Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, tók í byrjun maí fyrstu skóflustunguna fyrir nýju verk- stæðis- og þjónustubyggingu fyrir Volvo atvinnutæki, í Hádeg- ismóum 7. Þar verður til húsa sala og þjón- usta fyrir Volvo-vörubíla, vinnu- vélar, rútur og Volvo Penta- bátavélar ásamt þjónustu og sölu Renault Trucks-vörubíla. „Þetta eru merkileg tímamót sem við höfum beðið lengi eftir. Skóflustungan er fyrsta skrefið í að byggja upp enn öflugri at- vinnutækjadeild. Stór tæki þurfa mikið athafnarými svo það verður bylting að komast í sérhannað húsnæði þar sem allt aðgengi er hannað frá grunni með slík tæki í huga. Nýtt húsnæði mun auka hagræði fyrir viðskiptavini og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn verður framúrskarandi. Fram- kvæmdir munu hefjast fljótlega og stefnt að verklokum á næsta ári,“ sagði Egill Jóhannsson við skóflu- stunguna. Lóðin er 14 þúsund fermetrar og stendur við stofnæðar svo að- gengi er sérlega gott fyrir stærri tæki. Hönnun stendur yfir og í framhaldi verður farið í útboð á einstökum verkþáttum. Mansard- teiknistofa sér um hönnun bygg- ingarinnar, VSB-verkfræðistofa hannar burðarvirki, lagnir og raf- kerfi, Efla sér um brunahönnun, Teiknistofan Storð um lóð- arhönnun og KÞ ráðgjöf er um- sjónarmaður verkkaupa. agas@mbl.is Skóflustunga tekin fyrir nýju húsi Volvo atvinnutækja Með Agli á þessum stóra degi voru frá Brimborg Jóhann Jóhannsson stjórnarform., Arnór Jósefsson hluthafi, Þorsteinn Arnórsson stjórnarm., Margrét Rut Jóhannsdóttir fr.kv.stj. mannauðs- og gæðasviðs, Hólmar Ást- valdsson fr.kv.stj. fjármálasviðs, Jóhann Rúnar Ívarsson þjónustustjóri Volvo atvinnutækjasviðs, Kristinn Már Emilsson fr.kv.stj. Volvo atvinnutækjasviðs ásamt Karli Þráinssyni ráðgjafa Brimborgar við framkvæmdina. Egill Jóhannsson tekur fyrstu skóflustunguna að húsinu. Aðgengi hannað frá grunni Ferðaþjónustufyrirtækið Guðmundur Jón- asson hefur fengið afhenta glæsilega hóp- ferðabifreið af gerðinni Setra sem er frá dótturfyrirtæki Daimler, framleiðanda Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla. „Þetta er líklega glæsilegasta hópferða- bifreiðin sem nú ekur um vegi landsins. Bíll- inn tekur 70 manns og er afar vel búinn með leðursætum, WIFI, USB-hleðslum í hverri sætaröð, salerni og miklum þægindum,“ seg- ir í tilkynningu frá bílaumboðinu Öskju, sölu- og umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Þýska fyrirtækið er stærsti framleiðandi at- vinnubíla í heiminum. Fornfrægt fyrirtæki á ferð Fyrirtækið Guðmundur Jónasson fagnar á þessu ári þeim áfanga að 85 ár eru síðan stofnandinn, sem fyrirtækið er kennt við, fékk fyrstu rútubifreiðina. „Afi minn, Guðmundur Jónasson bifreiða- stjóri frá Múla, fékk bílpróf 1929 og sína fyrstu Ford-vörubifreið árið 1930. Hann eign- aðist síðan svokallað Alþingishátíðarboddý á vörubílinn árið 1931. Við rekjum því upphaf farþegaflutninga Guðmundar Jónassonar til ársins 1931, en síðan eru liðin 85 ár. Fyr- irtækið er í dag í traustum rekstri, en til gam- ans má geta þess að kennitala fyrirtækisins er frá 1966 og er hún því 50 ára á árinu,“ seg- ir Stefán Gunnarsson, forstjóri fjölskyldufyr- irtækisins Guðmundar Jónassonar ehf. Allar bifreiðar Mercedes-Benz Fyrirtækið hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá því að listinn var fyrst birtur, en hjá því starfa nú um 60 manns. Á næstu misserum mun fyrirtækið flytja höfuðstöðvar sínar á Kársnesið í Kópa- vogi og má því með sanni segja að þetta sé stórt ár í sögu félagsins. „Bifreiðafloti fyrirtækisins telur nú nærri 30 hópferðabifreiðar, sem allar eru af gerð- inni Mercedes-Benz. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í bifreiðaflotanum á síðustu miss- erum og eru m.a. sex nýjar bifreiðar að bæt- ast við nú á næstu dögum. Meðalaldur bif- reiða fyrirtækisins er nú að nálgast fjögur ár, sem er með því besta sem gerist á mark- aðnum í dag. Við erum afar ánægð með nýja Setra-bílinn, sem er sannarlega af hæsta klassa hópferðabifreiða nútímans,“ segir Stefán. agas@mbl.is Afar vel búin lúxusrúta fyrir 70 manns Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, afhenti Stefáni Gunnars- syni, forstjóra Guðmundar Jónassonar nýja Setra hópferðabílinn. Hafa haldið tryggð við Mercedes-Benz Það vita flestir að hættur geta orðið á vegi manns þegar setið er undir stýri. Með öðrum orðum, það er hættulegt að keyra. Í Bandaríkj- unum hefur dauðsföllum í umferð- inni fækkað með tímanum en slysin eru þó fleiri og harkalegri en áður. Það fer ekki á milli mála að bílar verða betri og betri hvað öryggi ökumanns og farþega varðar. Árið 2014 slösuðust rúmlega 2,3 milljónir manna í umferðinni í Bandaríkj- unum. Var þar um lítilsháttar fjölg- un að ræða frá árinu áður en árekstrum fjölgaði um 8% frá árinu áður, 2013. Ástæðan er meðal annars heimskupör undir stýri, svo sem að mynda og senda „snapchat“-mynd af hraðamælinum á ferð. Að sögn rannsakenda við McGill-háskólann í Montreal í Kanada koma ökumenn sem ítrekað haga sér hættulega í umferðinni hlutfallslega miklu oftar og meira við sögu umferðarslysa en hlutfallslegur fjöldi þeirra gæti sagt til um. Það þykir þýða að í umferðinni sé að finna hættulega ökufanta sem að staðaldri aka undir áhrifum áfengis, stunda hraðakstur og símanotkun á ferð. Sérfræðingar við McGill- háskólann hafa freistað þess að átta sig á hvers vegna þetta hlutmengi ökumanna heldur uppteknum hætti. Þeir skrifa um athuganir sínar í tímaritið PLoS One og segja að hér gæti verið á ferðinni dæmigert Dunning-Kruger-heilkenni. Það seg- ir til sín þegar fólki mistekst að meta rétt eigin færni – eða öllu heldur vanmátt sinn – til að takast á við við- fangsefni og telur sig miklu hæfara en alla aðra. Þetta skilningsleysi er afleiðing vanfærni sem veldur því að þeir hafa glatað eða ekki fengið í vöggugjöf hæfileikann til að greina frammistöðu sína gagnrýnið. Afleið- ingin er verulegt ofmat á eigin getu. Þetta mætti orða á enn einfaldari hátt sem svo, að þarna sé um að ræða „fólk sem er of vitskert til að átta sig á því hversu heimskt það er,“ eins og vísindamennirnir segja. Niðurstaða þeirra er að hinir hættulegu telja sig yfirleitt aldrei vera að leika sér að eldinum þegar þeir taka áhættu. Haldi þeir sig ekki vera hættulega sjá þeir hvorki til- gang í né þörf á að taka upp breytta háttu. agas@mbl.is Skilja ekki eigin vanhæfni Slæmir ökumenn halda að þeir séu góðir Óvarkárir ökumenn eru hættulegir bæði sjálfum sér og öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.