá þeim þar sem hún ætti fimm börn í Kosovo. Viðmælandi blaðsins sagði kon- una hafa talað við sig á ensku og elt alla leið út i bíl. Þar hafi hún hindrað það að hægt væri að loka bílhurðinni og endurtekið ósk sína um fjárffamlag, hversu mikið sem það væri. Viðmæl- andi Víkurfrétta sagðist hafa far- ið í veskið sitt og látið konuna hafa 500 krónur til að losna við betlarann. „Mér var mjög brugð- ið og átti alls ekki von á þessu hér heima á íslandi, hvað þá í Keflavík,“ sagði viðmælandinn við blaðamann Víkurfrétta. Víkurfréttir hafa heimildir fyrir þvi að siðustu daga hafi erlend kona með slæðu á höfði farið um betlandi í miðbæ Keflavíkur. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 oooo Hringdu og pantaðu núna í sima 800 1111. Hvað kostar ADSL II? 3.750 kr. á mánuði -256-Kb/s 512 Kb/s hraði og 100 MB gagnamagn innifalið. 4.600 kr. á mánuði -256-Kb/s 512 Kb/s hraði og 500 MB gagnamagn innifalið. 5.700 kr. á mánuði 256 Kb/s 512 Kb/s hraði og 1 GB gagnamagn innifalið. Internetaðgangur er innifalinn í mánaðargjaldi. Íslandssími Q islandssimi.is Islensk veðrátta lék ferðamenn illa í Grindavík Amerískt feröapar varð fyrir heldur óskemmtilegri lífs- reynslu á tjaldsvæði Grinda- víkur laust fyrir klukkan hálf sjö í gærkveldi þegar vara- mannaskýli frá knattspyrnu- vellinum í bænum fauk upp í hávaðaroki og lenti á tjaldinu þeirra en tjaldsvæðið er aðeins nokkrum metrum frá vellin- um. Þurfti að flytja þau með sjúkrabíl til Reykjavíkur til að- hlynningar. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er ekki vitað hvemig fólkinu líð- ur í dag en vitað er að maðurinn rotaðist við höggið og kvartaði yfir áverkum í hálsi, höfði og öxlum og því var hann fluttur til Reykjavíkur. Flækingskettir valda usla í Vogum Mikið hefur verið kvartað vegna ágangs flækings- katta í Vogum. Sérstaklega hafa kettir verið að valda usla í suðurbyggð Voga. Til að stemma stigu við þessu verð- ur fljótlega auglýst herferð gegn flækingsköttum. Kattareigendum er bent á að kynna sér reglugerð um kattahald á Suðurnesjum sem meðal annars er að finna á vef Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja, www.hes.is. Startpakkinn - allt sem til þarf aðeins 5.900 kr. Innifalið: ADSL mótald 11.900 kr., stofngjald 6.225 kr. og ADSL músarmotta. Samtals að verðmæti 18.125 kr. Miðað ervið 12 mánaða áskrift. Ef þú átt ADSL mótald þá kostar ekkert að skipta yfir í ADSL II. Glænýtt og ferskt tímarit eftör viku! - troðfullt af litríku lesefni IIVF, JJMARIT VÍKUflFfíFTTn I ADSLc£> HÁHRAÐASÍTENGING VIÐ NETIÐ Tvöfaldur hraði - lægra verð

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.